Erlent

Sturgeon styður Ísland á HM

Andri Eysteinsson skrifar
Nýjasti stuðningsmaður íslenska landsliðsins, Nicola Sturgeon, líklega í miðju Víkingaklappi.
Nýjasti stuðningsmaður íslenska landsliðsins, Nicola Sturgeon, líklega í miðju Víkingaklappi. Vísir/EPA
Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands, segist ætla að styðja íslenska landsliðið frekar en það enska á komandi heimsmeistaramóti í knattspyrnu, sem hefst 14.júní.

Telegraph greinir frá því að Sturgeon hafi ákveðið að styðja Ísland eftir að hún dró liðið úr hatti í leik í ráðuneyti sínu.

Sturgeon óskaði Englandi þó góðs gengis í mótinu og sagði að ef England ynni mótið, myndu Englendingar vonandi hætta að tala um mótið 1966. 

Sturgeon getur ekki stutt heimaþjóð sína Skota á komandi móti, en Skotar hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla síðan 1998. Það ár lék liðið á Heimsmeistaramótinu sem var haldið í Frakklandi, þar féll liðið úr leik í riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×