Fram lenti í engum vandræðum með Hauka er liðin mættust á Laugardalsvelli í sjöundu umferð Inkasso-deildarinnar. Lokatölur 3-1.
Fyrsta markið kom skömmu fyrir hlé en það skoraði Tiago Manuel Silva Fernandes með þrumuskoti fyrir utan teig. Boltinn yfir Jökul Blængsson og 1-0.
Tiago var aftur á ferðinni er fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þriðja markið skoraði Frederico Bello Saraiva eftir laglega sókn Framara. Gunnar Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Hauka á 89. mínútu og lokatölur 3-1.
Eftir sigurinn er Fram í þriðja sæti deildarinnar með ellefu stig. Þeir eru þremur stigum á eftir HK sem er í öðru sætinu en Haukar eru í sjöunda sæti deildarinnar með tíu stig.
Á Selfossi vann Þróttur 1-0 sigur á heimamönnum en markið skoraði Ólafur Hrannar Kristjánsson eftir rúmlega klukkutíma leik. Þróttur í sjötta sætinu með tíu stig en Selfoss með sjö stig í því níunda.
Að lokum unnu nýliðar Njarðvíkur svo sinn annan sigur í Inkasso-deildinni en liðið vann 2-1 sigur á ÍR í Breiðholtnu. Magnús Þór Magnússon kom ÍR yfir en Máni Austmann jafnaði. Sigurmarkið skoraði svo Arnór Björnsson sex mínútum fyrir leikslok.
Nýliðarnir eru komnir í áttunda sæti deildarinnar með níu stig en ÍR er í veseni. Liðið er í ellefta sæti deildarinnar einungis með þrjú stig eftir einn sigur í fyrstu sjö leikjunum.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
Vandræðalaust hjá Fram | Mikilvægir sigrar hjá Njarðvík og Þrótti
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
