Þekktu rauðu ljósin: „Ég mátti ekki fara í skólann“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2018 09:00 Umsjón og gerð myndbandanna var í höndum Helgu Arnardóttur og Braga Þórs Hinrikssonar. Skjáskot/Youtube „Þetta var bara stjórnunarsamband með mikilli afbrýðisemi og hann algjörlega réði öllu,“ segir Unnur Mjöll Harðardóttir sem var í ofbeldissambandi í tvö ár með hléum. Unnur tekur þátt í herferðinni Þekktu rauðu ljósin og í einlægu myndbandi segir hún frá sinni reynslu af grófu ofbeldissambandi. „Þetta var andlegt líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.“ Líkamlega ofbeldið byrjaði þegar hún byrjaði að búa með ofbeldismanninum. „Þá er maður einhvern vegin svo fastur.“ Afbrýðisemin og stjórnunaráráttan setti sterkan svip á líf Unnar. „Hann hélt mér vakandi kannski nóttina fyrir próf og ég mátti ekki mæta í skólann.“ Hélt að hún gæti hjálpað ofbeldismanninum Unnur endaði á því að fara því hún var aðframkomin af svefnleysi. „Það var farið að ágerast líkamlega ofbeldið. Það var orðið svo oft.“ Eftir að Unnur fór upplifði hún frelsi, hún réð því hvert hún færi og hvað hún væri þar lengi. Hún segir að í byrjun sambandsins hafi verið hegðun sem hefði átt að kveikja á einhverjum ljósum hjá sér, eins og sjúkra afbrýðisemin. „Ég fékk viðvaranir um hann sem hann einhvern vegin náði alveg að snúa út úr. Hann var svo góður, hann var svo fullkominn í byrjun að ég trúði ekki að hann gæti verið svona.“ Hún þráði alltaf að hann yrði aftur eins og í byrjun sambandsins.„Og að ég gæti hjálpað honum. Ég bæri ábyrgð á að honum liði vel.“ Unnur viðurkennir að hafa hundsað merkin og hvetur aðrar til að gera ekki sömu mistök.Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem er að hefur nýhafið samband. Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins. Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint.„Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.“Kynntu þér úrlausnir hjá Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfinu.Nánari upplýsingar: https://www.rauduljosin.is/https://www.facebook.com/rauduljosin/https://twitter.com/rauduljosin MeToo Tengdar fréttir Þekktu rauðu ljósin: „Í upphafi okkar sambands þá var hann ofboðslega yndislegur“ Jenný Kristín segir að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 13 ár því hún hafi ekki hlustað á aðvörunarljósin. 14. júní 2018 09:00 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
„Þetta var bara stjórnunarsamband með mikilli afbrýðisemi og hann algjörlega réði öllu,“ segir Unnur Mjöll Harðardóttir sem var í ofbeldissambandi í tvö ár með hléum. Unnur tekur þátt í herferðinni Þekktu rauðu ljósin og í einlægu myndbandi segir hún frá sinni reynslu af grófu ofbeldissambandi. „Þetta var andlegt líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.“ Líkamlega ofbeldið byrjaði þegar hún byrjaði að búa með ofbeldismanninum. „Þá er maður einhvern vegin svo fastur.“ Afbrýðisemin og stjórnunaráráttan setti sterkan svip á líf Unnar. „Hann hélt mér vakandi kannski nóttina fyrir próf og ég mátti ekki mæta í skólann.“ Hélt að hún gæti hjálpað ofbeldismanninum Unnur endaði á því að fara því hún var aðframkomin af svefnleysi. „Það var farið að ágerast líkamlega ofbeldið. Það var orðið svo oft.“ Eftir að Unnur fór upplifði hún frelsi, hún réð því hvert hún færi og hvað hún væri þar lengi. Hún segir að í byrjun sambandsins hafi verið hegðun sem hefði átt að kveikja á einhverjum ljósum hjá sér, eins og sjúkra afbrýðisemin. „Ég fékk viðvaranir um hann sem hann einhvern vegin náði alveg að snúa út úr. Hann var svo góður, hann var svo fullkominn í byrjun að ég trúði ekki að hann gæti verið svona.“ Hún þráði alltaf að hann yrði aftur eins og í byrjun sambandsins.„Og að ég gæti hjálpað honum. Ég bæri ábyrgð á að honum liði vel.“ Unnur viðurkennir að hafa hundsað merkin og hvetur aðrar til að gera ekki sömu mistök.Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem er að hefur nýhafið samband. Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins. Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint.„Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.“Kynntu þér úrlausnir hjá Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfinu.Nánari upplýsingar: https://www.rauduljosin.is/https://www.facebook.com/rauduljosin/https://twitter.com/rauduljosin
MeToo Tengdar fréttir Þekktu rauðu ljósin: „Í upphafi okkar sambands þá var hann ofboðslega yndislegur“ Jenný Kristín segir að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 13 ár því hún hafi ekki hlustað á aðvörunarljósin. 14. júní 2018 09:00 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Þekktu rauðu ljósin: „Í upphafi okkar sambands þá var hann ofboðslega yndislegur“ Jenný Kristín segir að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 13 ár því hún hafi ekki hlustað á aðvörunarljósin. 14. júní 2018 09:00
Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15
Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00