Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna TG skrifar 22. júní 2018 06:00 Ung kona situr með syni sínum Jaydan hjá kaþólskum góðgerðarsamtökum í gær eftir að hafa farið yfir landmærin frá Mexíkó. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði á miðvikudag forsetatilskipun sem kveður á um að hætt verði að skilja börn ólöglegra innflytjenda frá fjölskyldum sínum. Tilskipunin tók strax gildi. Þetta þýðir að börnin verða því með foreldrum sínum þegar þeir eru sóttir til saka. Nú þegar hafa yfir 2.300 börn verið aðskilin frá foreldrum sínum og hefur stór hluti þeirra þurft að dúsa í búrum. Við undirritunina sagði Trump að þó svo að fjölskyldur yrðu ekki lengur aðskildar myndu stjórnvöld ekkert draga úr hörku gagnvart ólöglegum innflytjendum. „Við verðum að vera með öflug, mjög öflug landamæri, en við verðum að halda fjölskyldum saman,“ sagði Trump. Tilskipun Trumps nær hins vegar ekki til þeirra barna sem þegar hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum og því er alls óljóst hvað verður um þau. Trump er mikið gagnrýndur vestanhafs fyrir að vera ekki með skýrar aðgerðir til þess að hjálpa þeim börnum. Sjálfur er forsetinn áfram í ham og sakar hann Demókrata um að vilja að hælisleitendur fái betri þjónustu heldur en Bandaríkjamenn.Sjá einnig: Fataval Melaniu vekur furðu Í gær flaug Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, óvænt til Texas til að skoða sjálf ástandið við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Haft er eftir forsetafrúnni að hún hafi viljað sjá þetta með eigin augum. Hún þakkaði öllu starfsfólkinu fyrir vel unnin störf. Framganga Donalds Trump í þessu máli er býsna óhefðbundin. Um leið og málið komst upp á yfirborðið voru fyrstu viðbrögð Trumps að hann gæti ekkert gert í þessu, sem skýtur skökku við núna. Í kjölfarið stóðu öll spjót á Trump sem á endanum ákvað að gefa eftir. Hann lét félaga sína í Repúblikanaflokknum ekki vita að hann ætlaði að gefa tilskipunina út, talsmenn hans og stuðningsmenn voru þá búnir að vera úti um allt við að verja aðgerðirnar. Margir telja að Trump sé að nota þetta mál til þess að knýja á um að reistur verði veggur við landamærin. Hann verður að hafa hraðar hendur í því máli, því kosið verður til þings í nóvember. Alls óvíst er hvort Repúblikanar muni halda meirihluta í þinginu að þeim loknum miðað við skoðanakannanir vestanhafs. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04 Fataval Melaniu vekur furðu Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna klæddist jakka með áletruninni "I really don't care, do u?” í dag þegar hún ferðaðist til McAllen í Texas. 21. júní 2018 19:53 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði á miðvikudag forsetatilskipun sem kveður á um að hætt verði að skilja börn ólöglegra innflytjenda frá fjölskyldum sínum. Tilskipunin tók strax gildi. Þetta þýðir að börnin verða því með foreldrum sínum þegar þeir eru sóttir til saka. Nú þegar hafa yfir 2.300 börn verið aðskilin frá foreldrum sínum og hefur stór hluti þeirra þurft að dúsa í búrum. Við undirritunina sagði Trump að þó svo að fjölskyldur yrðu ekki lengur aðskildar myndu stjórnvöld ekkert draga úr hörku gagnvart ólöglegum innflytjendum. „Við verðum að vera með öflug, mjög öflug landamæri, en við verðum að halda fjölskyldum saman,“ sagði Trump. Tilskipun Trumps nær hins vegar ekki til þeirra barna sem þegar hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum og því er alls óljóst hvað verður um þau. Trump er mikið gagnrýndur vestanhafs fyrir að vera ekki með skýrar aðgerðir til þess að hjálpa þeim börnum. Sjálfur er forsetinn áfram í ham og sakar hann Demókrata um að vilja að hælisleitendur fái betri þjónustu heldur en Bandaríkjamenn.Sjá einnig: Fataval Melaniu vekur furðu Í gær flaug Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, óvænt til Texas til að skoða sjálf ástandið við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Haft er eftir forsetafrúnni að hún hafi viljað sjá þetta með eigin augum. Hún þakkaði öllu starfsfólkinu fyrir vel unnin störf. Framganga Donalds Trump í þessu máli er býsna óhefðbundin. Um leið og málið komst upp á yfirborðið voru fyrstu viðbrögð Trumps að hann gæti ekkert gert í þessu, sem skýtur skökku við núna. Í kjölfarið stóðu öll spjót á Trump sem á endanum ákvað að gefa eftir. Hann lét félaga sína í Repúblikanaflokknum ekki vita að hann ætlaði að gefa tilskipunina út, talsmenn hans og stuðningsmenn voru þá búnir að vera úti um allt við að verja aðgerðirnar. Margir telja að Trump sé að nota þetta mál til þess að knýja á um að reistur verði veggur við landamærin. Hann verður að hafa hraðar hendur í því máli, því kosið verður til þings í nóvember. Alls óvíst er hvort Repúblikanar muni halda meirihluta í þinginu að þeim loknum miðað við skoðanakannanir vestanhafs.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04 Fataval Melaniu vekur furðu Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna klæddist jakka með áletruninni "I really don't care, do u?” í dag þegar hún ferðaðist til McAllen í Texas. 21. júní 2018 19:53 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15
Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04
Fataval Melaniu vekur furðu Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna klæddist jakka með áletruninni "I really don't care, do u?” í dag þegar hún ferðaðist til McAllen í Texas. 21. júní 2018 19:53