Blað frá fjölmiðlinum ESPN sem ber nafnið Body Issue hefur komið út árlega frá árinu 2009 og blaðið fyrir 2018 er nú komið út.
Í útgáfunni sitja ýmsir íþróttamenn naktir fyrir en eins og áður segir hefur þetta verið gert í níu ár og er oftar en ekki beðið með mikilli eftirvæntingu hverjir séu í blaðinu.
Í blaðinu í ár eru meðal annars mynd af Zlatan Ibrahimovic þar sem hann snýr alls nakinn baki í myndavélina og skartar öllum sínum húðflúrum.
Einnig er samkynhneigt par, Sue Bird og Megan Rapinoe. Sue er körfuboltakona og Megan er knattspyrnukona en báðar spila þær í Bandaríkjunum.
Hægt er að sjá blaðið með því að smella hér en ítarlega er rætt við hvern og einn sem birtist í blaðinu.
Zlatan og samkynhneigt stjörnupar nakið í frægu blaði
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti

Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti


