Andar köldu milli Bandaríkjanna og Kanada eftir G7 ráðstefnuna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. júní 2018 06:00 Stjórnarráð Þýskalands birti þessa mynd af fundinum en hún þykir ramma stemninguna ágætlega inn. Vísir/Getty Það kastaðist í kekki milli leiðtoga Bandaríkjanna og Kanada að loknum fundi G7 ríkjanna í Kanada um helgina. Einn viðskiptaráðgjafa Bandaríkjaforseta lét hafa eftir sér að það væri „sérstakur staður í helvíti“ fyrir Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Þetta var 44. fundur G7 ríkjanna en hópurinn samanstendur af Kanada, Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan og Bretlandi. Rússar voru meðlimir hópsins til ársins 2014 en var úthýst í kjölfar framgöngu þeirra á Krímskaganum. ESB hefur einnig átt seturétt á fundum hópsins. Fundurinn nú fór fram 8.-9. júní en hann hefur verið kallaður G6+1 vegna afstöðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn var einangraður á fundinum og endaði á því að yfirgefa hann á undan leiðtogum annarra ríkja. Neitaði forsetinn meðal annars að rita undir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna um að þau myndu vinna í sameiningu að því að draga úr viðskiptahindrunum og verndarstefnu eigin framleiðslu í formi tolla. Sem frægt er hafa Bandaríkin boðað hækkaða tolla á innflutt ál og stál. Ríki heimsins hafa svarað í sömu mynt og er deilan harðvítug. Hækkunin af hálfu Bandaríkjanna tók gildi þann 1. júní síðastliðinn og hafa ríki heimsins boðað gagnaðgerðir sem myndu taka gildi um næstu mánaðamót.Auðmjúkur og mildur „Ég tjáði forsetanum að við myndum svara hækkuninni með gagnaðgerðum þann 1. júlí. Hann tjáði mér á móti að hann teldi það mistök. Ég er sammála því að það er ekki eitthvað sem við viljum gera. Við viljum ekki skaða bandaríska verkamenn eða viðskiptasambandið milli Kanada og Bandaríkjanna. En ólögmætum hækkunum stjórnar Trumps verður að svara,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi. Venju samkvæmt stökk Trump á Twitter til svara. Sagði hann að Trudeau hefði verið „auðmjúkur og mildur“ á fundi þeirra. Yfirlýsing hans í kjölfar ráðstefnunnar hafi hins vegar verið „óheiðarleg og aum“. Tollahækkanir Bandaríkjanna væru andsvar þeirra við 270 prósenta tolli sem Kanada hefur lagt á innfluttar mjólkurafurðir. Fulltrúar stjórnar Trudeau sögðu á móti að ekkert hefði verið í yfirlýsingu hans sem ekki kom fram á fundi hans með forsetanum. „[Trudeau] stakk okkur í bakið,“ sagði Larry Kudlow, formaður bandaríska þjóðhagsráðsins, um yfirlýsinguna. Peter Navarro, einn efnahagsráðgjafa Trumps, gekk lengra og fullyrti að það væri „sérstakur staður í helvíti“ fyrir menn sem gengju á bak orða sinna með þessum hætti. Tók hann undir orð forsetans um að Trudeau væri „óheiðarlegur og aumur“. Bæði Þýskaland og Frakkland hafa lýst yfir undrun sinni á málinu og fordæmt framgöngu Bandaríkjanna. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Tengdar fréttir Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26 Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Það kastaðist í kekki milli leiðtoga Bandaríkjanna og Kanada að loknum fundi G7 ríkjanna í Kanada um helgina. Einn viðskiptaráðgjafa Bandaríkjaforseta lét hafa eftir sér að það væri „sérstakur staður í helvíti“ fyrir Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Þetta var 44. fundur G7 ríkjanna en hópurinn samanstendur af Kanada, Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan og Bretlandi. Rússar voru meðlimir hópsins til ársins 2014 en var úthýst í kjölfar framgöngu þeirra á Krímskaganum. ESB hefur einnig átt seturétt á fundum hópsins. Fundurinn nú fór fram 8.-9. júní en hann hefur verið kallaður G6+1 vegna afstöðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn var einangraður á fundinum og endaði á því að yfirgefa hann á undan leiðtogum annarra ríkja. Neitaði forsetinn meðal annars að rita undir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna um að þau myndu vinna í sameiningu að því að draga úr viðskiptahindrunum og verndarstefnu eigin framleiðslu í formi tolla. Sem frægt er hafa Bandaríkin boðað hækkaða tolla á innflutt ál og stál. Ríki heimsins hafa svarað í sömu mynt og er deilan harðvítug. Hækkunin af hálfu Bandaríkjanna tók gildi þann 1. júní síðastliðinn og hafa ríki heimsins boðað gagnaðgerðir sem myndu taka gildi um næstu mánaðamót.Auðmjúkur og mildur „Ég tjáði forsetanum að við myndum svara hækkuninni með gagnaðgerðum þann 1. júlí. Hann tjáði mér á móti að hann teldi það mistök. Ég er sammála því að það er ekki eitthvað sem við viljum gera. Við viljum ekki skaða bandaríska verkamenn eða viðskiptasambandið milli Kanada og Bandaríkjanna. En ólögmætum hækkunum stjórnar Trumps verður að svara,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi. Venju samkvæmt stökk Trump á Twitter til svara. Sagði hann að Trudeau hefði verið „auðmjúkur og mildur“ á fundi þeirra. Yfirlýsing hans í kjölfar ráðstefnunnar hafi hins vegar verið „óheiðarleg og aum“. Tollahækkanir Bandaríkjanna væru andsvar þeirra við 270 prósenta tolli sem Kanada hefur lagt á innfluttar mjólkurafurðir. Fulltrúar stjórnar Trudeau sögðu á móti að ekkert hefði verið í yfirlýsingu hans sem ekki kom fram á fundi hans með forsetanum. „[Trudeau] stakk okkur í bakið,“ sagði Larry Kudlow, formaður bandaríska þjóðhagsráðsins, um yfirlýsinguna. Peter Navarro, einn efnahagsráðgjafa Trumps, gekk lengra og fullyrti að það væri „sérstakur staður í helvíti“ fyrir menn sem gengju á bak orða sinna með þessum hætti. Tók hann undir orð forsetans um að Trudeau væri „óheiðarlegur og aumur“. Bæði Þýskaland og Frakkland hafa lýst yfir undrun sinni á málinu og fordæmt framgöngu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Tengdar fréttir Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26 Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26
Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37
Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent