Sósíalisti sópaði vonarstjörnu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2018 06:57 Alexandria Ocasio-Cortez rak ódýra en öfluga grasrótarbaráttu. Vísir/getty Hinn þaulsetni Joe Crowley, sem margir bjuggust við að myndi taka við sem leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, hlaut ekki endurkjör í kosningum flokksins í New York-ríki í gærkvöldi. Sú sem skákaði honum var hin 28 ára gamla Alexandria Ocasio-Cortez, fyrrum sjálfboðaliði í kosningabaráttu Bernie Sanders og yfirlýstur sósíalisti. Þegar búið er að telja um 98% atkvæða hefur Ocasio-Cortez hlotið um 57.5% atkvæða gegn 42.5% Crowley. Stjórnmálaskýrendur lýsa úrslitunum sem einhverjum þeim óvæntustu í nútímasögu bandarískra stjórnmála. Ocasio-Cortez á rætur að rekja til Púertó-Ríkó. Hún gangrýndi Crowley harðlega í kosningabaráttunni fyrir tengsl hans við auðvaldið á Wall Street og sagði hún hann ekki í neinum tengslum við umbjóðendur sína. Þeir eru margir hverjir, ekki síst í Queens og Bronx, af erlendum uppruna - rétt eins og Ocasio-Cortez. Crowley hefur lengi verið háttsettur innan Demókrataflokksins og bjuggust margir við því að hann myndi taka við leiðtogastöðu áður en langt um liði. Í samtali við Guardian segja starfsmenn flokksins að Crowley hafi fyrir vikið verið nokkuð sigurviss. Hann hafi því rekið nokkuð lágstemmda kosningabaráttu, þrátt fyrir að hafa safnað tífalt meira fjármagni en Ocasio-Cortez. Kosningabaráttu Ocasio-Cortez er lýst sem grasrótarbaráttu sem reiddi sig á töluverðan fjölda sjálfboðaliða. Hún heimsótti landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó á dögunum og kallaði eftir því að aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í innflyjendamálum yrði hætt. Crowley hefur lýst yfir ósigri og óskað Ocasio-Cortez til hamingju. Hann muni áfram vinna að því að koma Repúblikanaflokknum úr Hvíta húsinu - því „ríkisstjórn Trump er ógn við allt það sem við í Queens og Bronx stöndum fyrir.“ Donald Trump var sjálfur kampakátur með úrslitin, enda hefur hann lengi haft horn í síðu Crowley. „Kannski hefði hann átt að vera vingjarnlegri við forsetann sinn,“ skrifaði Trump á Twitter eftir að úrslitin lágu fyrir.Wow! Big Trump Hater Congressman Joe Crowley, who many expected was going to take Nancy Pelosi's place, just LOST his primary election. In other words, he's out! That is a big one that nobody saw happening. Perhaps he should have been nicer, and more respectful, to his President!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2018 Bandaríkin Mexíkó Púertó Ríkó Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Hinn þaulsetni Joe Crowley, sem margir bjuggust við að myndi taka við sem leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, hlaut ekki endurkjör í kosningum flokksins í New York-ríki í gærkvöldi. Sú sem skákaði honum var hin 28 ára gamla Alexandria Ocasio-Cortez, fyrrum sjálfboðaliði í kosningabaráttu Bernie Sanders og yfirlýstur sósíalisti. Þegar búið er að telja um 98% atkvæða hefur Ocasio-Cortez hlotið um 57.5% atkvæða gegn 42.5% Crowley. Stjórnmálaskýrendur lýsa úrslitunum sem einhverjum þeim óvæntustu í nútímasögu bandarískra stjórnmála. Ocasio-Cortez á rætur að rekja til Púertó-Ríkó. Hún gangrýndi Crowley harðlega í kosningabaráttunni fyrir tengsl hans við auðvaldið á Wall Street og sagði hún hann ekki í neinum tengslum við umbjóðendur sína. Þeir eru margir hverjir, ekki síst í Queens og Bronx, af erlendum uppruna - rétt eins og Ocasio-Cortez. Crowley hefur lengi verið háttsettur innan Demókrataflokksins og bjuggust margir við því að hann myndi taka við leiðtogastöðu áður en langt um liði. Í samtali við Guardian segja starfsmenn flokksins að Crowley hafi fyrir vikið verið nokkuð sigurviss. Hann hafi því rekið nokkuð lágstemmda kosningabaráttu, þrátt fyrir að hafa safnað tífalt meira fjármagni en Ocasio-Cortez. Kosningabaráttu Ocasio-Cortez er lýst sem grasrótarbaráttu sem reiddi sig á töluverðan fjölda sjálfboðaliða. Hún heimsótti landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó á dögunum og kallaði eftir því að aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í innflyjendamálum yrði hætt. Crowley hefur lýst yfir ósigri og óskað Ocasio-Cortez til hamingju. Hann muni áfram vinna að því að koma Repúblikanaflokknum úr Hvíta húsinu - því „ríkisstjórn Trump er ógn við allt það sem við í Queens og Bronx stöndum fyrir.“ Donald Trump var sjálfur kampakátur með úrslitin, enda hefur hann lengi haft horn í síðu Crowley. „Kannski hefði hann átt að vera vingjarnlegri við forsetann sinn,“ skrifaði Trump á Twitter eftir að úrslitin lágu fyrir.Wow! Big Trump Hater Congressman Joe Crowley, who many expected was going to take Nancy Pelosi's place, just LOST his primary election. In other words, he's out! That is a big one that nobody saw happening. Perhaps he should have been nicer, and more respectful, to his President!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2018
Bandaríkin Mexíkó Púertó Ríkó Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira