Fyrrverandi „Kaupþingsprins“ selur 240 milljóna glæsivillu í Skerjafirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2018 12:30 Húsið er allt hið glæsilegasta. Stórglæsilegt 457 fermetra einbýlishús við Skildinganes 44 í Skerjafirði hefur verið sett á sölu. Húsið hlýtur að teljast eitt það dýrasta á landinu en fasteignamat er rúmar 240 milljónir króna að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Íbúar og eigendur hússins eru hjónin Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Kaupþings, og Helga María Garðarsdóttir, stjórnarformaður Ægis sjávarfangs. Þau hjón sjá um rekstur fyrirtækisins sem framleiðir niðursoðna þorsklifur.Sjá einnig: Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Húsið, sem er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkítekt, var byggt árið 2009 og stendur við sjávarlóð í Skerjafirði. Hjónin fluttu í húsið árið sem það var byggt en höfðu þar áður búið í annarri glæsivillu við Skildinganes.Þá er ljóst að mikið hefur verið lagt í innanhúshönnun hússins en um hana sá Guðbjörg Magnúsdóttir, innanhúsarkítekt. Þá er húsið tvær hæðir og skiptist m.a. í mjög stóra stofu, borðstofu, eldhús með sjónvarpskrók, fjögur herbergi, fjölskylduherbergi, tvö baðherbergi, snyrtingu og fataherbergi. Þá státar eignin af tvöföldum bílskúr, grónum garði, heitum potti og útisturtu. Ingvar var einn af aðalmönnunum í Kaupþingi þegar bankinn féll. Hann átti hlutabréf í bankanum að verðmæti rúmlega tveir milljarðar við fall bankans og vakti athygli að hann breyttist skyndilega í eignarhaldsfélagið Ingvar Vilhjálmsson ehf á hluthafalista bankans daginn áður en bankinn fór í þrot í október árið 2008. Á sama tíma skráði hann höllina í Skildinganesi 44 á eiginkonu sína.Leðursófasett er í einni af stofum hússins.Mynd/EignamiðlunMikil birta er í borðstofunni.Mynd/EignamiðlunÞað er aldeilis pláss í eldhúsinu.Mynd/EignamiðlunViðurinn fær að njóta sín á baðherberginu.MYNd/EignamiðlunHúsið er á besta stað í Skerjafirði, rétt við sjóinn.MYNd/Eignamiðlun Hús og heimili Tengdar fréttir Starfsmenn Kaupþings tóku stöðu gegn krónunni Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings. 24. október 2013 10:11 Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Héraðsdómur fellst á að rifta skuli niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar og flutningi skuldar í hlutafélag. 3. nóvember 2011 11:00 Ígildi 57 bankagjaldkera Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, er ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera sé litið til upplýsinga í opinberum álgningarskrám. Bankagjaldkerar hafa að meðaltali eitthundrað og sjötíuþúsund krónur á mánuði, en forstöðumaðurinn hefur hinsvegar rúmar níu komma þrjár milljónir. Ingvar Vilhjálmsson seigr að upplýsingarnar séu rangar og hann hyggst hyggst kæra álagninguna. 2. ágúst 2005 00:01 Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar. 1. september 2009 11:45 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Stórglæsilegt 457 fermetra einbýlishús við Skildinganes 44 í Skerjafirði hefur verið sett á sölu. Húsið hlýtur að teljast eitt það dýrasta á landinu en fasteignamat er rúmar 240 milljónir króna að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Íbúar og eigendur hússins eru hjónin Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Kaupþings, og Helga María Garðarsdóttir, stjórnarformaður Ægis sjávarfangs. Þau hjón sjá um rekstur fyrirtækisins sem framleiðir niðursoðna þorsklifur.Sjá einnig: Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Húsið, sem er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkítekt, var byggt árið 2009 og stendur við sjávarlóð í Skerjafirði. Hjónin fluttu í húsið árið sem það var byggt en höfðu þar áður búið í annarri glæsivillu við Skildinganes.Þá er ljóst að mikið hefur verið lagt í innanhúshönnun hússins en um hana sá Guðbjörg Magnúsdóttir, innanhúsarkítekt. Þá er húsið tvær hæðir og skiptist m.a. í mjög stóra stofu, borðstofu, eldhús með sjónvarpskrók, fjögur herbergi, fjölskylduherbergi, tvö baðherbergi, snyrtingu og fataherbergi. Þá státar eignin af tvöföldum bílskúr, grónum garði, heitum potti og útisturtu. Ingvar var einn af aðalmönnunum í Kaupþingi þegar bankinn féll. Hann átti hlutabréf í bankanum að verðmæti rúmlega tveir milljarðar við fall bankans og vakti athygli að hann breyttist skyndilega í eignarhaldsfélagið Ingvar Vilhjálmsson ehf á hluthafalista bankans daginn áður en bankinn fór í þrot í október árið 2008. Á sama tíma skráði hann höllina í Skildinganesi 44 á eiginkonu sína.Leðursófasett er í einni af stofum hússins.Mynd/EignamiðlunMikil birta er í borðstofunni.Mynd/EignamiðlunÞað er aldeilis pláss í eldhúsinu.Mynd/EignamiðlunViðurinn fær að njóta sín á baðherberginu.MYNd/EignamiðlunHúsið er á besta stað í Skerjafirði, rétt við sjóinn.MYNd/Eignamiðlun
Hús og heimili Tengdar fréttir Starfsmenn Kaupþings tóku stöðu gegn krónunni Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings. 24. október 2013 10:11 Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Héraðsdómur fellst á að rifta skuli niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar og flutningi skuldar í hlutafélag. 3. nóvember 2011 11:00 Ígildi 57 bankagjaldkera Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, er ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera sé litið til upplýsinga í opinberum álgningarskrám. Bankagjaldkerar hafa að meðaltali eitthundrað og sjötíuþúsund krónur á mánuði, en forstöðumaðurinn hefur hinsvegar rúmar níu komma þrjár milljónir. Ingvar Vilhjálmsson seigr að upplýsingarnar séu rangar og hann hyggst hyggst kæra álagninguna. 2. ágúst 2005 00:01 Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar. 1. september 2009 11:45 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Starfsmenn Kaupþings tóku stöðu gegn krónunni Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings. 24. október 2013 10:11
Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Héraðsdómur fellst á að rifta skuli niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar og flutningi skuldar í hlutafélag. 3. nóvember 2011 11:00
Ígildi 57 bankagjaldkera Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, er ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera sé litið til upplýsinga í opinberum álgningarskrám. Bankagjaldkerar hafa að meðaltali eitthundrað og sjötíuþúsund krónur á mánuði, en forstöðumaðurinn hefur hinsvegar rúmar níu komma þrjár milljónir. Ingvar Vilhjálmsson seigr að upplýsingarnar séu rangar og hann hyggst hyggst kæra álagninguna. 2. ágúst 2005 00:01
Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar. 1. september 2009 11:45