Gummi Gumm: Mikilvægasta ákvörðunin að taka Tedda inn Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Laugardalshöll skrifar 13. júní 2018 22:25 Guðmundur Guðmundsson þjálfar landslið Íslands. vísir/getty Ísland er komið á HM í handbolta á næsta ári eftir 34-31 sigur á Litháen í Laugardalshöll í kvöld. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var eðlilega mjög ánægður í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur, eins og við bjuggumst við. Enda er andstæðingurinn með mjög gott lið. Ég var alveg búinn að búa mig undir svona viðureignir á móti þeim þegar ég var búinn að greina þá en þetta hafðist,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Það var frábær barátta í liðinu og við spiluðum sóknarleikinn mjög vel. Varnarleikurinn hann datt aðeins niður á köflum og þeir skoruðu of mikið á línu. En á endanum get ég ekki annað en hrósað liðinu mínu fyrir frábæran leik og frábæra baráttu.“ „Svo verð ég bara að taka það fram að ég hef ekki upplifað svona frábæra stemmingu hjá áhorfendum í áraraðir og það var ómetanlegur stuðningur sem við fengum frá íslensku áhorfendunum hér í kvöld,“ sagði landsliðsþjálfarinn en meðlimir Tólfunnar, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í fótbolta, voru mættir að styðja strákana áfram í troðfullri Laugardalshöll. Guðmundur gerði breytingu á leikmannahópnum í dag, Theodór Sigurbjörnsson kom inn fyrir Ragnar Jóhannsson. Theodór fékk stórt hlutverk í dag þar sem Arnór Þór Gunnarsson var rekinn út af með beint rautt spjald snemma leiks og Theodór þurfti að taka stöðu hans í horninu. Það gerði hann af listibrag og skilaði fimm mörkum, næst markahæstur í liði Íslands. Var ákvörðunin að skipta Theodóri inn fyrir Ragnar taktísk hjá Guðmundi? „Já hún var það. Þetta var ein mikilvægasta ákvörðunin sem við tókum fyrir leikinn og er ég mjög ánægður með hana. Hann stóð sig frábærlega. Við lendum í því að hann dettur út og fær rauða spjaldið hann Addi og þá erum við komnir í svolítil erfið mál. Hann kemur inn Teddi og klárar þetta alveg stórkostlega. Mjög mikilvægt að hafa hann til staðar.“ Arnór Þór fékk beint rautt fyrir að þruma boltanum í höfuðið á Aistis Pazemeckas, markmanni Litháa, úr vítakasti. Það var lítið hægt að segja við þeim dómi. „Líklega ekki. Mér fannst markvörðurinn hreyfa sig en ég get ekki dæmt um það, maður sér þetta ekki þegar það gerist. Þetta eru góðir dómarar og ég verð að treysta þeim fyrir þessari ákvörðun.“ Ísland hefur verið nokkuð reglulegur gestur á stórmótum undan farin ár en þó hefur það farið þannig að á árunum 1999 og 2009 vorum við ekki með á HM. Sú „bölvun“ er þó brotin og við verðum með 2019. „Nú er þetta spennandi verkefni fyrir okkur alla og liðið að takast á við það að fara á HM. HM verður sérstaklega stórt og skemmtilegt, bæði haldið í Þýskalandi og Danmörku, og ég held það verði einstakt að taka þátt í því.“ „Ég er náttúrulega einstaklega ánægður að vera þjálfari íslenska landsliðsins og vera búinn að taka þátt í því að koma því á HM. Svo er smá bónus að Barein er komið líka á HM, það er skemmtilegt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Ísland er komið á HM í handbolta á næsta ári eftir 34-31 sigur á Litháen í Laugardalshöll í kvöld. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var eðlilega mjög ánægður í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur, eins og við bjuggumst við. Enda er andstæðingurinn með mjög gott lið. Ég var alveg búinn að búa mig undir svona viðureignir á móti þeim þegar ég var búinn að greina þá en þetta hafðist,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Það var frábær barátta í liðinu og við spiluðum sóknarleikinn mjög vel. Varnarleikurinn hann datt aðeins niður á köflum og þeir skoruðu of mikið á línu. En á endanum get ég ekki annað en hrósað liðinu mínu fyrir frábæran leik og frábæra baráttu.“ „Svo verð ég bara að taka það fram að ég hef ekki upplifað svona frábæra stemmingu hjá áhorfendum í áraraðir og það var ómetanlegur stuðningur sem við fengum frá íslensku áhorfendunum hér í kvöld,“ sagði landsliðsþjálfarinn en meðlimir Tólfunnar, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í fótbolta, voru mættir að styðja strákana áfram í troðfullri Laugardalshöll. Guðmundur gerði breytingu á leikmannahópnum í dag, Theodór Sigurbjörnsson kom inn fyrir Ragnar Jóhannsson. Theodór fékk stórt hlutverk í dag þar sem Arnór Þór Gunnarsson var rekinn út af með beint rautt spjald snemma leiks og Theodór þurfti að taka stöðu hans í horninu. Það gerði hann af listibrag og skilaði fimm mörkum, næst markahæstur í liði Íslands. Var ákvörðunin að skipta Theodóri inn fyrir Ragnar taktísk hjá Guðmundi? „Já hún var það. Þetta var ein mikilvægasta ákvörðunin sem við tókum fyrir leikinn og er ég mjög ánægður með hana. Hann stóð sig frábærlega. Við lendum í því að hann dettur út og fær rauða spjaldið hann Addi og þá erum við komnir í svolítil erfið mál. Hann kemur inn Teddi og klárar þetta alveg stórkostlega. Mjög mikilvægt að hafa hann til staðar.“ Arnór Þór fékk beint rautt fyrir að þruma boltanum í höfuðið á Aistis Pazemeckas, markmanni Litháa, úr vítakasti. Það var lítið hægt að segja við þeim dómi. „Líklega ekki. Mér fannst markvörðurinn hreyfa sig en ég get ekki dæmt um það, maður sér þetta ekki þegar það gerist. Þetta eru góðir dómarar og ég verð að treysta þeim fyrir þessari ákvörðun.“ Ísland hefur verið nokkuð reglulegur gestur á stórmótum undan farin ár en þó hefur það farið þannig að á árunum 1999 og 2009 vorum við ekki með á HM. Sú „bölvun“ er þó brotin og við verðum með 2019. „Nú er þetta spennandi verkefni fyrir okkur alla og liðið að takast á við það að fara á HM. HM verður sérstaklega stórt og skemmtilegt, bæði haldið í Þýskalandi og Danmörku, og ég held það verði einstakt að taka þátt í því.“ „Ég er náttúrulega einstaklega ánægður að vera þjálfari íslenska landsliðsins og vera búinn að taka þátt í því að koma því á HM. Svo er smá bónus að Barein er komið líka á HM, það er skemmtilegt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30