New York í mál við Bandaríkjastjórn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2018 14:06 New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Vísir/getty New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá ákvörðuninni á vef borgarinnar. Cuomo er verulega gagnrýninn á stjórnvöld fyrir harðneskjulega framgöngu í garð innflytjenda við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó en ný stefna í innflytjendamálum sem ber heitir „ekkert umburðarlyndi“ felur í sér að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið.Sum börnin hafa þurft að dvelja vikum saman í flóttamannabúðum við landamærin.Vísir/EPACuomo byggir málsóknina á grundvelli þess að Bandaríkjastjórn brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra barna og foreldra sem hafa verið aðskilin við landamærin. Hann segist vita til þess að um sjötíu börn séu vistuð á ríkisreknum stofnunum víðs vegar um New York ríki og talið er að þeim muni fjölga. New York ríki höfði málið til þess að tryggja heilsu og velferð barnanna. Á vef New York ríkis gerir ríkisstjórinn grein fyrir ákvörðuninni. Hann segir að Trump-stjórnin sýni af sér alvarlegan siðferðisbrest með nýju stefnunni og að framfylgd hennar sé í raun mannlegur harmleikur. „Það skal ekki líðast að yfirvöld brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti barna og foreldra þeirra. New York-ríki mun beita sér í þeirra þágu og höfða mál til þess að stöðva þessa harðvítugu og úthugsuðu árás á samfélög innflytjenda og binda enda á þessa miskunnarlausu stefnu í eitt skipti fyrir allt.“The Trump administration's policy to tear apart families is a moral failing and a human tragedy. We will not tolerate the Constitutional rights of children and their parents being violated by our federal government. This heartless policy must end once and for all.— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 19, 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá ákvörðuninni á vef borgarinnar. Cuomo er verulega gagnrýninn á stjórnvöld fyrir harðneskjulega framgöngu í garð innflytjenda við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó en ný stefna í innflytjendamálum sem ber heitir „ekkert umburðarlyndi“ felur í sér að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið.Sum börnin hafa þurft að dvelja vikum saman í flóttamannabúðum við landamærin.Vísir/EPACuomo byggir málsóknina á grundvelli þess að Bandaríkjastjórn brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra barna og foreldra sem hafa verið aðskilin við landamærin. Hann segist vita til þess að um sjötíu börn séu vistuð á ríkisreknum stofnunum víðs vegar um New York ríki og talið er að þeim muni fjölga. New York ríki höfði málið til þess að tryggja heilsu og velferð barnanna. Á vef New York ríkis gerir ríkisstjórinn grein fyrir ákvörðuninni. Hann segir að Trump-stjórnin sýni af sér alvarlegan siðferðisbrest með nýju stefnunni og að framfylgd hennar sé í raun mannlegur harmleikur. „Það skal ekki líðast að yfirvöld brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti barna og foreldra þeirra. New York-ríki mun beita sér í þeirra þágu og höfða mál til þess að stöðva þessa harðvítugu og úthugsuðu árás á samfélög innflytjenda og binda enda á þessa miskunnarlausu stefnu í eitt skipti fyrir allt.“The Trump administration's policy to tear apart families is a moral failing and a human tragedy. We will not tolerate the Constitutional rights of children and their parents being violated by our federal government. This heartless policy must end once and for all.— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 19, 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24
Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30
Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28
Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent