Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. júní 2018 18:45 „Evrópa stendur frammi fyrir fjölmörgum vandamálum en flóttamannavandinn gæti verið úrslitaatriði fyrir Evrópusambandið“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu fyrir þýska sambandsþinginu í dag. „Annað hvort ráðum við við vandann og Afríkuþjóðir sjá að við trúum enn á góð gildi og fjölþjóðlegt samstarf, ekki einhliða ákvarðanir, eða að fólk missir trú á þeim sameiginlegu gildum sem hafa gert okkur sterk.“Seehofer hefur gefið Merkel frest fram á sunnudag.Með ræðu sinni ítrekaði hún frjálslynda afstöðu sína í garð flóttamannavandans og nauðsyn þess að Evrópusambandið leysi vandann í sameiningu. Að ræðunni lokinni flaug hún til Brussel á tveggja daga leiðtogafund sambandsins þar sem flóttamannamálin eru efst á baugi. Að mati Merkel er um að ræða ögurstund fyrir Evrópusambandið en það er ekki síður úrslitastund fyrir ríkisstjórn Þýskalands. Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, og formaður Kristilega Þjóðarbandalagsins í Bæjaralandi, systurflokks Kristilegra Demókrata flokks Merkel, hefur gefið kanslaranum frest til 1. júlí til að finna viðunandi lausn á flóttamannavandanum annars mun hann herða landamæraeftirlit á suðurlandamærum Þýskalands. Merkel er andsnúin því að herða landamæragæslu og hafa stjórnmálaskýrendur sagt að muni Seehofer láta verða af hótunum sínum verði hann líklega rekinn úr ríkisstjórninni. Það myndi vafalaust þýða brotthvarf bæverska flokksins og fall ríkisstjórnarinnar. Leiðtogafundurinn er þá uppgjör á milli harðlínu-hægriafla í Evrópusambandinu og frjálslyndra Evrópusinna. Þeir leiðtogar sem ræddu við fjölmiðla í upphafi fundar voru sammála um að nauðsynlegt væri að finna skjóta lausn á vandanum en ekki er einhugur um nálgun.Orbán ræðir við Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í upphafi fundar.„Við stöndum frammi fyrir einföldum valkosti,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti. „Viljum við lausnir á vegum þjóðríkjanna eða trúum við á evrópskar lausnir og samvinnu? Fyrir mína parta mun ég verja evrópskar lausnir og samvinnu á vettvangi Evrópusambandsins og Schengen.“ Giueseppe Conte, nýr forsætisráðherra Ítalíu, sótti sinn fyrsta leiðtogaráðsfund. „Dagurinn í dag er afar mikilvægur,“ sagði hann. „Við vonum að orð verði að aðgerðum. Þolinmæði Ítalíu er á þrotum gagnvart orðum og yfirlýsingum, við þurfum beinar aðgerðir.“ Ný ríkisstjórn Ítalíu samanstendur af flokkum sem hafa verið einkar fjandsamlegir í garð flóttamanna. Ítalir telja að önnur ríki Evrópu hafi ekki lagt sitt af mörkum við að taka á móti hælisleitendum. Sebastian Kurz Austurríkiskanslari hefur þá talað fyrir því að athygli Evrópuríkja eigi að beinast að ytri landamærum sambandsins en ekki innri landamærum á milli aðildarríkja. Hann er andvígur því að landamæragæsla á suðurlandamærum Þýskalands verði hert. Victor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, er sá leiðtogi sem hefur staðsett sig fjærst Merkel í þessum efnum. „Við verðum að hlusta á hvað fólkið vill,“ sagði Orbán við fjölmiðlafólk. „Fólkið kallar á eftir tvennu. Í fyrsta lagi að við hleypum ekki fleira fólki inn. Í öðru lagi að við rekum þá sem eru hér fyrir á brott. Ef við ætlum að endurreisa evrópskt lýðræði þurfum við að stefna í þá átt.“ Ungverjaland Þýskaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Merkel stendur á brauðfótum vegna ósættis um hælisleitendur Hætta er á að meirihluti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í ríkisstjórn landsins falli vegna ósættis innan stjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. 14. júní 2018 23:51 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
„Evrópa stendur frammi fyrir fjölmörgum vandamálum en flóttamannavandinn gæti verið úrslitaatriði fyrir Evrópusambandið“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu fyrir þýska sambandsþinginu í dag. „Annað hvort ráðum við við vandann og Afríkuþjóðir sjá að við trúum enn á góð gildi og fjölþjóðlegt samstarf, ekki einhliða ákvarðanir, eða að fólk missir trú á þeim sameiginlegu gildum sem hafa gert okkur sterk.“Seehofer hefur gefið Merkel frest fram á sunnudag.Með ræðu sinni ítrekaði hún frjálslynda afstöðu sína í garð flóttamannavandans og nauðsyn þess að Evrópusambandið leysi vandann í sameiningu. Að ræðunni lokinni flaug hún til Brussel á tveggja daga leiðtogafund sambandsins þar sem flóttamannamálin eru efst á baugi. Að mati Merkel er um að ræða ögurstund fyrir Evrópusambandið en það er ekki síður úrslitastund fyrir ríkisstjórn Þýskalands. Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, og formaður Kristilega Þjóðarbandalagsins í Bæjaralandi, systurflokks Kristilegra Demókrata flokks Merkel, hefur gefið kanslaranum frest til 1. júlí til að finna viðunandi lausn á flóttamannavandanum annars mun hann herða landamæraeftirlit á suðurlandamærum Þýskalands. Merkel er andsnúin því að herða landamæragæslu og hafa stjórnmálaskýrendur sagt að muni Seehofer láta verða af hótunum sínum verði hann líklega rekinn úr ríkisstjórninni. Það myndi vafalaust þýða brotthvarf bæverska flokksins og fall ríkisstjórnarinnar. Leiðtogafundurinn er þá uppgjör á milli harðlínu-hægriafla í Evrópusambandinu og frjálslyndra Evrópusinna. Þeir leiðtogar sem ræddu við fjölmiðla í upphafi fundar voru sammála um að nauðsynlegt væri að finna skjóta lausn á vandanum en ekki er einhugur um nálgun.Orbán ræðir við Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í upphafi fundar.„Við stöndum frammi fyrir einföldum valkosti,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti. „Viljum við lausnir á vegum þjóðríkjanna eða trúum við á evrópskar lausnir og samvinnu? Fyrir mína parta mun ég verja evrópskar lausnir og samvinnu á vettvangi Evrópusambandsins og Schengen.“ Giueseppe Conte, nýr forsætisráðherra Ítalíu, sótti sinn fyrsta leiðtogaráðsfund. „Dagurinn í dag er afar mikilvægur,“ sagði hann. „Við vonum að orð verði að aðgerðum. Þolinmæði Ítalíu er á þrotum gagnvart orðum og yfirlýsingum, við þurfum beinar aðgerðir.“ Ný ríkisstjórn Ítalíu samanstendur af flokkum sem hafa verið einkar fjandsamlegir í garð flóttamanna. Ítalir telja að önnur ríki Evrópu hafi ekki lagt sitt af mörkum við að taka á móti hælisleitendum. Sebastian Kurz Austurríkiskanslari hefur þá talað fyrir því að athygli Evrópuríkja eigi að beinast að ytri landamærum sambandsins en ekki innri landamærum á milli aðildarríkja. Hann er andvígur því að landamæragæsla á suðurlandamærum Þýskalands verði hert. Victor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, er sá leiðtogi sem hefur staðsett sig fjærst Merkel í þessum efnum. „Við verðum að hlusta á hvað fólkið vill,“ sagði Orbán við fjölmiðlafólk. „Fólkið kallar á eftir tvennu. Í fyrsta lagi að við hleypum ekki fleira fólki inn. Í öðru lagi að við rekum þá sem eru hér fyrir á brott. Ef við ætlum að endurreisa evrópskt lýðræði þurfum við að stefna í þá átt.“
Ungverjaland Þýskaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Merkel stendur á brauðfótum vegna ósættis um hælisleitendur Hætta er á að meirihluti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í ríkisstjórn landsins falli vegna ósættis innan stjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. 14. júní 2018 23:51 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Ríkisstjórn Merkel stendur á brauðfótum vegna ósættis um hælisleitendur Hætta er á að meirihluti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í ríkisstjórn landsins falli vegna ósættis innan stjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. 14. júní 2018 23:51
Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00