Hjörtur óskar eftir starfslokum hjá Sýn Tinni Sveinsson skrifar 27. júní 2018 11:12 Hjörtur Hjartarson. fréttablaðið/ernir Hjörtur Hjartarson, dagskrárgerðarmaður hjá Sýn, hefur óskað eftir starfslokum hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í færslu frá Hirti á Facebook. Hann var á sunnudag sendur heim af Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu vegna óviðeigandi hegðunar. Í færslunni segir Hjörtur að hann skilji mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma hans hafi vakið en í gær sendu yfir 100 fjölmiðlakonur frá sér yfirlýsingu þar sem þær kröfðust þess að yfirmenn fjölmiðla tryggðu öryggi þeirra og annarra starfsmanna á vinnustað. Þá mótmæltu þær því að í stéttinni starfi maður sem hafi ítrekað áreitt og beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi. „Áfengisneysla er sannarlega engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert. Ég hef af þeim sökum óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda mínum. Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði nákomnum og öðrum. Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það,“ segir Hjörtur. Þá segir hann að lokum að honum þyki afar leitt að hafa brugðist því trausti sem honum hafi verið sýnt. Færslu Hjartar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Kæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma mín hefur vakið en hún varð þess valdandi að ég var kallaður heim frá Rússlandi fyrr en ætlað var. Áfengisneysla er sannarlega engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert. Ég hef af þeim sökum óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda mínum. Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði nákomnum og öðrum. Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það. Ég vil að lokum ítreka að mér þykir afar leitt að hafa brugðist því trausti sem mér hefur verið sýnt. Mínir nánustu hafa mátt þola mikið vegna þessa, eitthvað sem er afar sárt að þurfa að horfast í augu við. Aukinheldur vil ég biðja alla hlutaðeigandi afsökunar, vinnuveitenda, kollega og samstarfsmenn einna helst. Með hlýrri kveðju, Hjörtur HjartarsonKæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu...Posted by Hjörtur Hjartarson on Wednesday, June 27, 2018Vísir er í eigu Sýnar hf. Tengdar fréttir Fjölmiðlakonur senda frá sér yfirlýsingu vegna Hjartar Hjartarsonar 102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar Hjartar Hjartarsonar á HM í Rússlandi. 26. júní 2018 15:47 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Hjörtur Hjartarson, dagskrárgerðarmaður hjá Sýn, hefur óskað eftir starfslokum hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í færslu frá Hirti á Facebook. Hann var á sunnudag sendur heim af Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu vegna óviðeigandi hegðunar. Í færslunni segir Hjörtur að hann skilji mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma hans hafi vakið en í gær sendu yfir 100 fjölmiðlakonur frá sér yfirlýsingu þar sem þær kröfðust þess að yfirmenn fjölmiðla tryggðu öryggi þeirra og annarra starfsmanna á vinnustað. Þá mótmæltu þær því að í stéttinni starfi maður sem hafi ítrekað áreitt og beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi. „Áfengisneysla er sannarlega engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert. Ég hef af þeim sökum óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda mínum. Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði nákomnum og öðrum. Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það,“ segir Hjörtur. Þá segir hann að lokum að honum þyki afar leitt að hafa brugðist því trausti sem honum hafi verið sýnt. Færslu Hjartar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Kæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma mín hefur vakið en hún varð þess valdandi að ég var kallaður heim frá Rússlandi fyrr en ætlað var. Áfengisneysla er sannarlega engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert. Ég hef af þeim sökum óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda mínum. Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði nákomnum og öðrum. Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það. Ég vil að lokum ítreka að mér þykir afar leitt að hafa brugðist því trausti sem mér hefur verið sýnt. Mínir nánustu hafa mátt þola mikið vegna þessa, eitthvað sem er afar sárt að þurfa að horfast í augu við. Aukinheldur vil ég biðja alla hlutaðeigandi afsökunar, vinnuveitenda, kollega og samstarfsmenn einna helst. Með hlýrri kveðju, Hjörtur HjartarsonKæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu...Posted by Hjörtur Hjartarson on Wednesday, June 27, 2018Vísir er í eigu Sýnar hf.
Tengdar fréttir Fjölmiðlakonur senda frá sér yfirlýsingu vegna Hjartar Hjartarsonar 102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar Hjartar Hjartarsonar á HM í Rússlandi. 26. júní 2018 15:47 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Fjölmiðlakonur senda frá sér yfirlýsingu vegna Hjartar Hjartarsonar 102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar Hjartar Hjartarsonar á HM í Rússlandi. 26. júní 2018 15:47