Svaf í tvo tíma á ferð sinni í kringum landið Bergþór Másson skrifar 30. júní 2018 21:45 Elín V. Magnúsdóttir með hjól í hönd. Facebook/Elín - WOW Cyclothon 2018 Elín V. Magnúsdóttir svaf lítið á meðan hún hjólaði í kringum landið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag er hún fyrsta konan í sögunni til þess að klára einstaklingskeppni WOW Cyclothon. WOW Cyclothon er árleg hjólreiðakeppni þar sem keppendur hjóla hringinn í kringum Ísland, 1.358 kílómetra, á undir fjórum sólarhringum. WOW Cyclothon safnar pening fyrir ný góðgerðarsamtök á hverju ári, en í ár söfnuðust 13,7 milljónir króna fyrir Landsbjörg. WOW Cyclothon er fyrsta hjólareiðakeppnin sem Elín tekur þátt í. Hún er þó enginn nýgræðingur þegar það kemur að útivist og hreyfingu, en hún hefur meðal annars gengið á Kilimanjaro (hæsta fjall Afríku, 5.895 m) og komið tvisvar í grunnbúðir Everest.Lyfjafræðingur í krefjandi aðstæðum Elín starfar sem lyfjafræðingur á rannsóknarstofu Háskola Íslands en hefur einnig unnið fyrir björgunarsveit. Í samtali við Vísi segir hún Cyclothon-ið vera það mest krefjandi og stærsta sem hún hafi gert hingað til. Einnig segir Elín að reynsla hennar frá erfiðum fjallgöngum geri það að verkum að hún treystir sér í krefjandi aðstæður. Hér má sjá myndband frá því þegar Elín lauk keppni.Tveggja tíma svefn í fjögurra daga túr Að hjóla 1.358 kílómetra á undir fjórum sólarhringum krefst gríðarlegs úthalds og viljastyrks. Skiljanlega gefst keppendum ekki mikill tími til svefns, en Elín segir að á þessum þremur og hálfum dögum hafi hún einungis sofið í um það bil tvær klukkustundir „Maður hafði mjög lítinn tíma til að sofa, það var einn svona rúmlega klukkutíma blundur og svo nokkrir stuttir, 10, 15, 20 mínútur svona af og til þegar maður var orðinn verulega syfjaður og farin að dotta á hjólinu.“Fréttin hefur verið uppfærð. Wow Cyclothon Tengdar fréttir Elín fyrst kvenna til að ljúka einstaklingskeppni WOW Cyclothon Elín V. Magnúsdóttir hjólaði í mark í nótt innan tímamarka keppninnar. 30. júní 2018 08:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Elín V. Magnúsdóttir svaf lítið á meðan hún hjólaði í kringum landið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag er hún fyrsta konan í sögunni til þess að klára einstaklingskeppni WOW Cyclothon. WOW Cyclothon er árleg hjólreiðakeppni þar sem keppendur hjóla hringinn í kringum Ísland, 1.358 kílómetra, á undir fjórum sólarhringum. WOW Cyclothon safnar pening fyrir ný góðgerðarsamtök á hverju ári, en í ár söfnuðust 13,7 milljónir króna fyrir Landsbjörg. WOW Cyclothon er fyrsta hjólareiðakeppnin sem Elín tekur þátt í. Hún er þó enginn nýgræðingur þegar það kemur að útivist og hreyfingu, en hún hefur meðal annars gengið á Kilimanjaro (hæsta fjall Afríku, 5.895 m) og komið tvisvar í grunnbúðir Everest.Lyfjafræðingur í krefjandi aðstæðum Elín starfar sem lyfjafræðingur á rannsóknarstofu Háskola Íslands en hefur einnig unnið fyrir björgunarsveit. Í samtali við Vísi segir hún Cyclothon-ið vera það mest krefjandi og stærsta sem hún hafi gert hingað til. Einnig segir Elín að reynsla hennar frá erfiðum fjallgöngum geri það að verkum að hún treystir sér í krefjandi aðstæður. Hér má sjá myndband frá því þegar Elín lauk keppni.Tveggja tíma svefn í fjögurra daga túr Að hjóla 1.358 kílómetra á undir fjórum sólarhringum krefst gríðarlegs úthalds og viljastyrks. Skiljanlega gefst keppendum ekki mikill tími til svefns, en Elín segir að á þessum þremur og hálfum dögum hafi hún einungis sofið í um það bil tvær klukkustundir „Maður hafði mjög lítinn tíma til að sofa, það var einn svona rúmlega klukkutíma blundur og svo nokkrir stuttir, 10, 15, 20 mínútur svona af og til þegar maður var orðinn verulega syfjaður og farin að dotta á hjólinu.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Elín fyrst kvenna til að ljúka einstaklingskeppni WOW Cyclothon Elín V. Magnúsdóttir hjólaði í mark í nótt innan tímamarka keppninnar. 30. júní 2018 08:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Elín fyrst kvenna til að ljúka einstaklingskeppni WOW Cyclothon Elín V. Magnúsdóttir hjólaði í mark í nótt innan tímamarka keppninnar. 30. júní 2018 08:00