„Ekkert slys, upp úr þurru, í umferðinni á Santa Monica Boulevard,“ skrifaði McCormack í færslunni og deildi með henni myndbandi af Teslunni í ljósum logum sem sjá má neðst í fréttinni. Hún sagði það einnig mikla mildi að dætur hennar þrjár hefðu ekki verið í bílnum þegar kviknaði í honum.
Í frétt breska ríkisútvarpsins kemur fram að ekki hafi orðið slys á fólki. Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur atvikið, sem í yfirlýsingu frá fyrirtækinu er sagt „sérlega óvenulegt“, til skoðunar.
@Tesla This is what happened to my husband and his car today. No accident,out of the blue, in traffic on Santa Monica Blvd. Thank you to the kind couple who flagged him down and told him to pull over. And thank god my three little girls weren't in the car with him pic.twitter.com/O4tPs5ftVo
— Mary McCormack (@marycmccormack) June 16, 2018