Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skrifstofustjóri Alþingis leyfðu hálfnakta fólkið Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júní 2018 17:41 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir gjörninginn í beinu samhengi við #MeToo-hreyfinguna og ítrekar að Alþingi eigi að vera í góðum tengslum við þjóðlífið. visir/anton brink Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skrifstofustjóri Alþingis veittu leyfi fyrir því að „hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni“, að því er fram kemur í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, um það hver hefði gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. Þá sé leyfið klæðaburði alþingismanna óviðkomandi.Sjá einnig: Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinuFyrirspurn Sigmundar Davíðs var í fimm liðum en meðal þeirra upplýsinga sem hann óskaði eftir var hvort forseti Alþingis telji notkun Demoncrazy á Alþingishúsinu til þess fallna að auka virðingu þingsins. Þá vildi hann vita hvort leyfið hafi verið til marks um það hvort vænta mætti frekari tilslakana á reglum um klæðaburð alþingismanna. Fyrirspurnina má sjá í heild hér.Í beinu samhengi við #MeToo Um leyfisveitingu fyrir myndatökunni segir í svari Steingríms að þar sem myndirnar hafi verið teknar í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins hafi formaður þingflokks flokksins, sem nú er Birgir Ármannsson, veitt leyfið. Ekki hafi þótt ástæða af hálfu forseta Alþingis til að gera athugasemdir við það. „Varðandi þann listgjörning að hópur kvenna gekk berbrjósta út úr Alþingishúsinu um aðaldyr og út í bæinn, þá var leyfi til þess veitt af skrifstofustjóra Alþingis og er það sömuleiðis athugasemdalaust af hálfu forseta,“ segir enn fremur í svari Steingríms. Þá bætir hann við að gjörningurinn sé í beinu samhengi við „þá vakingu sem konur víða um heim, og einnig á Íslandi, hafa hrundið af stað undir formerkjunum „Ég líka“ (e. MeToo).“Sigmundur Davíð bíður nú eftir svari við fyrirspurn sinni um hvort og hvers vegna leyfi hafi verið gefið fyrir myndatökunni. Þessi mynd er hluti af sýningunni Demoncrazy.Mynd/Magnús AndersenSnyrtilegum klæðaburði þingmanna óviðkomandi Í svari Steingríms kemur auk þess fram að eðlilega geti verið skiptar skoðanir um það hvort umrædd notkun á þinghúsinu sé til þess fallin að auka virðingu Alþingis. Viðhorf forseta sé hins vegar að Alþingi eigi að vera í „góðum tengslum við þjóðlífið og finna til í stormum sinnar tíðar.“ Steingrímur segir enn fremur enga afstöðu af sinni hálfu hafa verið tekna til þess boðskapar sem listamennirnir vildu koma á framfæri. Hann dragi þó engan dul á að hann líti með „velvilja og aðdáun“ á baráttu kvenna síðustu misseri. Að lokum sé listviðburðurinn „rótgrónum venjum um snyrtilegan klæðaburð þingmanna við vinnu sína“ óviðkomandi með öllu. Leyfið sé þannig ekki til marks um að vænta megi frekari tilslakana á reglum um klæðaburð Alþingismanna. Gjörningurinn hefur vakið mikla athygli en hann fór fram við Austurvöll í tilefni af opnun sýningar á Listahátíð Reykjavíkur. Borghildur Indriðadóttir, sem stendur að baki sýningunni, sagði viðbrögð Sigmundar Davíðs vera áframhald af verkinu í samtali við Vísi í dag. Alþingi MeToo Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill vita hver leyfði „hálfnakið fólk“ í Alþingishúsinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis þess efnis hver hafi gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. 11. júní 2018 16:37 Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinu Sýningin Demoncrazy hefur vakið töluvert umtal síðustu daga. 12. júní 2018 15:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skrifstofustjóri Alþingis veittu leyfi fyrir því að „hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni“, að því er fram kemur í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, um það hver hefði gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. Þá sé leyfið klæðaburði alþingismanna óviðkomandi.Sjá einnig: Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinuFyrirspurn Sigmundar Davíðs var í fimm liðum en meðal þeirra upplýsinga sem hann óskaði eftir var hvort forseti Alþingis telji notkun Demoncrazy á Alþingishúsinu til þess fallna að auka virðingu þingsins. Þá vildi hann vita hvort leyfið hafi verið til marks um það hvort vænta mætti frekari tilslakana á reglum um klæðaburð alþingismanna. Fyrirspurnina má sjá í heild hér.Í beinu samhengi við #MeToo Um leyfisveitingu fyrir myndatökunni segir í svari Steingríms að þar sem myndirnar hafi verið teknar í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins hafi formaður þingflokks flokksins, sem nú er Birgir Ármannsson, veitt leyfið. Ekki hafi þótt ástæða af hálfu forseta Alþingis til að gera athugasemdir við það. „Varðandi þann listgjörning að hópur kvenna gekk berbrjósta út úr Alþingishúsinu um aðaldyr og út í bæinn, þá var leyfi til þess veitt af skrifstofustjóra Alþingis og er það sömuleiðis athugasemdalaust af hálfu forseta,“ segir enn fremur í svari Steingríms. Þá bætir hann við að gjörningurinn sé í beinu samhengi við „þá vakingu sem konur víða um heim, og einnig á Íslandi, hafa hrundið af stað undir formerkjunum „Ég líka“ (e. MeToo).“Sigmundur Davíð bíður nú eftir svari við fyrirspurn sinni um hvort og hvers vegna leyfi hafi verið gefið fyrir myndatökunni. Þessi mynd er hluti af sýningunni Demoncrazy.Mynd/Magnús AndersenSnyrtilegum klæðaburði þingmanna óviðkomandi Í svari Steingríms kemur auk þess fram að eðlilega geti verið skiptar skoðanir um það hvort umrædd notkun á þinghúsinu sé til þess fallin að auka virðingu Alþingis. Viðhorf forseta sé hins vegar að Alþingi eigi að vera í „góðum tengslum við þjóðlífið og finna til í stormum sinnar tíðar.“ Steingrímur segir enn fremur enga afstöðu af sinni hálfu hafa verið tekna til þess boðskapar sem listamennirnir vildu koma á framfæri. Hann dragi þó engan dul á að hann líti með „velvilja og aðdáun“ á baráttu kvenna síðustu misseri. Að lokum sé listviðburðurinn „rótgrónum venjum um snyrtilegan klæðaburð þingmanna við vinnu sína“ óviðkomandi með öllu. Leyfið sé þannig ekki til marks um að vænta megi frekari tilslakana á reglum um klæðaburð Alþingismanna. Gjörningurinn hefur vakið mikla athygli en hann fór fram við Austurvöll í tilefni af opnun sýningar á Listahátíð Reykjavíkur. Borghildur Indriðadóttir, sem stendur að baki sýningunni, sagði viðbrögð Sigmundar Davíðs vera áframhald af verkinu í samtali við Vísi í dag.
Alþingi MeToo Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill vita hver leyfði „hálfnakið fólk“ í Alþingishúsinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis þess efnis hver hafi gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. 11. júní 2018 16:37 Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinu Sýningin Demoncrazy hefur vakið töluvert umtal síðustu daga. 12. júní 2018 15:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Sjá meira
Sigmundur Davíð vill vita hver leyfði „hálfnakið fólk“ í Alþingishúsinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis þess efnis hver hafi gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. 11. júní 2018 16:37
Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinu Sýningin Demoncrazy hefur vakið töluvert umtal síðustu daga. 12. júní 2018 15:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent