Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 21. júní 2018 22:00 Heine, Guðmundur og Markús. Vísir/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson hefur búið í Færeyjum í 28 ár eða frá árinu 1990. Hann fylgir samt íslenskum landsliðum eftir sem mest hann má og er að sjálfsögðu mættur til Rússlands. Með í för er sonur hans Markús Justinussen Guðmundsson og Heine Justinussen. „Við vorum í Frakklandi fyrir tveimur árum, líka með Færeyingum, og svo í Þýskalandi á sínum tíma,“ segir Guðmundur. Hann á við leikinn fræga í Hamburg þegar Ísland lék við heimamenn í lokaleiknum í riðlinum, enn í séns að komast á Evrópumótið 2004. Niðurstaðan varð 3-0 jafntefli þar sem mark var dæmt af Hermanni Hreiðarssyni sem hefði jafnað í 1-1. Stutt á milli hláturs og gráturs. „Ég er harður stuðningsmaður og fylgi þeim út um allt.“ Göngustígur sem liggur að stuðningsmannasvæðinu í Volgograd.Vísir/VilhelmÞremenningarnir segja stemmninguna heima í Færeyjum fyrir íslenska landsliðinu afar mikla. Þannig hafi um 1500 manns safnast saman á Tröppunum í Þórshöfn og horft saman á Argentínuleikinn. Guðmundur á von á öðru eins gegn Nígeríu á morgun. „Það er svo frábært, ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ segir Guðmundur. Verslunum verður lokað á Íslandi meðan leik stendur og á Guðmundur allt eins von á að það verði uppi á teningnum í einhverjum verslunum í Færeyjum. „Og hérna í Rússlandi! Við hittum einn verslunareiganda í Moskvu og hann ætlaði að loka á meðan Ísland léki gegn Argentínu,“ segir Guðmundur en verslunin var einhvers konar túristabúð.Færeyingar hafa löngum stutt við bakið á Íslendingum.Vísir/SHStrákarnir ætla að fylgja íslenska liðinu alla leið. „Follow your team,“ segja þeir og vísa til þeirrar tegundar miða þar sem maður tryggir sér miða á leiki eins langt og liðið manns nær í keppninni. „Alla leið í úrslitaleikinn. Ef strákarnir ætla að gera þetta þá gerum við það líka,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg æðislegt. Algjört ævintýri.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hefur búið í Færeyjum í 28 ár eða frá árinu 1990. Hann fylgir samt íslenskum landsliðum eftir sem mest hann má og er að sjálfsögðu mættur til Rússlands. Með í för er sonur hans Markús Justinussen Guðmundsson og Heine Justinussen. „Við vorum í Frakklandi fyrir tveimur árum, líka með Færeyingum, og svo í Þýskalandi á sínum tíma,“ segir Guðmundur. Hann á við leikinn fræga í Hamburg þegar Ísland lék við heimamenn í lokaleiknum í riðlinum, enn í séns að komast á Evrópumótið 2004. Niðurstaðan varð 3-0 jafntefli þar sem mark var dæmt af Hermanni Hreiðarssyni sem hefði jafnað í 1-1. Stutt á milli hláturs og gráturs. „Ég er harður stuðningsmaður og fylgi þeim út um allt.“ Göngustígur sem liggur að stuðningsmannasvæðinu í Volgograd.Vísir/VilhelmÞremenningarnir segja stemmninguna heima í Færeyjum fyrir íslenska landsliðinu afar mikla. Þannig hafi um 1500 manns safnast saman á Tröppunum í Þórshöfn og horft saman á Argentínuleikinn. Guðmundur á von á öðru eins gegn Nígeríu á morgun. „Það er svo frábært, ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ segir Guðmundur. Verslunum verður lokað á Íslandi meðan leik stendur og á Guðmundur allt eins von á að það verði uppi á teningnum í einhverjum verslunum í Færeyjum. „Og hérna í Rússlandi! Við hittum einn verslunareiganda í Moskvu og hann ætlaði að loka á meðan Ísland léki gegn Argentínu,“ segir Guðmundur en verslunin var einhvers konar túristabúð.Færeyingar hafa löngum stutt við bakið á Íslendingum.Vísir/SHStrákarnir ætla að fylgja íslenska liðinu alla leið. „Follow your team,“ segja þeir og vísa til þeirrar tegundar miða þar sem maður tryggir sér miða á leiki eins langt og liðið manns nær í keppninni. „Alla leið í úrslitaleikinn. Ef strákarnir ætla að gera þetta þá gerum við það líka,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg æðislegt. Algjört ævintýri.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira