Þriggja hesta kapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2018 13:00 Elín Metta Jensen skoraði tvö í gærkvöld. vísir/ernir Baráttan á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu er æsispennandi, en útlit er fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn muni standa á milli þriggja liða fram á haustið. Þór/KA sem er ríkjandi Íslandsmeistari hirti toppsætið af Breiðabliki með 2-0 sigri í leik liðanna fyrir norðan í gær. Sandra María Jessen skorað bæði mörk Þórs/KA í leiknum, en hún er í baráttu við Elínu Mettu Jensen, framherja Vals, og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, framherja Breiðabliks, um markadrottningatitilinn. Sandra María hefur skorað sjö mörk eftir mörkin sín tvö í leiknum í gær, en Berglind Björg einu marki meira. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar með 19 stig þegar sjö umferðir eru búnar af deildinni, en Breiðablik er einu stigi á eftir í öðru sæti deildarinnar Elín Metta skoraði sömuleiðis tvö mörk þegar Valur bar sigurorð af FH, 4-2, í leik liðanna í Kaplakrika. Hún Thelma Björk Einarsdóttir og Crystal Thomas komu Val tveimur mörkum yfir áður en Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn fyrir FH. Elín Metta róaði taugar Valsmanna með því að koma liðinu 3-1 yfir, en Hanna Marie Barker jók spennuna á nýjan leik þegar hún kom FH inn í leikinn á nýjan leik með marki þegar rúmlega 20 mínútur voru eftir af leiknum. Elín Metta innsiglaði hins vegar sigurinn þegar hún skoraði annað mark sitt undir lok leiksins. Valur, sem hefur haft betur í síðustu sex leikjum sínum í deild og bikar, hefur 18 stig, en liðið hefur jafn mörg stig og Breiðablik og er sæti ofar vegna hagstæðari markatölu. Valur fær svo topplið deildarinnar, Þór/KA, í heimsókn í næsta deildarleik sínum og mætir svo Breiðabliki í toppslag á Kópavogsvelli í umferðinni þar á eftir. Línur gætu því skýrst í toppbaráttunni í næstu tveimur umferðum deildarinnar. Það eykur svo ánægjuna við sigurgöngu Valskvenna að Dóra María Lárusdóttir hefur jafnað sig á krossbandsslitum og er farin að leika með liðinu að nýju. Dóra María hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins og finni hún sitt fyrra form gæti hún skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík náði síðan í öflugt stig í fallbaráttu deildarinnar þegar liðið sótti stig til Vestmannaeyja með því að gera 1-1 jafntefli á móti ÍBV. Rio Hardy náði forystunni fyrir Grindavík, en Caroline Van Slambrouck sá til þess að liðin skildu jöfn. Breski framherjinn Hardy, sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið, hefur reynst liðinu vel, en þetta var fjórða mark hennar í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Grindavík hefur sex stig eftir þessi úrslit og er þremur stigum frá fallsæti eins og sakir standa, en KR sem situr í öðru fallsætinu á leik til góða á Suðurnesjarliðið. ÍBV hefur aftur á móti átta stig og vonir liðsins um að blanda sér í toppbaráttuna orðnar fjarlægar og liðið mun sogast í niður fallbaráttu deildarinnar ef fram heldur sem horfir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Baráttan á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu er æsispennandi, en útlit er fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn muni standa á milli þriggja liða fram á haustið. Þór/KA sem er ríkjandi Íslandsmeistari hirti toppsætið af Breiðabliki með 2-0 sigri í leik liðanna fyrir norðan í gær. Sandra María Jessen skorað bæði mörk Þórs/KA í leiknum, en hún er í baráttu við Elínu Mettu Jensen, framherja Vals, og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, framherja Breiðabliks, um markadrottningatitilinn. Sandra María hefur skorað sjö mörk eftir mörkin sín tvö í leiknum í gær, en Berglind Björg einu marki meira. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar með 19 stig þegar sjö umferðir eru búnar af deildinni, en Breiðablik er einu stigi á eftir í öðru sæti deildarinnar Elín Metta skoraði sömuleiðis tvö mörk þegar Valur bar sigurorð af FH, 4-2, í leik liðanna í Kaplakrika. Hún Thelma Björk Einarsdóttir og Crystal Thomas komu Val tveimur mörkum yfir áður en Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn fyrir FH. Elín Metta róaði taugar Valsmanna með því að koma liðinu 3-1 yfir, en Hanna Marie Barker jók spennuna á nýjan leik þegar hún kom FH inn í leikinn á nýjan leik með marki þegar rúmlega 20 mínútur voru eftir af leiknum. Elín Metta innsiglaði hins vegar sigurinn þegar hún skoraði annað mark sitt undir lok leiksins. Valur, sem hefur haft betur í síðustu sex leikjum sínum í deild og bikar, hefur 18 stig, en liðið hefur jafn mörg stig og Breiðablik og er sæti ofar vegna hagstæðari markatölu. Valur fær svo topplið deildarinnar, Þór/KA, í heimsókn í næsta deildarleik sínum og mætir svo Breiðabliki í toppslag á Kópavogsvelli í umferðinni þar á eftir. Línur gætu því skýrst í toppbaráttunni í næstu tveimur umferðum deildarinnar. Það eykur svo ánægjuna við sigurgöngu Valskvenna að Dóra María Lárusdóttir hefur jafnað sig á krossbandsslitum og er farin að leika með liðinu að nýju. Dóra María hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins og finni hún sitt fyrra form gæti hún skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík náði síðan í öflugt stig í fallbaráttu deildarinnar þegar liðið sótti stig til Vestmannaeyja með því að gera 1-1 jafntefli á móti ÍBV. Rio Hardy náði forystunni fyrir Grindavík, en Caroline Van Slambrouck sá til þess að liðin skildu jöfn. Breski framherjinn Hardy, sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið, hefur reynst liðinu vel, en þetta var fjórða mark hennar í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Grindavík hefur sex stig eftir þessi úrslit og er þremur stigum frá fallsæti eins og sakir standa, en KR sem situr í öðru fallsætinu á leik til góða á Suðurnesjarliðið. ÍBV hefur aftur á móti átta stig og vonir liðsins um að blanda sér í toppbaráttuna orðnar fjarlægar og liðið mun sogast í niður fallbaráttu deildarinnar ef fram heldur sem horfir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira