Stjarnan áfram eftir vítaspyrnukeppni á Selfossi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. júní 2018 21:52 Katrín Ásbjörnsdóttir og félagar hennar í Stjörnuliðinu komust áfram í undanúrslit bikarsins Vísir/Eyjólfur Garðarsson Vítaspyrnukeppni þurfti til að fá úrslit í viðureign Selfoss og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Stjarnan hafði þar betur og spilar til undanúrslita í bikarnum en Selfoss er úr leik. Eftir þokkalega tíðindalítinn fyrri hálfleik átti heldur betur eftir að draga til tíðinda í þeim seinni. Fyrsta markið kom frá markadrottningunni Hörpu Þorsteinsdóttur á 53. mínútu eftir frábæra sendingu frá Láru Kristínu Pedersen. Heimakonur voru hins vegar búnar að jafna innan tíu mínútna. Kristín Rut Antonsdóttir skoraði eftir fyrirgjöf frá Karitas Tómasdóttur. Augnabliki síðar veifaði Gunnar Oddur Hafliðason rauða spjaldinu og dæmdi Stjörnunni vítaspyrnu. Markmaður Selfyssinga Caitlyn Alyssa Clem fékk rautt spjald og inn kom varamarkvörðurinn Emma Mary Higgins. Katrín Ásbjörnsdóttir steig á vítapunktinn en Emma varði frá henni. Bæði lið fengu færi til þess að skora sigurmarkið en það kom ekki og grípa þurfti til framlengingar. Framlengingin var nokkkuð róleg framan af en Magdalena Anna Reimus virtist hafa skotið Selfyssingum áfram í undanúrslitin þegar hún skoraði á 101. mínútu eftir fyrirgjöf og aftur var það Karitas sem setti boltann fyrir markið. Stjarnan sótti stíft að marki Selfyssinga og uppskar loks þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af framlengingunni. Harpa með sitt annað mark eftir undirbúning uppalda Selfyssingsins Guðmundu Brynju Óladóttur og vítaspyrnukeppni fram undan. Heimakonur áttu fyrstu spyrnuna en Allyson Haran misnotaði hana. Guðmunda fór næst á punktinn gegn sínum gömlu félögum og skoraði. Næstu átta spyrnur rötuðu allar á réttan stað í marknetið og Stjarnan stóð því uppi sem sigurvegari og fer áfram í undanúrslit. Fyrr í kvöld höfðu Valur og Fylkir komist í undanúrslitin. Lokaleikur 8-liða úrslitanna er svo viðureign ÍR og Breiðabliks á morgun. Upplýsingar um markaskorara og úrslit eru fengnar frá Fótbolta.net. Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Vítaspyrnukeppni þurfti til að fá úrslit í viðureign Selfoss og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Stjarnan hafði þar betur og spilar til undanúrslita í bikarnum en Selfoss er úr leik. Eftir þokkalega tíðindalítinn fyrri hálfleik átti heldur betur eftir að draga til tíðinda í þeim seinni. Fyrsta markið kom frá markadrottningunni Hörpu Þorsteinsdóttur á 53. mínútu eftir frábæra sendingu frá Láru Kristínu Pedersen. Heimakonur voru hins vegar búnar að jafna innan tíu mínútna. Kristín Rut Antonsdóttir skoraði eftir fyrirgjöf frá Karitas Tómasdóttur. Augnabliki síðar veifaði Gunnar Oddur Hafliðason rauða spjaldinu og dæmdi Stjörnunni vítaspyrnu. Markmaður Selfyssinga Caitlyn Alyssa Clem fékk rautt spjald og inn kom varamarkvörðurinn Emma Mary Higgins. Katrín Ásbjörnsdóttir steig á vítapunktinn en Emma varði frá henni. Bæði lið fengu færi til þess að skora sigurmarkið en það kom ekki og grípa þurfti til framlengingar. Framlengingin var nokkkuð róleg framan af en Magdalena Anna Reimus virtist hafa skotið Selfyssingum áfram í undanúrslitin þegar hún skoraði á 101. mínútu eftir fyrirgjöf og aftur var það Karitas sem setti boltann fyrir markið. Stjarnan sótti stíft að marki Selfyssinga og uppskar loks þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af framlengingunni. Harpa með sitt annað mark eftir undirbúning uppalda Selfyssingsins Guðmundu Brynju Óladóttur og vítaspyrnukeppni fram undan. Heimakonur áttu fyrstu spyrnuna en Allyson Haran misnotaði hana. Guðmunda fór næst á punktinn gegn sínum gömlu félögum og skoraði. Næstu átta spyrnur rötuðu allar á réttan stað í marknetið og Stjarnan stóð því uppi sem sigurvegari og fer áfram í undanúrslit. Fyrr í kvöld höfðu Valur og Fylkir komist í undanúrslitin. Lokaleikur 8-liða úrslitanna er svo viðureign ÍR og Breiðabliks á morgun. Upplýsingar um markaskorara og úrslit eru fengnar frá Fótbolta.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira