Vopnahlé í Níkaragva Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2018 11:08 Mótmælendum hefur verið skipað að leggja niður vopn. Vísir/EPA Ríkisstjórn Níkaragva hefur samið um vopnahlé við stríðandi fylkingar í landinu en frá þessu greinir BBC. Átök hafa geisað í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva síðan að ríkisstjórn Daniels Ortega setti fram í apríl, tillögur um að skerða eftirlaun og minnka framlög til velferðarmála í landinu. Þrátt fyrir að tillögurnar hafi verið dregnar til baka hefur ríkisstjórninni verið harðlega mótmælt. Mótmælin þróuðust í átök milli mótmælenda og lögreglu og hafa nú 170 manns látist í mótmælunum á undanförnum vikum. Rómversk-kaþólska kirkjan hafði því milligöngu um að friða hinar stríðandi fylkingar og kom af stað samningaviðræðum sem nú hafa borið árangur. Í yfirlýsingu segja fulltrúar ríkisstjórnarinnar, mótmælenda og biskupar kaþólsku kirkjunnar að vopnahlé skuli tafarlaust taka gildi og að öll dauðsföll undanfarinnar vikna verði rannsökuð. Skrifað var undir samkomulag þess efnis í höfuðborg ríkisins, Managua.Aðgerðasinnar og verkalýðsleiðtogar hafa sakað Ortega um að kúga þjóð sína og hafa kallað eftir afsögn hans. Mannúðarsamtökin IACHR, sendu fulltrúa sína til að fylgjast með mótmælum í landinu og skýrslu þeirra greina þeir frá harðræði lögreglumanna og fleiri brotum á mannréttindum. Utanríkisráðuneyti Níkaragva hafnar niðurstöðum skýrslunnar og segir skýrsluna vera hlutdræga. Sakaður um einræðistilburði Daniel Ortega sem hefur verið forseti síðan 2007 var einn af þeim sem áttu hlut í því þegar einræðisherranum Anastasio Somoza var steypt af stóli árið 1979 hefur enn sem komið er ekki sýnt nokkurn áhuga á að stíga til hliðar vegna málsins. Andstæðingar forsetans hafa sakað hann og varaforseta hans, Rosario Murillo sem einnig er eiginkona Ortega um að sýna einræðistilburði. Erlent Níkaragva Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Ríkisstjórn Níkaragva hefur samið um vopnahlé við stríðandi fylkingar í landinu en frá þessu greinir BBC. Átök hafa geisað í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva síðan að ríkisstjórn Daniels Ortega setti fram í apríl, tillögur um að skerða eftirlaun og minnka framlög til velferðarmála í landinu. Þrátt fyrir að tillögurnar hafi verið dregnar til baka hefur ríkisstjórninni verið harðlega mótmælt. Mótmælin þróuðust í átök milli mótmælenda og lögreglu og hafa nú 170 manns látist í mótmælunum á undanförnum vikum. Rómversk-kaþólska kirkjan hafði því milligöngu um að friða hinar stríðandi fylkingar og kom af stað samningaviðræðum sem nú hafa borið árangur. Í yfirlýsingu segja fulltrúar ríkisstjórnarinnar, mótmælenda og biskupar kaþólsku kirkjunnar að vopnahlé skuli tafarlaust taka gildi og að öll dauðsföll undanfarinnar vikna verði rannsökuð. Skrifað var undir samkomulag þess efnis í höfuðborg ríkisins, Managua.Aðgerðasinnar og verkalýðsleiðtogar hafa sakað Ortega um að kúga þjóð sína og hafa kallað eftir afsögn hans. Mannúðarsamtökin IACHR, sendu fulltrúa sína til að fylgjast með mótmælum í landinu og skýrslu þeirra greina þeir frá harðræði lögreglumanna og fleiri brotum á mannréttindum. Utanríkisráðuneyti Níkaragva hafnar niðurstöðum skýrslunnar og segir skýrsluna vera hlutdræga. Sakaður um einræðistilburði Daniel Ortega sem hefur verið forseti síðan 2007 var einn af þeim sem áttu hlut í því þegar einræðisherranum Anastasio Somoza var steypt af stóli árið 1979 hefur enn sem komið er ekki sýnt nokkurn áhuga á að stíga til hliðar vegna málsins. Andstæðingar forsetans hafa sakað hann og varaforseta hans, Rosario Murillo sem einnig er eiginkona Ortega um að sýna einræðistilburði.
Erlent Níkaragva Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira