Landspítali og HÍ ætla að fara yfir skýrslu Karólínska Hersir Aron Ólafsson og Kjartan Kjartansson skrifa 26. júní 2018 20:42 Bæði Landspítalinn og Háskóli Íslands ætla að fara yfir nýja skýrslu Karólínsku stofnunarinnar sænsku um plastbarkamálið svonefnda. Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir, var einn þeirra sem var talinn hafa gerst sekur um vísindalegt misferli. Tómas gagnrýnir sjálfur niðurstöður rektors Karolinska í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í dag. Engin ný efnisatriði hafi komið fram, honum hafi verið eignaðir hlutir sem hann hafi enga aðkomu átt að og hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að fylgja eftir gögnum sem hann afhenti rannsóknarnefndinni, þvert á gefin loforð. Málið má rekja til barkaígræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem framkvæmdar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Beyene lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 um niðurstöður rektors Karólínsku sjúkrahússins vísar Landspítalinn til skýrslu óháðrar nefndar Háskóla Íslands og Landspítala um málið sem kom út í vetur. Þar hafi vísindalegur þáttur málsins verið tekinn fyrir. „Landspítali og Háskóli Íslands munu saman og í sitt hvoru lagi fara yfir þessa nýju skýrslu Karolinska Institutet eins og önnur gögn sem fram hafa komið í þessu erfiða og flókna máli,“ segir í svarinu. Í skýrslu óháðu nefndarinnar var fundið að vinnubrögðum Tómasar. Honum hafi ekki verið heimilt að bæta við tilvísun fyrir Beyene fyrir meðferðina á Karólínska sjúkrahúsinu. Nefndin taldi að ítalski læknirinn hefði blekkt Tómas. Varðandi vísindarannsóknir tengdar ígræðslunni átaldi nefndin Tómas fyrir að hafa ekki aflað leyfa fyrir þeim. Tómas og Landspítalinn hafi ekki fylgt lagareglum um vísindarannsóknir í tengslum við mál Beyene. Tómas var sendur í leyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum í nóvember í kjölfar skýrslu óháðu nefndarinnar. Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Bæði Landspítalinn og Háskóli Íslands ætla að fara yfir nýja skýrslu Karólínsku stofnunarinnar sænsku um plastbarkamálið svonefnda. Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir, var einn þeirra sem var talinn hafa gerst sekur um vísindalegt misferli. Tómas gagnrýnir sjálfur niðurstöður rektors Karolinska í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í dag. Engin ný efnisatriði hafi komið fram, honum hafi verið eignaðir hlutir sem hann hafi enga aðkomu átt að og hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að fylgja eftir gögnum sem hann afhenti rannsóknarnefndinni, þvert á gefin loforð. Málið má rekja til barkaígræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem framkvæmdar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Beyene lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 um niðurstöður rektors Karólínsku sjúkrahússins vísar Landspítalinn til skýrslu óháðrar nefndar Háskóla Íslands og Landspítala um málið sem kom út í vetur. Þar hafi vísindalegur þáttur málsins verið tekinn fyrir. „Landspítali og Háskóli Íslands munu saman og í sitt hvoru lagi fara yfir þessa nýju skýrslu Karolinska Institutet eins og önnur gögn sem fram hafa komið í þessu erfiða og flókna máli,“ segir í svarinu. Í skýrslu óháðu nefndarinnar var fundið að vinnubrögðum Tómasar. Honum hafi ekki verið heimilt að bæta við tilvísun fyrir Beyene fyrir meðferðina á Karólínska sjúkrahúsinu. Nefndin taldi að ítalski læknirinn hefði blekkt Tómas. Varðandi vísindarannsóknir tengdar ígræðslunni átaldi nefndin Tómas fyrir að hafa ekki aflað leyfa fyrir þeim. Tómas og Landspítalinn hafi ekki fylgt lagareglum um vísindarannsóknir í tengslum við mál Beyene. Tómas var sendur í leyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum í nóvember í kjölfar skýrslu óháðu nefndarinnar.
Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira