Sautján ríki stefna ríkisstjórn Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2018 06:35 Ríkin sautján segja í kærunni að engin breyting hafi orðið í málaflokknum þrátt fyrir undirritun forsetatilskipunarinnar fyrir viku. Vísir/Getty Sautján ríki Bandaríkjanna hafa kært ríkisstjórn Donalds Trumps vegna aðskilnaðar foreldra, sem koma ólöglega til landsins, frá börnum sínum. Ríkin sautján lúta flest stjórn Demókrataflokksins en í hópi þeirra sem standa að lögsókninni eru Washington, New York og Kalifornía. Kæra ríkjanna er á vef breska ríkisútvarpsins sögð vera fyrsta formlega tilraunin til að hnekkja hinni umdeildu aðskilnaðarstefnu bandarískra stjórnvalda fyrir dómstólum landsins. Stefnan hefur verið harðlega gagnrýnd á undanförnum vikum. Varð gagnrýnin meðal annars til þess að Bandaríkjaforseti undirritaði tilskipun sem kvað á um að aðskilnaðinum yrði hætt. Í kæru ríkjanna sautján segir hins vegar að ekkert hafi breyst við undirritunina. Vissulega hefur aðskilnaðinum verið tímabundið skotið á frest en það sé einfaldlega vegna húsnæðisskorts, eins og Vísir greindi frá á mánudag. Aðskilnaðarstefnunni hefur víða verið mótmælt, til að mynda fyrir utan Hvíta húsið í Washington DC.Vísir/gettyEnn sé verið að neita fólki um réttláta málsmeðferð, sem og réttinum á því að sækja um hæli. Í kæru ríkjanna er stefnu Bandaríkjastjórnar lýst sem „illri og ólölegri“ og að hún gangi í berhögg við það markmið ríkjanna að standa vörð um velferð barna. „Stefnan, sem og framganga ríkísstjórnarinnar, hefur valdið ríkjunum og íbúum þeirra miklum og beinum skaða,“ segir meðal annars í kærunni. Dómarar í San Diego í Kaliforníu úrskurðaði á dögunum að börn þyrftu aftur að vera komin í umsjá foreldra sinna innan 30 daga frá aðskilnaði. Þar að auki þyrftu stjórnvöld að koma börnum sem ekki hafa náð 5 ára aldri í hendur foreldra sinna innan tveggja vikna. Ríkin sem standa að stefnunni eru fyrrnefnd Washinton, New York og Kalifornía, ásamt Massachusetts, Delaware, Iowa, Illinois, Maryland, Minnesota, New Jersey, New Mexico, North Carolina, Oregon, Pennsylvania, Rhode Island, Vermont, Virginia sem og District of Columbia. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Sautján ríki Bandaríkjanna hafa kært ríkisstjórn Donalds Trumps vegna aðskilnaðar foreldra, sem koma ólöglega til landsins, frá börnum sínum. Ríkin sautján lúta flest stjórn Demókrataflokksins en í hópi þeirra sem standa að lögsókninni eru Washington, New York og Kalifornía. Kæra ríkjanna er á vef breska ríkisútvarpsins sögð vera fyrsta formlega tilraunin til að hnekkja hinni umdeildu aðskilnaðarstefnu bandarískra stjórnvalda fyrir dómstólum landsins. Stefnan hefur verið harðlega gagnrýnd á undanförnum vikum. Varð gagnrýnin meðal annars til þess að Bandaríkjaforseti undirritaði tilskipun sem kvað á um að aðskilnaðinum yrði hætt. Í kæru ríkjanna sautján segir hins vegar að ekkert hafi breyst við undirritunina. Vissulega hefur aðskilnaðinum verið tímabundið skotið á frest en það sé einfaldlega vegna húsnæðisskorts, eins og Vísir greindi frá á mánudag. Aðskilnaðarstefnunni hefur víða verið mótmælt, til að mynda fyrir utan Hvíta húsið í Washington DC.Vísir/gettyEnn sé verið að neita fólki um réttláta málsmeðferð, sem og réttinum á því að sækja um hæli. Í kæru ríkjanna er stefnu Bandaríkjastjórnar lýst sem „illri og ólölegri“ og að hún gangi í berhögg við það markmið ríkjanna að standa vörð um velferð barna. „Stefnan, sem og framganga ríkísstjórnarinnar, hefur valdið ríkjunum og íbúum þeirra miklum og beinum skaða,“ segir meðal annars í kærunni. Dómarar í San Diego í Kaliforníu úrskurðaði á dögunum að börn þyrftu aftur að vera komin í umsjá foreldra sinna innan 30 daga frá aðskilnaði. Þar að auki þyrftu stjórnvöld að koma börnum sem ekki hafa náð 5 ára aldri í hendur foreldra sinna innan tveggja vikna. Ríkin sem standa að stefnunni eru fyrrnefnd Washinton, New York og Kalifornía, ásamt Massachusetts, Delaware, Iowa, Illinois, Maryland, Minnesota, New Jersey, New Mexico, North Carolina, Oregon, Pennsylvania, Rhode Island, Vermont, Virginia sem og District of Columbia.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05
Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26
Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35