Skattaeilífðarvélin Ólafur Stephensen skrifar 27. júní 2018 07:00 Í byrjun mánaðarins var frá því greint að fasteignamat atvinnuhúsnæðis vegna ársins 2019 hefði hækkað um 15% frá yfirstandandi ári. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þorri fyrirtækja er staðsettur, hækkar matið um 17,2% milli ára. Á árunum 2014-2019 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu um 65,2%. Að sama skapi þyngist skattbyrði fyrirtækja vegna fasteignaskatta, sem eru reiknaðir sem hlutfall af fasteignamati. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir Félags atvinnurekenda hafa eingöngu þrjú af stærstu sveitarfélögum landsins, Hafnarfjörður, Kópavogur og Akranes, lækkað álagningarprósentuna til að mæta gífurlegum hækkunum fasteignamats. Í síðustu viku benti greiningardeild Arion-banka á að stóru fasteignafélögin myndu neyðast til að hækka leiguna til að mæta hækkun fasteignagjaldanna, ella myndi framlegð þeirra skerðast verulega. Leigusamningar flestra þessara félaga innihalda ákvæði um að leiga hækki ef opinberar álögur þyngjast. „Eftir launahækkanir síðastliðinna ára, ásamt því að horfur eru á harðri kjarabaráttu á vinnumarkaði á komandi mánuðum, má velta fyrir sér hversu mikið svigrúm sé til staðar hjá atvinnurekendum til að takast á við hærri leigukostnað. Að okkar mati er það svigrúm lítið og því hætta á að hækkun leiguverðs verði velt áfram og út í almennt verðlag,“ segir í Markaðspunktum greiningardeildarinnar frá 21. júní. Við þetta bætist að vegna þess að Þjóðskrá Íslands notar frá 2014 eingöngu svokallaða tekjuaðferð til að reikna út fasteignamat atvinnuhúsnæðis, þýðir hækkun á leigutekjum að fasteignamatið hækkar. Þá hækkar skattbyrðin, sem aftur leiðir af sér hækkun leigunnar og þannig koll af kolli. Þannig er orðin til nokkurs konar eilífðarvél, sem malar sveitarfélögunum gull í formi síhækkandi tekna af fasteignagjöldum. Hér verður að spyrna við fótum. Atvinnurekendur hafa talað fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna í flestum stóru sveitarfélögunum. Eitt af aðildarfyrirtækjum FA hefur nú höfðað mál á hendur Þjóðskrá og Reykjavíkurborg vegna útreiknings og álagningar fasteignagjalda. Eins og stundum áður er atvinnulífið tilneytt að leita til dómstóla til að rétta hlut sinn.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Stephensen Skattar og tollar Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Í byrjun mánaðarins var frá því greint að fasteignamat atvinnuhúsnæðis vegna ársins 2019 hefði hækkað um 15% frá yfirstandandi ári. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þorri fyrirtækja er staðsettur, hækkar matið um 17,2% milli ára. Á árunum 2014-2019 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu um 65,2%. Að sama skapi þyngist skattbyrði fyrirtækja vegna fasteignaskatta, sem eru reiknaðir sem hlutfall af fasteignamati. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir Félags atvinnurekenda hafa eingöngu þrjú af stærstu sveitarfélögum landsins, Hafnarfjörður, Kópavogur og Akranes, lækkað álagningarprósentuna til að mæta gífurlegum hækkunum fasteignamats. Í síðustu viku benti greiningardeild Arion-banka á að stóru fasteignafélögin myndu neyðast til að hækka leiguna til að mæta hækkun fasteignagjaldanna, ella myndi framlegð þeirra skerðast verulega. Leigusamningar flestra þessara félaga innihalda ákvæði um að leiga hækki ef opinberar álögur þyngjast. „Eftir launahækkanir síðastliðinna ára, ásamt því að horfur eru á harðri kjarabaráttu á vinnumarkaði á komandi mánuðum, má velta fyrir sér hversu mikið svigrúm sé til staðar hjá atvinnurekendum til að takast á við hærri leigukostnað. Að okkar mati er það svigrúm lítið og því hætta á að hækkun leiguverðs verði velt áfram og út í almennt verðlag,“ segir í Markaðspunktum greiningardeildarinnar frá 21. júní. Við þetta bætist að vegna þess að Þjóðskrá Íslands notar frá 2014 eingöngu svokallaða tekjuaðferð til að reikna út fasteignamat atvinnuhúsnæðis, þýðir hækkun á leigutekjum að fasteignamatið hækkar. Þá hækkar skattbyrðin, sem aftur leiðir af sér hækkun leigunnar og þannig koll af kolli. Þannig er orðin til nokkurs konar eilífðarvél, sem malar sveitarfélögunum gull í formi síhækkandi tekna af fasteignagjöldum. Hér verður að spyrna við fótum. Atvinnurekendur hafa talað fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna í flestum stóru sveitarfélögunum. Eitt af aðildarfyrirtækjum FA hefur nú höfðað mál á hendur Þjóðskrá og Reykjavíkurborg vegna útreiknings og álagningar fasteignagjalda. Eins og stundum áður er atvinnulífið tilneytt að leita til dómstóla til að rétta hlut sinn.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar