Hæstiréttur Bandaríkjanna tilkynnti það í dag að hann mun ekki endurskoða mál Brendan Dassey. Saga Brendans var sögð í Netflix seríunni „Making a Murderer.“ Hann var dæmdur fyrir nauðgun og morð ljósmyndarans Teresu Halbach ásamt frænda sínum Steven Avery.
Dassey var 16 ára þegar hann játaði fyrir yfirvöldum Wissconsic fylkis að hann og frændi hans hefð nauðgað og myrt Teresu, áður en þeir brenndu lík hennar á báli.
Lögfræðingar Dassey segja að hann sé andlega fatlaður og að hann hafi verið beittur þrýstingi að játa á sig þessa hræðilegu glæpi.
Hæstiréttur útskýrði ekki hvers vegna mál Brendan Dasseys verði ekki endurskoðað.
Samkvæmt Cosmopolitan er önnur sería Making A Murderer í bígerð.

