Mikil aukning lögð til á veiðum úr verðmætum stofnum Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2018 12:24 Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar á fundinum í morgun. Hafrannsóknarstofnun leggur til töluverða aukningu á veiðum úr verðmætustu fiskistofnum á næsta fiskveiðiári og munar þar mestu um 40 prósenta aukningu á veiðum á ýsu. Hins vegar er lagt til að minna verði veitt af ýmsum hlýsjávartegundum og Hafrannsóknarstofnun hefur sérstakar áhyggjur af stöðu humarstofnsins. Hafrannsóknarstofnun kynnti í morgun árlega úttekt sína á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir á þriðja tug stofna, sem miðast við varúðarsjónarmið og hámarksnýtingu til lengri tíma litið. Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar segir ánægjulegt að hægt sé að leggja til auknar veiðar úr verðmætum stofnum. „Helstu fréttirnar eru þær að það er lögð til smá aukning í þorski sem er ánægjulegt. Um þrjú prósent. Svo er veruleg aukning í ýsu og ufsa. Fjörtíu prósent í ýsu og þrjátíu prósent í ufsa sem er verulegt. Þannig að við erum mjög ánægð með það,“ segir Guðmundur. Þótt ráðlögð aukning í þorski sé lág í prósentum talið er aukningin 6.865 tonn sem er veruleg verðmætaaukning. Verðmætaaukningin er síðan enn meiri í ýsunni þar sem lagt er til að veiða megi rétt tæplega 58 þúsund tonn og er aukningin 40 prósent milli ára eins og áður segir og Hafrannsóknarstofnun leggur til að veiðar á ufsa verði auknar um tæp 19 þúsund tonn. Aðrir fiskstofnar hafa ekki braggast. Þannig er lagt til að veitt verði mun minna af gullkarfa en á yfirstandandi fiskveiði eða 43.600 tonn sem er 14 prósentum minna. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu 90% eða 39.240 tonn koma í hlut Íslendinga. Ráðgjöf fyrir grálúðu er óbreytt frá fyrra ári eða 24.150 tonn. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu um 13.500 tonn koma í hlut Íslendinga.Humarstofninn að hruni kominn Samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknarstofnunar hefur stofn íslensku sumargotssíldarinnar minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hafi stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki sé að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem séu að koma inn í veiðistofninn séu metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verði aflamark næsta fiskveiðiárs um 35.186 tonn, sem er 9% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Hafrannsóknarstofnun hefur sérstakar áhyggjur af lélegri nýliðun í humri. „Það er alveg rétt að við höfum þungar áhyggjur af humrinum og hver þróunin er. Við sjáum fram á lækkun á komandi árum og það hefur jafnvel verið nefnt að humarveiðar gætu stöðvast út af þessu,“ segir Guðmundur Þórðarson. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun leggur til töluverða aukningu á veiðum úr verðmætustu fiskistofnum á næsta fiskveiðiári og munar þar mestu um 40 prósenta aukningu á veiðum á ýsu. Hins vegar er lagt til að minna verði veitt af ýmsum hlýsjávartegundum og Hafrannsóknarstofnun hefur sérstakar áhyggjur af stöðu humarstofnsins. Hafrannsóknarstofnun kynnti í morgun árlega úttekt sína á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir á þriðja tug stofna, sem miðast við varúðarsjónarmið og hámarksnýtingu til lengri tíma litið. Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar segir ánægjulegt að hægt sé að leggja til auknar veiðar úr verðmætum stofnum. „Helstu fréttirnar eru þær að það er lögð til smá aukning í þorski sem er ánægjulegt. Um þrjú prósent. Svo er veruleg aukning í ýsu og ufsa. Fjörtíu prósent í ýsu og þrjátíu prósent í ufsa sem er verulegt. Þannig að við erum mjög ánægð með það,“ segir Guðmundur. Þótt ráðlögð aukning í þorski sé lág í prósentum talið er aukningin 6.865 tonn sem er veruleg verðmætaaukning. Verðmætaaukningin er síðan enn meiri í ýsunni þar sem lagt er til að veiða megi rétt tæplega 58 þúsund tonn og er aukningin 40 prósent milli ára eins og áður segir og Hafrannsóknarstofnun leggur til að veiðar á ufsa verði auknar um tæp 19 þúsund tonn. Aðrir fiskstofnar hafa ekki braggast. Þannig er lagt til að veitt verði mun minna af gullkarfa en á yfirstandandi fiskveiði eða 43.600 tonn sem er 14 prósentum minna. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu 90% eða 39.240 tonn koma í hlut Íslendinga. Ráðgjöf fyrir grálúðu er óbreytt frá fyrra ári eða 24.150 tonn. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu um 13.500 tonn koma í hlut Íslendinga.Humarstofninn að hruni kominn Samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknarstofnunar hefur stofn íslensku sumargotssíldarinnar minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hafi stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki sé að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem séu að koma inn í veiðistofninn séu metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verði aflamark næsta fiskveiðiárs um 35.186 tonn, sem er 9% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Hafrannsóknarstofnun hefur sérstakar áhyggjur af lélegri nýliðun í humri. „Það er alveg rétt að við höfum þungar áhyggjur af humrinum og hver þróunin er. Við sjáum fram á lækkun á komandi árum og það hefur jafnvel verið nefnt að humarveiðar gætu stöðvast út af þessu,“ segir Guðmundur Þórðarson.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira