Reknir fyrir rasískar þakkir Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2018 07:38 Fagnaðarlætin þóttu óviðeigandi. Twitter Tveir þáttastjórnendur bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Telemundo hafa verið reknir eftir rasísk fagnaðarlæti. Mennirnir, sem ættaðir eru frá Mexíkó, ærðust úr gleði þegar Suður-Kórea lagði Þýskaland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sigurinn varð til þess að mexíkóska landsliðið komst upp úr riðlinum og inn í 16-liða úrslitin.Sjá einnig: Svona líta 16-liða úrslitin út Í fagnaðarlátunum, sem fram fóru í beinni sjónvarpsútsendingu, hermdu mennirnir eftir skásettum augum - sem túlkað hefur verið sem vísun í suður-kóresku landsliðsmennina. Fjölmargir áhangendur mexíkóska liðsins gerðu slíkt hið sama og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum.@Telemundo, don't let your host make racist gestures on the air. Thanks!@UnNuevoDia#MundialTelemundo pic.twitter.com/01lCzOULvP— Jimmy Sanchez (@JimmyJam99) June 27, 2018 Aðrir netverjar voru ekki jafn kátir með uppátækið, sem þeir segja einkennast af kynþáttafordómum. Suður-Kóreumenn voru margir hverjir mjög vonsviknir. „Þeir segjast elska okkur og að við séum bræður, hvers vegna eru þeir þá að gera þetta?“ spurði einn suður-kóreskur netverji sig eftir að myndir af mexíkóskum stuðningsmönnum fóru að hrúgast inn á samfélagsmiðla. Telemundo sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem segir að aðstandendur stöðvarinnar hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með þáttastjórnendurna. „Fyrirtækið okkar tekur allir svona hegðun mjög alvarlega enda gengur hún í berhögg við allt það sem fyrirtækið stendur fyrir,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Þáttastjórnendurnir hafa báðir beðist afsökunar og viðurkennd að fagnaðarlæti þeirra hafi verið óviðeigandi.Mexican Companion, please, if you are going to show gratitude to the Korean team, do it with respect, do not upload photos doing this, as it is considered racist.An apology for this behavior, not all Mexicans are like that.#GraciasCorea #respeto #felicidades #corea pic.twitter.com/kJehz1a92R— Milo (@Marshal014) June 28, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svíar rúlluðu upp Mexíkó en bæði liðin fara í sextán liða úrslitin Svíar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi með stórkostlegri frammistöðu og 3-0 sigri á Mexíkó í leik sem þeir urðu að vinna. 27. júní 2018 15:45 Svona líta 16-liða úrslitin út Nú er riðlakeppninni á HM í Rússlandi lokið, en síðustu leikir hennar fóru fram í kvöld. Það er því orðið ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum. 28. júní 2018 21:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Tveir þáttastjórnendur bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Telemundo hafa verið reknir eftir rasísk fagnaðarlæti. Mennirnir, sem ættaðir eru frá Mexíkó, ærðust úr gleði þegar Suður-Kórea lagði Þýskaland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sigurinn varð til þess að mexíkóska landsliðið komst upp úr riðlinum og inn í 16-liða úrslitin.Sjá einnig: Svona líta 16-liða úrslitin út Í fagnaðarlátunum, sem fram fóru í beinni sjónvarpsútsendingu, hermdu mennirnir eftir skásettum augum - sem túlkað hefur verið sem vísun í suður-kóresku landsliðsmennina. Fjölmargir áhangendur mexíkóska liðsins gerðu slíkt hið sama og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum.@Telemundo, don't let your host make racist gestures on the air. Thanks!@UnNuevoDia#MundialTelemundo pic.twitter.com/01lCzOULvP— Jimmy Sanchez (@JimmyJam99) June 27, 2018 Aðrir netverjar voru ekki jafn kátir með uppátækið, sem þeir segja einkennast af kynþáttafordómum. Suður-Kóreumenn voru margir hverjir mjög vonsviknir. „Þeir segjast elska okkur og að við séum bræður, hvers vegna eru þeir þá að gera þetta?“ spurði einn suður-kóreskur netverji sig eftir að myndir af mexíkóskum stuðningsmönnum fóru að hrúgast inn á samfélagsmiðla. Telemundo sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem segir að aðstandendur stöðvarinnar hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með þáttastjórnendurna. „Fyrirtækið okkar tekur allir svona hegðun mjög alvarlega enda gengur hún í berhögg við allt það sem fyrirtækið stendur fyrir,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Þáttastjórnendurnir hafa báðir beðist afsökunar og viðurkennd að fagnaðarlæti þeirra hafi verið óviðeigandi.Mexican Companion, please, if you are going to show gratitude to the Korean team, do it with respect, do not upload photos doing this, as it is considered racist.An apology for this behavior, not all Mexicans are like that.#GraciasCorea #respeto #felicidades #corea pic.twitter.com/kJehz1a92R— Milo (@Marshal014) June 28, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svíar rúlluðu upp Mexíkó en bæði liðin fara í sextán liða úrslitin Svíar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi með stórkostlegri frammistöðu og 3-0 sigri á Mexíkó í leik sem þeir urðu að vinna. 27. júní 2018 15:45 Svona líta 16-liða úrslitin út Nú er riðlakeppninni á HM í Rússlandi lokið, en síðustu leikir hennar fóru fram í kvöld. Það er því orðið ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum. 28. júní 2018 21:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Svíar rúlluðu upp Mexíkó en bæði liðin fara í sextán liða úrslitin Svíar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi með stórkostlegri frammistöðu og 3-0 sigri á Mexíkó í leik sem þeir urðu að vinna. 27. júní 2018 15:45
Svona líta 16-liða úrslitin út Nú er riðlakeppninni á HM í Rússlandi lokið, en síðustu leikir hennar fóru fram í kvöld. Það er því orðið ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum. 28. júní 2018 21:30