Vesturlönd verða að beita þolinmæði og áræðni í samskiptum við Putin Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2018 21:00 Breskur sérfræðingur í alþjóðasamskiptum segir Vesturlönd verða að læra að eiga í samskiptum við stjórn Putins í Rússlandi. Á kaldastríðsárunum hafi Vesturlönd lært að umgangast Rússland með þolinmæði og áræðni en undanfarin ár hafi ögranir verið á báða bóga. Hópur íslenskra og erlendra fræðimanna flutti erindi á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar í Norræna húsinu í dag um stöðu smáríkja og þá alveg sérstaklega stöðu smáríkja gagnvart Rússlandi. Caroline Kennedy-Pipe, prófessor við Loughborough háskóla í Bretlandi, segir mikinn mun á samskiptum Evrópuríkja og Bandaríkjanna við Rússland nú og á kaldastríðsárunum. „Vesturlönd þurfa að sýna árvekni, þolinmæði, og við þurfum að skilja hvernig Putin mýkir lönd eins og Danmörk og Finnland. Það er í raun undanfari breyttra samskipta við Rússland,” segir Kennedy-Pipe. Evrópuríki og Bandaríkin hafi ekki nálgast Rússland með réttum hætti á undanförnum árum og samskipti Breta og Rússa hafi verið einstaklega erfið eftir tilræðið við Sergei og Juliu Skripal. „Vesturlönd hafa ögrað Rússum með því að setja upp varnarskjöld gegn kjarnavopnum og með því að styrkja Eistland hernaðarlega. Það er skiljanlegt viðhorf af hálfu smáríkis, en við höfum einmitt rætt um það hér. Spurning mín í morgun var hvort það væri viturlegt,” segir Kennedy-Pipe. „Tengsl okkar við Rússa hafa ætíð þurft að vera ólík samskiptum við aðra, hvort sem það var í valdatíð Stalíns eða Brésnefs. Við urðum fyrir vonbrigðum á tíunda áratugnum þegar við vonuðumst eftir að ný forysta kæmi fram,” segir Kennedy-Pipe. Hægt sé að læra mikið af samskiptum Finnlands og Noregs við Rússland sem hafi náin samskipti við stjórnvöld bæði í Washington og Moskvu. „En Putin er auðvitað málsvari meginhagsmunahóps, ólígarkanna og Rússland breytist óðfluga. Við þurfum því að hugsa til framtíðar, ekki bara næstu fimm ára. En Pútín er ótukt og hann veit vel, einkum í Evrópu eftir Brexit, að þá verða næg tækifæri til að hafa áhrif,” segir Caroline Kennedy-Pipe. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Breskur sérfræðingur í alþjóðasamskiptum segir Vesturlönd verða að læra að eiga í samskiptum við stjórn Putins í Rússlandi. Á kaldastríðsárunum hafi Vesturlönd lært að umgangast Rússland með þolinmæði og áræðni en undanfarin ár hafi ögranir verið á báða bóga. Hópur íslenskra og erlendra fræðimanna flutti erindi á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar í Norræna húsinu í dag um stöðu smáríkja og þá alveg sérstaklega stöðu smáríkja gagnvart Rússlandi. Caroline Kennedy-Pipe, prófessor við Loughborough háskóla í Bretlandi, segir mikinn mun á samskiptum Evrópuríkja og Bandaríkjanna við Rússland nú og á kaldastríðsárunum. „Vesturlönd þurfa að sýna árvekni, þolinmæði, og við þurfum að skilja hvernig Putin mýkir lönd eins og Danmörk og Finnland. Það er í raun undanfari breyttra samskipta við Rússland,” segir Kennedy-Pipe. Evrópuríki og Bandaríkin hafi ekki nálgast Rússland með réttum hætti á undanförnum árum og samskipti Breta og Rússa hafi verið einstaklega erfið eftir tilræðið við Sergei og Juliu Skripal. „Vesturlönd hafa ögrað Rússum með því að setja upp varnarskjöld gegn kjarnavopnum og með því að styrkja Eistland hernaðarlega. Það er skiljanlegt viðhorf af hálfu smáríkis, en við höfum einmitt rætt um það hér. Spurning mín í morgun var hvort það væri viturlegt,” segir Kennedy-Pipe. „Tengsl okkar við Rússa hafa ætíð þurft að vera ólík samskiptum við aðra, hvort sem það var í valdatíð Stalíns eða Brésnefs. Við urðum fyrir vonbrigðum á tíunda áratugnum þegar við vonuðumst eftir að ný forysta kæmi fram,” segir Kennedy-Pipe. Hægt sé að læra mikið af samskiptum Finnlands og Noregs við Rússland sem hafi náin samskipti við stjórnvöld bæði í Washington og Moskvu. „En Putin er auðvitað málsvari meginhagsmunahóps, ólígarkanna og Rússland breytist óðfluga. Við þurfum því að hugsa til framtíðar, ekki bara næstu fimm ára. En Pútín er ótukt og hann veit vel, einkum í Evrópu eftir Brexit, að þá verða næg tækifæri til að hafa áhrif,” segir Caroline Kennedy-Pipe.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira