Hótel Reykjavík Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. júní 2018 10:00 Myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er happafengur fyrir þá sem vilja umfram allt að Reykjavík breytist ekki í mengandi bílaborg. Það er yfirlýst markmið meirihlutans að setja gangandi og hjólandi vegfarendur í forgang. Hann hyggst styrkja almenningssamgöngur og hluti af þeirri áætlun er hin margumtalaða borgarlína, en andstaðan við hana var eitt af því furðulegasta í kosningabaráttunni. Gleðileg er síðan sú ákvörðun að gera Laugaveginn að göngugötu. Það mun auka sjarma miðborgarinnar til muna – og veitir sannarlega ekki af! Þannig virðist hinn nýi meirihluti að mörgu leyti vera á réttri leið. Fyrrverandi meirihluti í borginni gerði reyndar margt ágætt en það var mikill ljóður á ráði hans að þótt hann vildi umfram allt forða því að Reykjavík yrði mengandi bílaborg þá virtist hann lítið sem ekkert vilja aðhafast til að koma í veg fyrir að hún yrði að hótelborg. Miðborg Reykjavíkur á að vera aðlaðandi og þau sjarmerandi svæði sem þar finnast eiga að fá að standa óáreitt fyrir gráðugum peningamönnum sem fá dollaraglampa í augun ef þeir sjá auðan reit og þrá ekkert heitar en að planta þar niður hóteli. Það þurfa ekki að vera hótel á nánast hverju einasta götuhorni í Reykjavík, en gamla meirihlutanum gekk afar illa að skilja það. En batnandi manni er best að lifa og nú hefur nýtt afl, Viðreisn, gengið til liðs við gamla meirihlutann. Vonandi gengur Viðreisn til þessa samstarfs með áherslur sem miða að því að vernda fallega reiti þannig að gráðugir verktakar og fjárfestar leggi ekki undir sig höfuðborgina í meira mæli en þegar er orðið. Nýjum meirihluta borgarstjórnar skal óskað velfarnaðar. Um leið er honum ráðlagt að tölta út úr Ráðhúsinu og fara í spássitúr um miðbæinn. Það væri til dæmis hægt að skoða Landssímareitinn og eiga þar hljóða stund þar sem hver og einn borgarfulltrúi myndi spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann vilji að á þeim góða stað verði enn eitt hótelið, eins og áform eru um. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessi áform harðlega, meðal annars vegna þess að þarna er að finna Víkurgarð, hinn forna kirkjugarð Reykvíkinga, en hótelbygging á þessum stað mun þrengja verulega að honum og raska friðhelgi hans. Gagnrýnendur telja að Víkurgarð verði að vernda eins og kostur er, og segja annað jafngilda stórslysi. Ætli meirihlutinn í borginni að gegna hlutverki sínu með sóma verður hann að bera einhverja virðingu fyrir sögulegri og menningarlegri arfleifð Reykjavíkur. Öðruvísi getur hann ekki borið höfuðið hátt. En jafnvel þótt öllum sögulegum rökum sé vísað á bug, þá myndi hótel á þessum stað vera skelfileg skemmdarstarfsemi. Reykvíkingar hafa ekkert að gera við borgarstjórn sem leggur blessun sína yfir eyðileggingu á þessum söguhelga stað í hjarta höfuðborgarinnar. Nýr meirihluti má ekki loka sig inni í Ráðhúsinu. Hann verður að fara út og horfa í kringum sig. Það er ekki langt að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er happafengur fyrir þá sem vilja umfram allt að Reykjavík breytist ekki í mengandi bílaborg. Það er yfirlýst markmið meirihlutans að setja gangandi og hjólandi vegfarendur í forgang. Hann hyggst styrkja almenningssamgöngur og hluti af þeirri áætlun er hin margumtalaða borgarlína, en andstaðan við hana var eitt af því furðulegasta í kosningabaráttunni. Gleðileg er síðan sú ákvörðun að gera Laugaveginn að göngugötu. Það mun auka sjarma miðborgarinnar til muna – og veitir sannarlega ekki af! Þannig virðist hinn nýi meirihluti að mörgu leyti vera á réttri leið. Fyrrverandi meirihluti í borginni gerði reyndar margt ágætt en það var mikill ljóður á ráði hans að þótt hann vildi umfram allt forða því að Reykjavík yrði mengandi bílaborg þá virtist hann lítið sem ekkert vilja aðhafast til að koma í veg fyrir að hún yrði að hótelborg. Miðborg Reykjavíkur á að vera aðlaðandi og þau sjarmerandi svæði sem þar finnast eiga að fá að standa óáreitt fyrir gráðugum peningamönnum sem fá dollaraglampa í augun ef þeir sjá auðan reit og þrá ekkert heitar en að planta þar niður hóteli. Það þurfa ekki að vera hótel á nánast hverju einasta götuhorni í Reykjavík, en gamla meirihlutanum gekk afar illa að skilja það. En batnandi manni er best að lifa og nú hefur nýtt afl, Viðreisn, gengið til liðs við gamla meirihlutann. Vonandi gengur Viðreisn til þessa samstarfs með áherslur sem miða að því að vernda fallega reiti þannig að gráðugir verktakar og fjárfestar leggi ekki undir sig höfuðborgina í meira mæli en þegar er orðið. Nýjum meirihluta borgarstjórnar skal óskað velfarnaðar. Um leið er honum ráðlagt að tölta út úr Ráðhúsinu og fara í spássitúr um miðbæinn. Það væri til dæmis hægt að skoða Landssímareitinn og eiga þar hljóða stund þar sem hver og einn borgarfulltrúi myndi spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann vilji að á þeim góða stað verði enn eitt hótelið, eins og áform eru um. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessi áform harðlega, meðal annars vegna þess að þarna er að finna Víkurgarð, hinn forna kirkjugarð Reykvíkinga, en hótelbygging á þessum stað mun þrengja verulega að honum og raska friðhelgi hans. Gagnrýnendur telja að Víkurgarð verði að vernda eins og kostur er, og segja annað jafngilda stórslysi. Ætli meirihlutinn í borginni að gegna hlutverki sínu með sóma verður hann að bera einhverja virðingu fyrir sögulegri og menningarlegri arfleifð Reykjavíkur. Öðruvísi getur hann ekki borið höfuðið hátt. En jafnvel þótt öllum sögulegum rökum sé vísað á bug, þá myndi hótel á þessum stað vera skelfileg skemmdarstarfsemi. Reykvíkingar hafa ekkert að gera við borgarstjórn sem leggur blessun sína yfir eyðileggingu á þessum söguhelga stað í hjarta höfuðborgarinnar. Nýr meirihluti má ekki loka sig inni í Ráðhúsinu. Hann verður að fara út og horfa í kringum sig. Það er ekki langt að fara.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun