Mikið tjón í bruna í fiskeldi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júní 2018 04:00 Frá vettvangi í nótt. Slökkviliðsmenn frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi voru sendir á staðinn Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í fiskeldisvinnslu í landi Núpa í Ölfusi í nótt. Slökkviliðsmenn frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi fengu boð um eldinn klukkan rúmlega hálf eitt í nótt og voru sendir á staðinn ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglu, en það var nágranni sem varð eldsins var og tilkynnti hann til Neyðarlínu. Þegar fyrstu menn komu á vettvang var ljóst að mikil eldur var í húsinu sem líklega hefði náð að krauma lengi en eldtungur loguðu út um þak þegar að var komið. Í húsinu er starfrækt klak- og seiðaeldisstöð fyrir lax og bleikju á vegum Íslandsbleikju/Silfurlax og voru starfsmenn ekki á staðnum þegar eldurinn kom upp en unnið er í fiskeldinu á daginn og bakvakt á kvöldin. Slökkviliðsmenn þurftu að koma vatni á staðinn með þremur tankbílum og var slökkvistarf unnið utan frá þar sem hætta var á hruni inni í húsinu en þakið féll að hluta. Veður var gott á brunavettvangi. Hægur vindur og þéttur úði, sem auðveldaði slökkvistarf. Þó nokkur vinna var fyrir slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningar til þess að slökkva eld og glæður. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði að slökkvistarf hafi gengið vel og að tekist hefði að slökkva allan eld klukkan hálf þrjú í nótt. Þó ætti eftir að reykræsta húsið og slökkva í glæðum. Líklega yrði svo brunavakt á húsinu í nótt og fram til morgun til þess að tryggja að eldur tæki sig ekki upp aftur. Eldsupptök eru ókunn og mun tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi rannsaka vettvanginn síðar í dag. Tjónið virðist mikið miðað við þá starfsemi sem er á staðnum en þónokkur eldiskör eru inni í húsinu með lifandi fiski.Hér að neðan má sá myndir af vettvangi í nótt Veður á brunavettvangi var gott. Hægur vindur og þéttur úði sem auðveldaði slökkvistarfVísir/Jóhann K. JóhannssonMikið lið slökkviliðsmanna var á vettvangi í nótt. Eins og sjá má á þessari mynd féll þakið að hluta.Vísir/Jóhann K. JóhannssonMikil vinna var fyrir slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningar til að slökkva eld og glæður.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSjúkraflutningamenn og lögreglumenn fylgjast með aðgerðum slökkviðliðs í nóttVísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmaður skiptir um súrefniskút er hann vinnur að slökkvistarfi.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmenn þurftu að sækja vatn til slökkvistarfsins.Vísir/Jóhann K. JóhannssonHúsið sem eldurinn kom upp í er stórt og var eldurinn mestur um miðbik þess.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmaður virðir fyrir sér þakið sem féll að hluta.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Tengdar fréttir Eldur í fiskvinnsluhúsi í Ölfusi Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu vinna að slökkvistarfi 27. júní 2018 01:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í fiskeldisvinnslu í landi Núpa í Ölfusi í nótt. Slökkviliðsmenn frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi fengu boð um eldinn klukkan rúmlega hálf eitt í nótt og voru sendir á staðinn ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglu, en það var nágranni sem varð eldsins var og tilkynnti hann til Neyðarlínu. Þegar fyrstu menn komu á vettvang var ljóst að mikil eldur var í húsinu sem líklega hefði náð að krauma lengi en eldtungur loguðu út um þak þegar að var komið. Í húsinu er starfrækt klak- og seiðaeldisstöð fyrir lax og bleikju á vegum Íslandsbleikju/Silfurlax og voru starfsmenn ekki á staðnum þegar eldurinn kom upp en unnið er í fiskeldinu á daginn og bakvakt á kvöldin. Slökkviliðsmenn þurftu að koma vatni á staðinn með þremur tankbílum og var slökkvistarf unnið utan frá þar sem hætta var á hruni inni í húsinu en þakið féll að hluta. Veður var gott á brunavettvangi. Hægur vindur og þéttur úði, sem auðveldaði slökkvistarf. Þó nokkur vinna var fyrir slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningar til þess að slökkva eld og glæður. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði að slökkvistarf hafi gengið vel og að tekist hefði að slökkva allan eld klukkan hálf þrjú í nótt. Þó ætti eftir að reykræsta húsið og slökkva í glæðum. Líklega yrði svo brunavakt á húsinu í nótt og fram til morgun til þess að tryggja að eldur tæki sig ekki upp aftur. Eldsupptök eru ókunn og mun tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi rannsaka vettvanginn síðar í dag. Tjónið virðist mikið miðað við þá starfsemi sem er á staðnum en þónokkur eldiskör eru inni í húsinu með lifandi fiski.Hér að neðan má sá myndir af vettvangi í nótt Veður á brunavettvangi var gott. Hægur vindur og þéttur úði sem auðveldaði slökkvistarfVísir/Jóhann K. JóhannssonMikið lið slökkviliðsmanna var á vettvangi í nótt. Eins og sjá má á þessari mynd féll þakið að hluta.Vísir/Jóhann K. JóhannssonMikil vinna var fyrir slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningar til að slökkva eld og glæður.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSjúkraflutningamenn og lögreglumenn fylgjast með aðgerðum slökkviðliðs í nóttVísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmaður skiptir um súrefniskút er hann vinnur að slökkvistarfi.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmenn þurftu að sækja vatn til slökkvistarfsins.Vísir/Jóhann K. JóhannssonHúsið sem eldurinn kom upp í er stórt og var eldurinn mestur um miðbik þess.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmaður virðir fyrir sér þakið sem féll að hluta.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Tengdar fréttir Eldur í fiskvinnsluhúsi í Ölfusi Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu vinna að slökkvistarfi 27. júní 2018 01:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Eldur í fiskvinnsluhúsi í Ölfusi Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu vinna að slökkvistarfi 27. júní 2018 01:00