Aumingjaskapur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. júlí 2018 06:00 Þjóðinni er fyrir löngu orðið ljóst að ekki er fullkomlega hægt að treysta á að stjórnvöld haldi vöku sinni í mikilvægum málum. Stundum er einfaldlega eins og þau séu úti á þekju. Þá þarf að vekja þau til lífsins og það getur kostað átak. Þetta sýnir sig í mörgu, en ekki síst þegar kemur að því að slá skjaldborg um náttúru landsins. Þá slær jafnvel þögn á málgefnustu stjórnmálamenn sem kjósa að vera stikkfrí. Á dögunum tók Björn Halldórsson, bóndi á Akri í Vopnafirði, að sér að ávíta stjórnvöld. Þar vann hann þarft verk. Björn benti á að erlendur auðmaður hefur keypt upp heilu jarðirnar hér á landi án þess að brugðist væri við. Björn sagði það vera aumingjaskap dauðans að ekki skyldi tryggt að verðmætt land og landsvæði væru í eigu þjóðarinnar. Björn bóndi er þarna á sömu slóðum og hinn skeleggi Ögmundur Jónasson sem fyrir tæpum tveimur árum sagði það „órækan vitnisburð um vesaldóm íslenskra stjórnvalda“ að hafa heimilað sölu Grímsstaða á Fjöllum til þessa sama auðmanns, sem er víst stöðugt að færa út kvíarnar hér á landi. Það getur ekki verið óskastaða að auðmenn eignist hér stór landsvæði. Samt er það látið óátalið. Þegar kemur að varðveislu landsvæða og sjálfsagðri náttúruvernd er andvaraleysi ráðamanna landsins æpandi. Það hefði átt að vera akkur í því að fá í ríkisstjórn Vinstri græn, flokk sem kennir sig við umhyggju gagnvart náttúru landsins og flaggar náttúruverndarsjónarmiðum óspart á landsfundum. Flokkurinn virðist hins vegar hafa afar takmarkaðan áhuga á að beita sér í þágu íslenskrar náttúru í ríkisstjórnarsamstarfi með tveimur enn áhugalausari samstarfsflokkum. Vinstri græn virtust vera á réttri leið í upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins þegar sóttur var í stól umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þekktur umhverfisverndarsinni. Innan ríkisstjórnarinnar er samt eins og þess sé alls ekki óskað að hann taki starf sitt alvarlega heldur verði til friðs. Áhugafólk um pólitík bíður spennt eftir því hvort umhverfisráðherra taki hag landsins, og þar með þjóðarinnar, fram yfir friðsælt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ráðherranum virðist ætlað að vera upp á punt í þessari ríkisstjórn. Vonandi mun hann ekki sætta sig við það hlutskipti. Aftur skal vitnað í Björn Halldórsson bónda sem í viðtali furðaði sig á því að ekki skuli horft fram í tímann. Verði ekkert gert til að koma í veg fyrir að erlendir auðmenn eignist hér stór landsvæði mun kynslóðinni sem nú er að vaxa úr grasi og þeim kynslóðum sem á eftir koma bregða verulega í brún þegar þeim verður ljós sú staðreynd að skammsýnir stjórnmálamenn sátu aðgerðarlausir og áhugalausir hjá meðan erlendir auðkýfingar hrifsuðu til sín dýrmæt landsvæði. Íslensk stjórnvöld geta enn brugðist við. Svo er annað mál hvort þau kæri sig um það. Kannski vilja þau viðhalda aumingjaskapnum og hafa engan áhuga á að hrista af sér vesaldóminn. Þá er illa komið fyrir þeim, en enn verr komið fyrir þjóðinni sem kaus þau yfir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þjóðinni er fyrir löngu orðið ljóst að ekki er fullkomlega hægt að treysta á að stjórnvöld haldi vöku sinni í mikilvægum málum. Stundum er einfaldlega eins og þau séu úti á þekju. Þá þarf að vekja þau til lífsins og það getur kostað átak. Þetta sýnir sig í mörgu, en ekki síst þegar kemur að því að slá skjaldborg um náttúru landsins. Þá slær jafnvel þögn á málgefnustu stjórnmálamenn sem kjósa að vera stikkfrí. Á dögunum tók Björn Halldórsson, bóndi á Akri í Vopnafirði, að sér að ávíta stjórnvöld. Þar vann hann þarft verk. Björn benti á að erlendur auðmaður hefur keypt upp heilu jarðirnar hér á landi án þess að brugðist væri við. Björn sagði það vera aumingjaskap dauðans að ekki skyldi tryggt að verðmætt land og landsvæði væru í eigu þjóðarinnar. Björn bóndi er þarna á sömu slóðum og hinn skeleggi Ögmundur Jónasson sem fyrir tæpum tveimur árum sagði það „órækan vitnisburð um vesaldóm íslenskra stjórnvalda“ að hafa heimilað sölu Grímsstaða á Fjöllum til þessa sama auðmanns, sem er víst stöðugt að færa út kvíarnar hér á landi. Það getur ekki verið óskastaða að auðmenn eignist hér stór landsvæði. Samt er það látið óátalið. Þegar kemur að varðveislu landsvæða og sjálfsagðri náttúruvernd er andvaraleysi ráðamanna landsins æpandi. Það hefði átt að vera akkur í því að fá í ríkisstjórn Vinstri græn, flokk sem kennir sig við umhyggju gagnvart náttúru landsins og flaggar náttúruverndarsjónarmiðum óspart á landsfundum. Flokkurinn virðist hins vegar hafa afar takmarkaðan áhuga á að beita sér í þágu íslenskrar náttúru í ríkisstjórnarsamstarfi með tveimur enn áhugalausari samstarfsflokkum. Vinstri græn virtust vera á réttri leið í upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins þegar sóttur var í stól umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þekktur umhverfisverndarsinni. Innan ríkisstjórnarinnar er samt eins og þess sé alls ekki óskað að hann taki starf sitt alvarlega heldur verði til friðs. Áhugafólk um pólitík bíður spennt eftir því hvort umhverfisráðherra taki hag landsins, og þar með þjóðarinnar, fram yfir friðsælt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ráðherranum virðist ætlað að vera upp á punt í þessari ríkisstjórn. Vonandi mun hann ekki sætta sig við það hlutskipti. Aftur skal vitnað í Björn Halldórsson bónda sem í viðtali furðaði sig á því að ekki skuli horft fram í tímann. Verði ekkert gert til að koma í veg fyrir að erlendir auðmenn eignist hér stór landsvæði mun kynslóðinni sem nú er að vaxa úr grasi og þeim kynslóðum sem á eftir koma bregða verulega í brún þegar þeim verður ljós sú staðreynd að skammsýnir stjórnmálamenn sátu aðgerðarlausir og áhugalausir hjá meðan erlendir auðkýfingar hrifsuðu til sín dýrmæt landsvæði. Íslensk stjórnvöld geta enn brugðist við. Svo er annað mál hvort þau kæri sig um það. Kannski vilja þau viðhalda aumingjaskapnum og hafa engan áhuga á að hrista af sér vesaldóminn. Þá er illa komið fyrir þeim, en enn verr komið fyrir þjóðinni sem kaus þau yfir sig.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun