Ótrúleg vegferð þvottabjarnar skók netheima Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2018 21:52 Þvottabjörninn í hæstu hæðum. Hann komst óhultur upp á þak skýjakljúfsins. Twitter/timnelson_mpr Þrautseigur þvottabjörn, sem kleif 25 hæða skýjakljúf í borginni St. Paul í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum í gær, hefur vakið gríðarlega lukku á samfélagsmiðlum. Fjölmargir fylgdust með ferð bjarnarins upp bygginguna en segja má að henni hafi verið lýst í beinni útsendingu á netinu. Fyrstu fréttir af þvottabirninum bárust síðdegis á þriðjudag. Hér að neðan má sjá mynd sem Twitter-notandi tók út um glugga á 13. hæð skýjakljúfsins en þar sést björninn klifra utan á vegg hússins og stefnir upp. Á þessum tímapunkti var ferðalagið aðeins rétt að byrja.My picture from the 13th floor around noon. Hope he makes it down OK! #mprraccoonpic.twitter.com/gfVWysn9iO — Ben (@Johnson88Ben) June 12, 2018 Samfélagsmiðlanotendur á efri hæðum byggingarinnar deildu einnig myndum af þvottabirninum eftir því sem hann fikraði sig hærra upp en þess má geta að þegar svo hátt er komið er ekki hægt að opna glugga hússins. Þvottabjörninn sást til að mynda hvíla sig á gluggasyllu á 22. hæð og þá voru birtar myndir af slökkviliðsmönnum sem mátu það svo að ekki borgaði sig að ráðast í björgunaraðgerðir. Betra væri að bíða þar til hann næði upp á topp. Can confirm #MPRraccoon is still itchy. Got a little visit from @StPaulFireDept too! Cat food awaits it on the roof. pic.twitter.com/WeOTWmbaqz — Evan Frost (@efrostee) June 12, 2018The #mprraccoon has arisen from his nap and is climbing again. pic.twitter.com/K1popKu2bF — Tim Nelson (@timnelson_mpr) June 12, 2018After a delicious meal of soft cat food, #mprraccoon has been caught and will be picked up by Wildlife Management. Goodbye friend! pic.twitter.com/twcBPpjOQk — UBS Plaza (@ubs_plaza) June 13, 2018 Þvottabjörninn komst að lokum heilu og höldnu upp á þak byggingarinnar þar sem beið hans kattamatur. Birninum var að því búnu komið í öruggt skjól á miðvikudagsmorgun. Áhugasamir geta kynnt sér ferðalag þvottabjarnarins undir myllumerkinu #mprraccoon á Twitter. Þá má horfa á úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu neðst í fréttinni.Here she goes, the #mprraccoon with an extra can of cat food for the ride. pic.twitter.com/QGiwGDUtxp — Tim Nelson (@timnelson_mpr) June 13, 2018 Dýr Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Robert Redford er látinn Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira
Þrautseigur þvottabjörn, sem kleif 25 hæða skýjakljúf í borginni St. Paul í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum í gær, hefur vakið gríðarlega lukku á samfélagsmiðlum. Fjölmargir fylgdust með ferð bjarnarins upp bygginguna en segja má að henni hafi verið lýst í beinni útsendingu á netinu. Fyrstu fréttir af þvottabirninum bárust síðdegis á þriðjudag. Hér að neðan má sjá mynd sem Twitter-notandi tók út um glugga á 13. hæð skýjakljúfsins en þar sést björninn klifra utan á vegg hússins og stefnir upp. Á þessum tímapunkti var ferðalagið aðeins rétt að byrja.My picture from the 13th floor around noon. Hope he makes it down OK! #mprraccoonpic.twitter.com/gfVWysn9iO — Ben (@Johnson88Ben) June 12, 2018 Samfélagsmiðlanotendur á efri hæðum byggingarinnar deildu einnig myndum af þvottabirninum eftir því sem hann fikraði sig hærra upp en þess má geta að þegar svo hátt er komið er ekki hægt að opna glugga hússins. Þvottabjörninn sást til að mynda hvíla sig á gluggasyllu á 22. hæð og þá voru birtar myndir af slökkviliðsmönnum sem mátu það svo að ekki borgaði sig að ráðast í björgunaraðgerðir. Betra væri að bíða þar til hann næði upp á topp. Can confirm #MPRraccoon is still itchy. Got a little visit from @StPaulFireDept too! Cat food awaits it on the roof. pic.twitter.com/WeOTWmbaqz — Evan Frost (@efrostee) June 12, 2018The #mprraccoon has arisen from his nap and is climbing again. pic.twitter.com/K1popKu2bF — Tim Nelson (@timnelson_mpr) June 12, 2018After a delicious meal of soft cat food, #mprraccoon has been caught and will be picked up by Wildlife Management. Goodbye friend! pic.twitter.com/twcBPpjOQk — UBS Plaza (@ubs_plaza) June 13, 2018 Þvottabjörninn komst að lokum heilu og höldnu upp á þak byggingarinnar þar sem beið hans kattamatur. Birninum var að því búnu komið í öruggt skjól á miðvikudagsmorgun. Áhugasamir geta kynnt sér ferðalag þvottabjarnarins undir myllumerkinu #mprraccoon á Twitter. Þá má horfa á úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu neðst í fréttinni.Here she goes, the #mprraccoon with an extra can of cat food for the ride. pic.twitter.com/QGiwGDUtxp — Tim Nelson (@timnelson_mpr) June 13, 2018
Dýr Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Robert Redford er látinn Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira