Veðurhorfur á landinu
Sunnan 3-10 í dag og rigning með köflum, en vestlægari og skúrir síðdegis, fyrst V-ast. Þurrt A-lands fram undir kvöld. Hiti 9 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Hægari á morgun og birtir til N- og A-lands seinnipartinn, en gengur í SA 5-13 S- og V-lands og fer að rigna. Hiti 7 til 16 stig, svalast á Vestfjörðum og við A-ströndina.Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum eða léttskýjað á Norður- og Austurlandi og hiti 12 til 18 stig en skýjað og víða þokusúld eða rigning með köflum sunnan- og vestantil og hiti 9 til 14 stig.
Á þriðjudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt. Allvíða væta á köflum en úrkomulítið vestantil. Kólnar heldur í veðri og hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðaustan og austantil.
Á miðvikudag:
Vestlæg átt, 5-10 m/s. Skýjað og allvíða dálítil rigning eða skúrir en úrkomulítið suðaustanlands. Hiti 6 til 15 stig, svalast á Vestfjörðum.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og allvíða skýjað með köflum en stöku skúrir við norðurströndina. Hiti 6 til 15 stig.
Á föstudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og vætu í flestum landshlutum, síst þó norðanlands. Hiti breytist lítið.