Daniel Cormier með sögulegan sigur Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. júlí 2018 05:58 Daniel Cormier með beltin sín. Vísir/Getty Daniel Cormier skráði sig á spjöld sögunnar með sigri á Stipe Miocic í nótt. Með sigrinum er hann ríkjandi meistari í þungavigt og léttþungavigt. Þetta var í fyrsta sinn í sögu UFC þar sem léttþungavigtarmeistarinn skorar á þungavigtarmeistarann. Stipe Miocic hafði varið þungavigtartitil sinn þrívegis fram að bardaganum í kvöld en það er met í þungavigt UFC. Stipe Miocic byrjaði bardagann vel og var með stjórn á bardaganum framan af. Daniel Cormier kýldi hins vegar þungavigtarmeistarann niður með hægri krók í 1. lotu og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu. Cormier fagnaði ógurlega og er hann aðeins annar maðurinn í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Conor McGregor var sá fyrsti til að ná því afreki í nóvember 2016. Með sigrinum er Cormier svo sannarlega meðal þeirra bestu í sögu MMA. Fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt verður að öllum líkindum gegn Brock Lesnar en sá síðarnefndi mætti í búrið eftir bardagann með vandræðaleg læti. Lesnar þarf þó fyrst að klára afplánun keppnisbanns en hann féll á lyfjaprófi árið 2016. Þeir Francis Ngannou og Derrick Lewis mættust í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Óhætt er að segja að bardaginn sé einn sá versti í sögu UFC en afskaplega lítið gerðist í bardaganum. Lewis sigraði eftir dómaraákvörðun og var baulað á báða bardagamenn. Fyrir utan bardaga Lewis og Ngannou var bardagakvöldið afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Getur Daniel Cormier skráð sig á spjöld sögunnar? Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. 7. júlí 2018 15:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Sjá meira
Daniel Cormier skráði sig á spjöld sögunnar með sigri á Stipe Miocic í nótt. Með sigrinum er hann ríkjandi meistari í þungavigt og léttþungavigt. Þetta var í fyrsta sinn í sögu UFC þar sem léttþungavigtarmeistarinn skorar á þungavigtarmeistarann. Stipe Miocic hafði varið þungavigtartitil sinn þrívegis fram að bardaganum í kvöld en það er met í þungavigt UFC. Stipe Miocic byrjaði bardagann vel og var með stjórn á bardaganum framan af. Daniel Cormier kýldi hins vegar þungavigtarmeistarann niður með hægri krók í 1. lotu og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu. Cormier fagnaði ógurlega og er hann aðeins annar maðurinn í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Conor McGregor var sá fyrsti til að ná því afreki í nóvember 2016. Með sigrinum er Cormier svo sannarlega meðal þeirra bestu í sögu MMA. Fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt verður að öllum líkindum gegn Brock Lesnar en sá síðarnefndi mætti í búrið eftir bardagann með vandræðaleg læti. Lesnar þarf þó fyrst að klára afplánun keppnisbanns en hann féll á lyfjaprófi árið 2016. Þeir Francis Ngannou og Derrick Lewis mættust í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Óhætt er að segja að bardaginn sé einn sá versti í sögu UFC en afskaplega lítið gerðist í bardaganum. Lewis sigraði eftir dómaraákvörðun og var baulað á báða bardagamenn. Fyrir utan bardaga Lewis og Ngannou var bardagakvöldið afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Getur Daniel Cormier skráð sig á spjöld sögunnar? Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. 7. júlí 2018 15:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Sjá meira
Getur Daniel Cormier skráð sig á spjöld sögunnar? Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. 7. júlí 2018 15:30