Hvernig á að bregðast við? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. júní 2018 10:00 Þeir Íslendingar sem héldu til Rússlands til að styðja landsliðið á HM skemmtu sér konunglega. Ráðherrar og forseti Íslands voru fjarri góðu gamni, en ríkisstjórnin hafði látið þau boð út ganga að hún myndi ekki senda fulltrúa sína á mótið vegna taugaeitursárásar á Skripal-feðginin í Salisbury í Bretlandi sem Pútín er kennt um. Þessi ákvörðun vakti enga sérstaka athygli landsmanna, fyrir utan megna óánægju hlustenda Útvarps Sögu sem í símatímum fordæmdu fjarveru forsetans á mótinu og sögðu hann kúgaðan af illa innrættri og vonlausri ríkisstjórn. Þeir kvöddu síðan með fullyrðingu um að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki látið bjóða sér slíka meðferð heldur tekið fyrsta flug til Rússlands. Forsetafrúin fór til Rússlands til að horfa á fótbolta og vel má túlka þá ferð sem svo að forsetinn hafi ekki með öllu verið sáttur við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson mætti einnig galvaskur á leiki íslenska liðsins. Hann hefur örugglega farið á eigin kostnað sem prívat manneskja en um leið getur hann ekki alveg hrist af sér opinberu persónuna. Það hefði verið fullkomin hræsni af hans hálfu að mæta til Rússlands ef hann styddi í hjarta sínu ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sennilega er hann á þeirri skoðun að í þessu tilviki hafi verið hæpið að blanda saman íþróttum og pólitík. Samband pólitíkur og íþrótta er flókið og stundum er eins og ekki sé til neitt rétt svar. Á sínum tíma hefði til dæmis mátt færa mjög gild rök fyrir því að ekki væri forsvaranlegt að senda íþróttafólk á Ólympíuleika Hitlers í Berlín árið 1936. Rökin gegn þeirri skoðun eru að þar var unnið afrek sem komst í heimssöguna þegar blökkumanninum Jesse Owens tókst með sigrum sínum að afsanna kenningar nasista um yfirburði hins aríska kynstofns. Þegar stjórnmálamenn byrja að taka ákvarðanir um að senda ekki fulltrúa á íþróttaviðburði í löndum þar sem stjórnvöld fremja fólskuverk þá er erfitt að draga mörkin. Hinn siðferðilegi vandi er æpandi þegar kemur að heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Katar árið 2022. Íslendingar eru bjartsýnisfólk og gera vitanlega ráð fyrir þátttöku landsliðs síns í landi þar sem ýmislegt bjátar á. Í Katar er þegar byrjað að vinna að uppbyggingu leikvanga fyrir HM og yfirgnæfandi hluti þeirra sem koma að því verki eru farandverkamenn frá Suður-Asíu. Fullyrt er að hundruð þeirra hafi þegar látið lífið á vinnusvæðinu. Sharan Burrow, formaður Alþjóðasambands verkalýðsfélaga, segir að svo geti farið að allt að fjögur þúsund verkamenn hafi látið lífið vegna bágra aðstæðna áður en heimsmeistaramótið hefst. Íslenskir ráðamenn ákváðu að stilla sér upp við hlið vestrænna þjóða og mótmæla árásinni á Skripal-feðginin í Salisbury með því að senda ekki fulltrúa sína á HM í Rússlandi. Nú vill svo til að Skripal-feðginin eru á lífi og sögð við góða heilsu meðan nokkrar þúsundir bíða dauðans í Katar. Það er fórnin sem er færð til að halda HM í Katar. Spurningin sem bíður heimsbyggðarinnar er: Hvernig á að bregðast við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Þeir Íslendingar sem héldu til Rússlands til að styðja landsliðið á HM skemmtu sér konunglega. Ráðherrar og forseti Íslands voru fjarri góðu gamni, en ríkisstjórnin hafði látið þau boð út ganga að hún myndi ekki senda fulltrúa sína á mótið vegna taugaeitursárásar á Skripal-feðginin í Salisbury í Bretlandi sem Pútín er kennt um. Þessi ákvörðun vakti enga sérstaka athygli landsmanna, fyrir utan megna óánægju hlustenda Útvarps Sögu sem í símatímum fordæmdu fjarveru forsetans á mótinu og sögðu hann kúgaðan af illa innrættri og vonlausri ríkisstjórn. Þeir kvöddu síðan með fullyrðingu um að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki látið bjóða sér slíka meðferð heldur tekið fyrsta flug til Rússlands. Forsetafrúin fór til Rússlands til að horfa á fótbolta og vel má túlka þá ferð sem svo að forsetinn hafi ekki með öllu verið sáttur við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson mætti einnig galvaskur á leiki íslenska liðsins. Hann hefur örugglega farið á eigin kostnað sem prívat manneskja en um leið getur hann ekki alveg hrist af sér opinberu persónuna. Það hefði verið fullkomin hræsni af hans hálfu að mæta til Rússlands ef hann styddi í hjarta sínu ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sennilega er hann á þeirri skoðun að í þessu tilviki hafi verið hæpið að blanda saman íþróttum og pólitík. Samband pólitíkur og íþrótta er flókið og stundum er eins og ekki sé til neitt rétt svar. Á sínum tíma hefði til dæmis mátt færa mjög gild rök fyrir því að ekki væri forsvaranlegt að senda íþróttafólk á Ólympíuleika Hitlers í Berlín árið 1936. Rökin gegn þeirri skoðun eru að þar var unnið afrek sem komst í heimssöguna þegar blökkumanninum Jesse Owens tókst með sigrum sínum að afsanna kenningar nasista um yfirburði hins aríska kynstofns. Þegar stjórnmálamenn byrja að taka ákvarðanir um að senda ekki fulltrúa á íþróttaviðburði í löndum þar sem stjórnvöld fremja fólskuverk þá er erfitt að draga mörkin. Hinn siðferðilegi vandi er æpandi þegar kemur að heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Katar árið 2022. Íslendingar eru bjartsýnisfólk og gera vitanlega ráð fyrir þátttöku landsliðs síns í landi þar sem ýmislegt bjátar á. Í Katar er þegar byrjað að vinna að uppbyggingu leikvanga fyrir HM og yfirgnæfandi hluti þeirra sem koma að því verki eru farandverkamenn frá Suður-Asíu. Fullyrt er að hundruð þeirra hafi þegar látið lífið á vinnusvæðinu. Sharan Burrow, formaður Alþjóðasambands verkalýðsfélaga, segir að svo geti farið að allt að fjögur þúsund verkamenn hafi látið lífið vegna bágra aðstæðna áður en heimsmeistaramótið hefst. Íslenskir ráðamenn ákváðu að stilla sér upp við hlið vestrænna þjóða og mótmæla árásinni á Skripal-feðginin í Salisbury með því að senda ekki fulltrúa sína á HM í Rússlandi. Nú vill svo til að Skripal-feðginin eru á lífi og sögð við góða heilsu meðan nokkrar þúsundir bíða dauðans í Katar. Það er fórnin sem er færð til að halda HM í Katar. Spurningin sem bíður heimsbyggðarinnar er: Hvernig á að bregðast við?
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun