Dragnea dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 21. júní 2018 23:30 Liviu Dragnea er sagður vera valdamesti maður Rúmeníu. Vísir/epa Dómstóll i Rúmeníu dæmdi í dag Liviu Dragnea, formann stjórnarflokksins PSD, í þriggja og hálfs árs fangelsi. Dragnea var fundinn sekur að hafa tryggt tveimur konum launagreiðslur úr ríkissjóði á árunum 2006 til 2013, þrátt fyrir að þær hafi á þeim tíma verið starfsmenn PSD. Dragnea neitaði sök í málinu og mun áfram vera frjáls ferða sinna þar sem dómnum hefur verið áfrýjað. Í samræmi við rúmensk lög er honum ennfremur heimilt að starfa áfram sem talsmaður og formaður flokksins á meðan málið er fyrir dómstólum. Verði dómurinn staðfestur á æðra dómsstigi væri um mikið reiðarslag að ræða fyrir Dragnea og stjórnmálaferil hans, en hann hefur áður hlotið dóm fyrir kosningasvindl sem gerir það að verkum að honum er óheimilt að gegna embætti forsætisráðherra. Hann er þó sagður valdamesti maður landsins og stjórna á bakvið tjöldin. Rúmenum hefur gengið erfiðlega að berjast gegn víðtækri spillingu í landinu, en tugþúsundir Rúmena mótmæltu á götum úti á síðasta ári eftir að ríkisstjórn þar í landi gerði tilraunir til að gera breytingar á dómskerfi landsins. Breytingunum var ætlað að auka pólitísk afskipti af dómskerfinu og vildu mótmælendur meina að þær myndu torvelda baráttuna gegn spillingu í landinu. Ekkert varð að lokum úr fyrirhuguðum lagabreytingum stjórnarinnar. Evrópusambandið Rúmenía Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í Rúmeníu Fólkið mótmælir fyrirhuguðum breytingum á dómskerfi landsins. 27. nóvember 2017 08:27 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Dómstóll i Rúmeníu dæmdi í dag Liviu Dragnea, formann stjórnarflokksins PSD, í þriggja og hálfs árs fangelsi. Dragnea var fundinn sekur að hafa tryggt tveimur konum launagreiðslur úr ríkissjóði á árunum 2006 til 2013, þrátt fyrir að þær hafi á þeim tíma verið starfsmenn PSD. Dragnea neitaði sök í málinu og mun áfram vera frjáls ferða sinna þar sem dómnum hefur verið áfrýjað. Í samræmi við rúmensk lög er honum ennfremur heimilt að starfa áfram sem talsmaður og formaður flokksins á meðan málið er fyrir dómstólum. Verði dómurinn staðfestur á æðra dómsstigi væri um mikið reiðarslag að ræða fyrir Dragnea og stjórnmálaferil hans, en hann hefur áður hlotið dóm fyrir kosningasvindl sem gerir það að verkum að honum er óheimilt að gegna embætti forsætisráðherra. Hann er þó sagður valdamesti maður landsins og stjórna á bakvið tjöldin. Rúmenum hefur gengið erfiðlega að berjast gegn víðtækri spillingu í landinu, en tugþúsundir Rúmena mótmæltu á götum úti á síðasta ári eftir að ríkisstjórn þar í landi gerði tilraunir til að gera breytingar á dómskerfi landsins. Breytingunum var ætlað að auka pólitísk afskipti af dómskerfinu og vildu mótmælendur meina að þær myndu torvelda baráttuna gegn spillingu í landinu. Ekkert varð að lokum úr fyrirhuguðum lagabreytingum stjórnarinnar.
Evrópusambandið Rúmenía Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í Rúmeníu Fólkið mótmælir fyrirhuguðum breytingum á dómskerfi landsins. 27. nóvember 2017 08:27 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í Rúmeníu Fólkið mótmælir fyrirhuguðum breytingum á dómskerfi landsins. 27. nóvember 2017 08:27