Stjarnan áfram eftir vítaspyrnukeppni á Selfossi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. júní 2018 21:52 Katrín Ásbjörnsdóttir og félagar hennar í Stjörnuliðinu komust áfram í undanúrslit bikarsins Vísir/Eyjólfur Garðarsson Vítaspyrnukeppni þurfti til að fá úrslit í viðureign Selfoss og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Stjarnan hafði þar betur og spilar til undanúrslita í bikarnum en Selfoss er úr leik. Eftir þokkalega tíðindalítinn fyrri hálfleik átti heldur betur eftir að draga til tíðinda í þeim seinni. Fyrsta markið kom frá markadrottningunni Hörpu Þorsteinsdóttur á 53. mínútu eftir frábæra sendingu frá Láru Kristínu Pedersen. Heimakonur voru hins vegar búnar að jafna innan tíu mínútna. Kristín Rut Antonsdóttir skoraði eftir fyrirgjöf frá Karitas Tómasdóttur. Augnabliki síðar veifaði Gunnar Oddur Hafliðason rauða spjaldinu og dæmdi Stjörnunni vítaspyrnu. Markmaður Selfyssinga Caitlyn Alyssa Clem fékk rautt spjald og inn kom varamarkvörðurinn Emma Mary Higgins. Katrín Ásbjörnsdóttir steig á vítapunktinn en Emma varði frá henni. Bæði lið fengu færi til þess að skora sigurmarkið en það kom ekki og grípa þurfti til framlengingar. Framlengingin var nokkkuð róleg framan af en Magdalena Anna Reimus virtist hafa skotið Selfyssingum áfram í undanúrslitin þegar hún skoraði á 101. mínútu eftir fyrirgjöf og aftur var það Karitas sem setti boltann fyrir markið. Stjarnan sótti stíft að marki Selfyssinga og uppskar loks þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af framlengingunni. Harpa með sitt annað mark eftir undirbúning uppalda Selfyssingsins Guðmundu Brynju Óladóttur og vítaspyrnukeppni fram undan. Heimakonur áttu fyrstu spyrnuna en Allyson Haran misnotaði hana. Guðmunda fór næst á punktinn gegn sínum gömlu félögum og skoraði. Næstu átta spyrnur rötuðu allar á réttan stað í marknetið og Stjarnan stóð því uppi sem sigurvegari og fer áfram í undanúrslit. Fyrr í kvöld höfðu Valur og Fylkir komist í undanúrslitin. Lokaleikur 8-liða úrslitanna er svo viðureign ÍR og Breiðabliks á morgun. Upplýsingar um markaskorara og úrslit eru fengnar frá Fótbolta.net. Íslenski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Vítaspyrnukeppni þurfti til að fá úrslit í viðureign Selfoss og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Stjarnan hafði þar betur og spilar til undanúrslita í bikarnum en Selfoss er úr leik. Eftir þokkalega tíðindalítinn fyrri hálfleik átti heldur betur eftir að draga til tíðinda í þeim seinni. Fyrsta markið kom frá markadrottningunni Hörpu Þorsteinsdóttur á 53. mínútu eftir frábæra sendingu frá Láru Kristínu Pedersen. Heimakonur voru hins vegar búnar að jafna innan tíu mínútna. Kristín Rut Antonsdóttir skoraði eftir fyrirgjöf frá Karitas Tómasdóttur. Augnabliki síðar veifaði Gunnar Oddur Hafliðason rauða spjaldinu og dæmdi Stjörnunni vítaspyrnu. Markmaður Selfyssinga Caitlyn Alyssa Clem fékk rautt spjald og inn kom varamarkvörðurinn Emma Mary Higgins. Katrín Ásbjörnsdóttir steig á vítapunktinn en Emma varði frá henni. Bæði lið fengu færi til þess að skora sigurmarkið en það kom ekki og grípa þurfti til framlengingar. Framlengingin var nokkkuð róleg framan af en Magdalena Anna Reimus virtist hafa skotið Selfyssingum áfram í undanúrslitin þegar hún skoraði á 101. mínútu eftir fyrirgjöf og aftur var það Karitas sem setti boltann fyrir markið. Stjarnan sótti stíft að marki Selfyssinga og uppskar loks þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af framlengingunni. Harpa með sitt annað mark eftir undirbúning uppalda Selfyssingsins Guðmundu Brynju Óladóttur og vítaspyrnukeppni fram undan. Heimakonur áttu fyrstu spyrnuna en Allyson Haran misnotaði hana. Guðmunda fór næst á punktinn gegn sínum gömlu félögum og skoraði. Næstu átta spyrnur rötuðu allar á réttan stað í marknetið og Stjarnan stóð því uppi sem sigurvegari og fer áfram í undanúrslit. Fyrr í kvöld höfðu Valur og Fylkir komist í undanúrslitin. Lokaleikur 8-liða úrslitanna er svo viðureign ÍR og Breiðabliks á morgun. Upplýsingar um markaskorara og úrslit eru fengnar frá Fótbolta.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira