Sjö ljósmæður til viðbótar sögðu upp í síðustu viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2018 13:19 Kjaradeila ljósmæðra dregst enn á langinn og uppsagnir vofa yfir. Vísir/Vilhelm Sjö ljósmæður sögðu upp störfum á fæðingarvakt Landspítalans í síðustu viku og nítján uppsagnir taka gildi um mánaðamótin. Ein þeirra sem sagði upp í síðustu viku segir að um öþrifaráð sé að ræða. Staðan á Landspítalanum verði erfið þegar uppsagnirnar taka gildi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra hefur verið boðaður á fimmtudaginn en æ fleiri ljósmæður bætast í hóp þeirra sem hafa sagt upp störfum. Hildur Sólveig Ragnarsdóttir er ein þeirra ljósmæðra á fæðingarvakt landspítalans sem sagði upp í síðustu viku en þar að auki munu þrjár láta af störfum næstu mánaðarmót. „Ég held að við séum einar sex-sjö sem hafa lagt inn uppsagnarbréf. Þetta er stór hópur, við erum kannski tíu-ellefu, en þetta er stórt hlutfall af þeim sem eru starfandi á fæðingarvaktinni þannig að þetta lítur ekki vel út,“ segir Hildur Sólveig. Náist góðir samningar muni hún íhuga að draga umsókn sína til baka. Það eigi þó ekki við um allar þær ljósmæður sem sagt hafa upp störfum. „Staðan eins og hún verður núna 1. júlí hún verður mjög erfið. Það eru þrjár að fara núna hérna af fæðingarvaktinni, einar tíu eða ellefu niðri á sængurkvennadeild. Þetta verður mjög erfið staða á báðum deildunum vegna þess að auðvitað hefur ein deild áhrif á hina,“ segir hún. Erfið staða getur einnig skapast á sónardeild Landspítalans þar sem minnst ein ljósmóðir hefur sagt upp störfum og fleiri hafa í hyggju að segja upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Þar starfa aðeins sjö ljósmæður sem geta sinnt tólf vikna sónarskoðun en til þess þarf tveggja ára viðbótarþjálfun. Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum um heildarfjölda uppsagna við vinnslu fréttarinnar. Kjaramál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Sjö ljósmæður sögðu upp störfum á fæðingarvakt Landspítalans í síðustu viku og nítján uppsagnir taka gildi um mánaðamótin. Ein þeirra sem sagði upp í síðustu viku segir að um öþrifaráð sé að ræða. Staðan á Landspítalanum verði erfið þegar uppsagnirnar taka gildi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra hefur verið boðaður á fimmtudaginn en æ fleiri ljósmæður bætast í hóp þeirra sem hafa sagt upp störfum. Hildur Sólveig Ragnarsdóttir er ein þeirra ljósmæðra á fæðingarvakt landspítalans sem sagði upp í síðustu viku en þar að auki munu þrjár láta af störfum næstu mánaðarmót. „Ég held að við séum einar sex-sjö sem hafa lagt inn uppsagnarbréf. Þetta er stór hópur, við erum kannski tíu-ellefu, en þetta er stórt hlutfall af þeim sem eru starfandi á fæðingarvaktinni þannig að þetta lítur ekki vel út,“ segir Hildur Sólveig. Náist góðir samningar muni hún íhuga að draga umsókn sína til baka. Það eigi þó ekki við um allar þær ljósmæður sem sagt hafa upp störfum. „Staðan eins og hún verður núna 1. júlí hún verður mjög erfið. Það eru þrjár að fara núna hérna af fæðingarvaktinni, einar tíu eða ellefu niðri á sængurkvennadeild. Þetta verður mjög erfið staða á báðum deildunum vegna þess að auðvitað hefur ein deild áhrif á hina,“ segir hún. Erfið staða getur einnig skapast á sónardeild Landspítalans þar sem minnst ein ljósmóðir hefur sagt upp störfum og fleiri hafa í hyggju að segja upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Þar starfa aðeins sjö ljósmæður sem geta sinnt tólf vikna sónarskoðun en til þess þarf tveggja ára viðbótarþjálfun. Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum um heildarfjölda uppsagna við vinnslu fréttarinnar.
Kjaramál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Sjá meira