Skórnir hafa notið mikilla vinsælda um allan heim, enda koma þeir í takmörkuðu upplagi og aðeins í útvöldum verslunum. Húrra Reykjavík er eina verslunin á Íslandi sem selur þessa skó og fóru þeir í sölu á sama tíma um allan heim.
Í samtali við Vísi segir Sindri Snær Jensson, eigandi Húrra Reykjavík, að dagurinn hafi farið vel af stað og augljóst að mikill áhugi er fyrir skónum.
„Það var frekar góð stemning þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi verið samir við sig“, segir Sindri. Hann segir fólk hafa gert sig líklegt til þess að byrja að standa í röð seinnipartinn í gær og líkt og fyrr segir hafi hátt í hundrað manns beðið fyrir utan verslunina í morgun.

Skórnir fóru í sölu í báðum verslunum Húrra á Hverfisgötu 50 og 78 og má fylgjast með stöðu mála á Instagram-reikningi verslunarinnar.