Fyrrverandi „Kaupþingsprins“ selur 240 milljóna glæsivillu í Skerjafirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2018 12:30 Húsið er allt hið glæsilegasta. Stórglæsilegt 457 fermetra einbýlishús við Skildinganes 44 í Skerjafirði hefur verið sett á sölu. Húsið hlýtur að teljast eitt það dýrasta á landinu en fasteignamat er rúmar 240 milljónir króna að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Íbúar og eigendur hússins eru hjónin Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Kaupþings, og Helga María Garðarsdóttir, stjórnarformaður Ægis sjávarfangs. Þau hjón sjá um rekstur fyrirtækisins sem framleiðir niðursoðna þorsklifur.Sjá einnig: Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Húsið, sem er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkítekt, var byggt árið 2009 og stendur við sjávarlóð í Skerjafirði. Hjónin fluttu í húsið árið sem það var byggt en höfðu þar áður búið í annarri glæsivillu við Skildinganes.Þá er ljóst að mikið hefur verið lagt í innanhúshönnun hússins en um hana sá Guðbjörg Magnúsdóttir, innanhúsarkítekt. Þá er húsið tvær hæðir og skiptist m.a. í mjög stóra stofu, borðstofu, eldhús með sjónvarpskrók, fjögur herbergi, fjölskylduherbergi, tvö baðherbergi, snyrtingu og fataherbergi. Þá státar eignin af tvöföldum bílskúr, grónum garði, heitum potti og útisturtu. Ingvar var einn af aðalmönnunum í Kaupþingi þegar bankinn féll. Hann átti hlutabréf í bankanum að verðmæti rúmlega tveir milljarðar við fall bankans og vakti athygli að hann breyttist skyndilega í eignarhaldsfélagið Ingvar Vilhjálmsson ehf á hluthafalista bankans daginn áður en bankinn fór í þrot í október árið 2008. Á sama tíma skráði hann höllina í Skildinganesi 44 á eiginkonu sína.Leðursófasett er í einni af stofum hússins.Mynd/EignamiðlunMikil birta er í borðstofunni.Mynd/EignamiðlunÞað er aldeilis pláss í eldhúsinu.Mynd/EignamiðlunViðurinn fær að njóta sín á baðherberginu.MYNd/EignamiðlunHúsið er á besta stað í Skerjafirði, rétt við sjóinn.MYNd/Eignamiðlun Hús og heimili Tengdar fréttir Starfsmenn Kaupþings tóku stöðu gegn krónunni Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings. 24. október 2013 10:11 Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Héraðsdómur fellst á að rifta skuli niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar og flutningi skuldar í hlutafélag. 3. nóvember 2011 11:00 Ígildi 57 bankagjaldkera Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, er ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera sé litið til upplýsinga í opinberum álgningarskrám. Bankagjaldkerar hafa að meðaltali eitthundrað og sjötíuþúsund krónur á mánuði, en forstöðumaðurinn hefur hinsvegar rúmar níu komma þrjár milljónir. Ingvar Vilhjálmsson seigr að upplýsingarnar séu rangar og hann hyggst hyggst kæra álagninguna. 2. ágúst 2005 00:01 Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar. 1. september 2009 11:45 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Stórglæsilegt 457 fermetra einbýlishús við Skildinganes 44 í Skerjafirði hefur verið sett á sölu. Húsið hlýtur að teljast eitt það dýrasta á landinu en fasteignamat er rúmar 240 milljónir króna að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Íbúar og eigendur hússins eru hjónin Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Kaupþings, og Helga María Garðarsdóttir, stjórnarformaður Ægis sjávarfangs. Þau hjón sjá um rekstur fyrirtækisins sem framleiðir niðursoðna þorsklifur.Sjá einnig: Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Húsið, sem er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkítekt, var byggt árið 2009 og stendur við sjávarlóð í Skerjafirði. Hjónin fluttu í húsið árið sem það var byggt en höfðu þar áður búið í annarri glæsivillu við Skildinganes.Þá er ljóst að mikið hefur verið lagt í innanhúshönnun hússins en um hana sá Guðbjörg Magnúsdóttir, innanhúsarkítekt. Þá er húsið tvær hæðir og skiptist m.a. í mjög stóra stofu, borðstofu, eldhús með sjónvarpskrók, fjögur herbergi, fjölskylduherbergi, tvö baðherbergi, snyrtingu og fataherbergi. Þá státar eignin af tvöföldum bílskúr, grónum garði, heitum potti og útisturtu. Ingvar var einn af aðalmönnunum í Kaupþingi þegar bankinn féll. Hann átti hlutabréf í bankanum að verðmæti rúmlega tveir milljarðar við fall bankans og vakti athygli að hann breyttist skyndilega í eignarhaldsfélagið Ingvar Vilhjálmsson ehf á hluthafalista bankans daginn áður en bankinn fór í þrot í október árið 2008. Á sama tíma skráði hann höllina í Skildinganesi 44 á eiginkonu sína.Leðursófasett er í einni af stofum hússins.Mynd/EignamiðlunMikil birta er í borðstofunni.Mynd/EignamiðlunÞað er aldeilis pláss í eldhúsinu.Mynd/EignamiðlunViðurinn fær að njóta sín á baðherberginu.MYNd/EignamiðlunHúsið er á besta stað í Skerjafirði, rétt við sjóinn.MYNd/Eignamiðlun
Hús og heimili Tengdar fréttir Starfsmenn Kaupþings tóku stöðu gegn krónunni Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings. 24. október 2013 10:11 Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Héraðsdómur fellst á að rifta skuli niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar og flutningi skuldar í hlutafélag. 3. nóvember 2011 11:00 Ígildi 57 bankagjaldkera Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, er ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera sé litið til upplýsinga í opinberum álgningarskrám. Bankagjaldkerar hafa að meðaltali eitthundrað og sjötíuþúsund krónur á mánuði, en forstöðumaðurinn hefur hinsvegar rúmar níu komma þrjár milljónir. Ingvar Vilhjálmsson seigr að upplýsingarnar séu rangar og hann hyggst hyggst kæra álagninguna. 2. ágúst 2005 00:01 Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar. 1. september 2009 11:45 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Starfsmenn Kaupþings tóku stöðu gegn krónunni Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings. 24. október 2013 10:11
Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Héraðsdómur fellst á að rifta skuli niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar og flutningi skuldar í hlutafélag. 3. nóvember 2011 11:00
Ígildi 57 bankagjaldkera Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, er ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera sé litið til upplýsinga í opinberum álgningarskrám. Bankagjaldkerar hafa að meðaltali eitthundrað og sjötíuþúsund krónur á mánuði, en forstöðumaðurinn hefur hinsvegar rúmar níu komma þrjár milljónir. Ingvar Vilhjálmsson seigr að upplýsingarnar séu rangar og hann hyggst hyggst kæra álagninguna. 2. ágúst 2005 00:01
Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar. 1. september 2009 11:45