Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. júní 2018 08:00 Færeyingarnir sem fylgdust með leiknum á "trappunni“ lifðu sig mjög inn í leikinn. Portalurinn.fo/sverri egholm Færeyingar eru spenntir fyrir leikjum Íslands á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi um þessar mundir. Leikur liðsins í dag gegn Nígeríu verður sýndur með íslenskri lýsingu Guðmundar Benediktssonar í stað þess að danskur lýsandi tali yfir leikinn. „Það er gífurleg stemning hérna. Það var gerð skoðanakönnun hérna á hvaða liði menn héldu með á mótinu og þá var Ísland langefst með ríflega fjörutíu prósent svara. Bretar komu næst með um fimmtán prósent og yfirvaldið í Danmörku var í þriðja sæti með rúm tíu,“ segir Birnir S. Hauksson. Birnir hefur búið og starfað í Færeyjum í um áratug. Ástæðan fyrir því að Færeyingar eru svo hallir undir Englendinga segir Birnir vera að Bretar hernámu eyjarnar í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir það hafi íbúar eyjanna haft nokkuð sterkar taugar til Englands. Það séu hins vegar ekki allir hrifnir af Dönum og það fari illa í marga Færeyinga séu þeir kallaðir Danir.Það eru líka tilfinningar í spilinu í Færeyjum.Portalurinn.fo/sverri egholmLeikur Íslands og Argentínu var sýndur á stórum skjá á „trappunni“ í höfuðstaðnum Þórshöfn. Áætlað er að hátt í átta hundruð manns hafi verið þar komin saman. Flestir studdu Ísland og lifðu sig mjög inn í leikinn. Ein argentínsk treyja sást í fjöldanum en sá sem henni klæddist gat ekki annað en klappað Íslendingum lof í lófa eftir leik. „Leikurinn í dag verður sýndur þar aftur. Við vitum náttúrulega ekki hve margir mæta en það mun fara eftir veðri. Að þessu sinni verður það Gummi Ben sem mun hljóma í kerfinu en ekki danskur þulur,“ segir Birnir. Birnir segir að á Evrópumótinu fyrir tveimur árum hafi ávallt verið danskur lýsandi og það hafi valdið því að stemningin var ekki eins mikil og hún hefði getað orðið. Æsingurinn í þeim danska hafi ekki verið jafn mikill og hjá íslenska þulnum.Íslenski fáninn var auðvitað við höndina í Þórshöfn.Portalurinn.fo/sverri egholm„Danir eru með smá minnimáttarkennd gagnvart löndum sem eru fámennari en þeir og finnst þeir hafa rétt á að tala niður til þeirra. Danski lýsandinn er til að mynda ekki að hrósa íslenska liðinu fyrir hvernig það spilar. Þess í stað eru hann oft að gera lítið úr því hvað það er oft varnarsinnað og heldur því fram að það geti ekki neitt annað en að spila vörn. Það er leiðinlegt að hlusta á,“ segir Birnir. Ísland er, eins og kunnugt er, fámennasta þjóðin sem hefur spilað sig inn á lokakeppni stórmóts. Færeyingar eiga hins vegar raunhæfan möguleika á að slá það met með tilkomu Þjóðadeildar UEFA. Liðið leikur í D-deild keppninnar og er í riðli með Möltu, Kósóvó og Aserbaídsjan. Sigurvegari deildarinnar vinnur sig beint inn á lokakeppni EM 2020. Í síðustu undankeppnum hefur liðið meðal annars lagt Grikkland í tvígang. „Þegar ég kom hingað fyrir rúmum tíu árum þá var hugarfarið það að þeir ætluðu ekki að tapa of stórt. Nú hugsa þeir öðruvísi og að þeir eigi séns. Framganga Íslands á EM 2016 fannst mér gefa þeim smá „búst“,“ segir Birnir. Argentína Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Norðurlönd Tengdar fréttir Færeyingar fjölmenntu á Tröppurnar til þess að fylgjast með Íslandi - myndir Mikill fjöldi Færeyinga fylgdist með íslenska landsliðinu spila við Argentínu, en leikurinn var sýndur á risaskjá í miðbæ Þórshafnar. 16. júní 2018 16:35 Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Færeyingar styðja strákana okkar hvort sem er í Þórshöfn eða hér í Rússlandi. 21. júní 2018 22:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Færeyingar eru spenntir fyrir leikjum Íslands á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi um þessar mundir. Leikur liðsins í dag gegn Nígeríu verður sýndur með íslenskri lýsingu Guðmundar Benediktssonar í stað þess að danskur lýsandi tali yfir leikinn. „Það er gífurleg stemning hérna. Það var gerð skoðanakönnun hérna á hvaða liði menn héldu með á mótinu og þá var Ísland langefst með ríflega fjörutíu prósent svara. Bretar komu næst með um fimmtán prósent og yfirvaldið í Danmörku var í þriðja sæti með rúm tíu,“ segir Birnir S. Hauksson. Birnir hefur búið og starfað í Færeyjum í um áratug. Ástæðan fyrir því að Færeyingar eru svo hallir undir Englendinga segir Birnir vera að Bretar hernámu eyjarnar í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir það hafi íbúar eyjanna haft nokkuð sterkar taugar til Englands. Það séu hins vegar ekki allir hrifnir af Dönum og það fari illa í marga Færeyinga séu þeir kallaðir Danir.Það eru líka tilfinningar í spilinu í Færeyjum.Portalurinn.fo/sverri egholmLeikur Íslands og Argentínu var sýndur á stórum skjá á „trappunni“ í höfuðstaðnum Þórshöfn. Áætlað er að hátt í átta hundruð manns hafi verið þar komin saman. Flestir studdu Ísland og lifðu sig mjög inn í leikinn. Ein argentínsk treyja sást í fjöldanum en sá sem henni klæddist gat ekki annað en klappað Íslendingum lof í lófa eftir leik. „Leikurinn í dag verður sýndur þar aftur. Við vitum náttúrulega ekki hve margir mæta en það mun fara eftir veðri. Að þessu sinni verður það Gummi Ben sem mun hljóma í kerfinu en ekki danskur þulur,“ segir Birnir. Birnir segir að á Evrópumótinu fyrir tveimur árum hafi ávallt verið danskur lýsandi og það hafi valdið því að stemningin var ekki eins mikil og hún hefði getað orðið. Æsingurinn í þeim danska hafi ekki verið jafn mikill og hjá íslenska þulnum.Íslenski fáninn var auðvitað við höndina í Þórshöfn.Portalurinn.fo/sverri egholm„Danir eru með smá minnimáttarkennd gagnvart löndum sem eru fámennari en þeir og finnst þeir hafa rétt á að tala niður til þeirra. Danski lýsandinn er til að mynda ekki að hrósa íslenska liðinu fyrir hvernig það spilar. Þess í stað eru hann oft að gera lítið úr því hvað það er oft varnarsinnað og heldur því fram að það geti ekki neitt annað en að spila vörn. Það er leiðinlegt að hlusta á,“ segir Birnir. Ísland er, eins og kunnugt er, fámennasta þjóðin sem hefur spilað sig inn á lokakeppni stórmóts. Færeyingar eiga hins vegar raunhæfan möguleika á að slá það met með tilkomu Þjóðadeildar UEFA. Liðið leikur í D-deild keppninnar og er í riðli með Möltu, Kósóvó og Aserbaídsjan. Sigurvegari deildarinnar vinnur sig beint inn á lokakeppni EM 2020. Í síðustu undankeppnum hefur liðið meðal annars lagt Grikkland í tvígang. „Þegar ég kom hingað fyrir rúmum tíu árum þá var hugarfarið það að þeir ætluðu ekki að tapa of stórt. Nú hugsa þeir öðruvísi og að þeir eigi séns. Framganga Íslands á EM 2016 fannst mér gefa þeim smá „búst“,“ segir Birnir.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Norðurlönd Tengdar fréttir Færeyingar fjölmenntu á Tröppurnar til þess að fylgjast með Íslandi - myndir Mikill fjöldi Færeyinga fylgdist með íslenska landsliðinu spila við Argentínu, en leikurinn var sýndur á risaskjá í miðbæ Þórshafnar. 16. júní 2018 16:35 Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Færeyingar styðja strákana okkar hvort sem er í Þórshöfn eða hér í Rússlandi. 21. júní 2018 22:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Færeyingar fjölmenntu á Tröppurnar til þess að fylgjast með Íslandi - myndir Mikill fjöldi Færeyinga fylgdist með íslenska landsliðinu spila við Argentínu, en leikurinn var sýndur á risaskjá í miðbæ Þórshafnar. 16. júní 2018 16:35
Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Færeyingar styðja strákana okkar hvort sem er í Þórshöfn eða hér í Rússlandi. 21. júní 2018 22:00