Brot Þórðar kveikti í Stjörnunni: „Mér fannst þetta rautt,“ sagði Rúnar Páll Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. júní 2018 19:36 Rúnar Páll. vísir/eyþór Stjarnan vann stórsigur á Fjölni í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Stjörnumenn skoruðu fjögur mörk á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik og urðu lokatölur í Garðabæ 6-1. „Menn komu vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn. Við fórum aðeins yfir hlutina og svo tók Jón (Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari) smá æsing inn í klefa og við peppuðumst upp við það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn þegar hann var beðinn um útskýringar á hvað hafi átt sér stað í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta var hrikalega gott, við byrjuðum seinni hálfleikinn hrikalega vel og ég man ekki eftir svona mörgum mörkum í byrjun seinni, það er bara mjög jákvætt.“ „Við kaffærðum þá svolítið hérna í byrjun seinni hálfleiks og kláruðum leikinn þá. Það var hrikalega öflugt, þeir fengu ekkert andrými Fjölnismenn.“ Yfirburðir Stjörnunnar í upphafi seinni hálfleiks komu nokkuð á óvart þar sem leikurinn var frekar jafn í þeim fyrri. Rúnar sagði brot Þórðar Ingasonar, markmanns Fjölnis, á Þorsteini Má Ragnarssyni undir lok fyrri hálfleiks hafa kveikt í sínum mönnum. „Menn voru súrir yfir því að fá ekki rautt spjald á markmanninn í lok fyrri hálfleiks, menn voru ekkert sérlega ánægðir þegar þeir komu inn í klefa og voru staðráðnir í því að koma tvíefldir til leiks í seinni hálfleiks og gerðu það svo sannarlega.“ Fannst Rúnari Þórður hafa átt að fá rautt spjald? „Já,“ sagði hann hikandi. „Reglurnar segja að ef boltinn fari ekki í átt að markinu, eitthvað svona, en mér fannst þetta vera rautt. Það þýðir samt ekki að það sé endilega rétt.“ Undanfarið hefur verið rætt um að einhver bölvun liggi á Stjörnumönnum í júnímánuði þar sem stigasöfnun gekk mjög illa í þessum mánuði síðustu tímabil. Í fyrstu tveimur leikjum júnímánaðar þetta árið er Stjarnan með fullt hús stiga. „Það byrjar vel og það er mjög jákvætt fyrir okkur. Við þurfum að halda þessu áfram, það er leikur á fimmtudaginn og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir hann,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fjölnir 6-1 | Stjarnan valtaði yfir Fjölni Stjarnan burstaði Fjölni á heimavelli sínum í Garðabæ þegar liðin mættust í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Sjö mörk voru skoruð í leiknum sem fór 6-1 fyrir Stjörnunni. 10. júní 2018 19:45 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Sjá meira
Stjarnan vann stórsigur á Fjölni í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Stjörnumenn skoruðu fjögur mörk á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik og urðu lokatölur í Garðabæ 6-1. „Menn komu vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn. Við fórum aðeins yfir hlutina og svo tók Jón (Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari) smá æsing inn í klefa og við peppuðumst upp við það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn þegar hann var beðinn um útskýringar á hvað hafi átt sér stað í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta var hrikalega gott, við byrjuðum seinni hálfleikinn hrikalega vel og ég man ekki eftir svona mörgum mörkum í byrjun seinni, það er bara mjög jákvætt.“ „Við kaffærðum þá svolítið hérna í byrjun seinni hálfleiks og kláruðum leikinn þá. Það var hrikalega öflugt, þeir fengu ekkert andrými Fjölnismenn.“ Yfirburðir Stjörnunnar í upphafi seinni hálfleiks komu nokkuð á óvart þar sem leikurinn var frekar jafn í þeim fyrri. Rúnar sagði brot Þórðar Ingasonar, markmanns Fjölnis, á Þorsteini Má Ragnarssyni undir lok fyrri hálfleiks hafa kveikt í sínum mönnum. „Menn voru súrir yfir því að fá ekki rautt spjald á markmanninn í lok fyrri hálfleiks, menn voru ekkert sérlega ánægðir þegar þeir komu inn í klefa og voru staðráðnir í því að koma tvíefldir til leiks í seinni hálfleiks og gerðu það svo sannarlega.“ Fannst Rúnari Þórður hafa átt að fá rautt spjald? „Já,“ sagði hann hikandi. „Reglurnar segja að ef boltinn fari ekki í átt að markinu, eitthvað svona, en mér fannst þetta vera rautt. Það þýðir samt ekki að það sé endilega rétt.“ Undanfarið hefur verið rætt um að einhver bölvun liggi á Stjörnumönnum í júnímánuði þar sem stigasöfnun gekk mjög illa í þessum mánuði síðustu tímabil. Í fyrstu tveimur leikjum júnímánaðar þetta árið er Stjarnan með fullt hús stiga. „Það byrjar vel og það er mjög jákvætt fyrir okkur. Við þurfum að halda þessu áfram, það er leikur á fimmtudaginn og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir hann,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fjölnir 6-1 | Stjarnan valtaði yfir Fjölni Stjarnan burstaði Fjölni á heimavelli sínum í Garðabæ þegar liðin mættust í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Sjö mörk voru skoruð í leiknum sem fór 6-1 fyrir Stjörnunni. 10. júní 2018 19:45 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Fjölnir 6-1 | Stjarnan valtaði yfir Fjölni Stjarnan burstaði Fjölni á heimavelli sínum í Garðabæ þegar liðin mættust í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Sjö mörk voru skoruð í leiknum sem fór 6-1 fyrir Stjörnunni. 10. júní 2018 19:45