„Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2018 09:00 Helga Sigrún var í áttunda bekk þegar myndin fór fyrst í dreifingu. Um ári síðar komst sá kvittur á kreik að Helga væri stúlkan á myndinni. Vísir/Vilhelm Helga Sigrún Hermannsdóttir, nemi í efnaverkfræði við Háskóla Íslands, varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. Hápunkti ofbeldisins var náð þegar allir gestir í partíi, sem Helga var stödd í, fengu myndina senda á sama tíma. Helga hefur aldrei komist að því hver stóð að dreifingu myndarinnar en þakkar samfélagsmiðlabyltingum síðustu ára, og kærkomnum stuðningi vina og fjölskyldu, fyrir kjarkinn sem þurfti til að stíga fram.„Við vorum ótrúlega líkar“ Helga Sigrún, sem verður 21 árs í lok júlí, var í áttunda bekk þegar myndin fór fyrst í dreifingu. Myndin var óskýr en á henni mátti sjá stelpu, sem Helga kannaðist sjálf við úr hverfinu, veita þáverandi kærasta sínum munnmök. „Þetta var ótrúlega venjuleg stelpa sem varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi af hálfu fyrrverandi kærasta síns, við bjuggum í sama bæjarfélagi og þetta var slúður innan hverfisins þarna á þessum tíma,“ segir Helga. Þegar myndin hóf fyrst að ganga manna á milli var Helga ljóshærð og hin stúlkan dökkhærð. Í níunda bekk, um ári síðar, litaði Helga hárið á sér dökkt og í kjölfarið komst sá kvittur á kreik að stúlkan á myndinni væri Helga sjálf. Helga segir þær stúlkurnar vissulega hafa verið afar líkar á þessum tíma. „Mamma mín var meira að segja bara: „Helga mín, þú þarft ekki að ljúga að mér, ef þetta ert þú þá skiptir það engu máli.“ Við vorum ótrúlega líkar, það er fáránlegt.“ Mætti ekki á æfingar í tvær vikur Fljótlega var myndinni hlaðið inn á Chansluts, vefsíðu sem hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna dreifingar á sambærilegum myndum af íslenskum stúlkum, og þá ræddi fólk myndina á Formspring, samfélagsmiðli sem naut mikilli vinsælda meðal unglinga skömmu eftir 2010. Þar var hið sama uppi á teningnum – því var slegið föstu að Helga væri stúlkan á myndinni. „Ég var alltaf frekar vinsæll unglingur þegar ég var í grunnskóla og það vissu margir hver ég var. Þetta fór eins og eldur í sinu um hverfið. Ég man að ég mætti ekki á æfingar í tvær vikur vegna þess að allir sem voru að æfa með mér voru með þessa mynd. Það var engin leið fyrir mig að segja að þetta væri ekki ég, og ekki að það sé það sem skipti máli, en ég hafði bara einhvern veginn engan vettvang til að svara fyrir mig.“ Bekkjarbræðurnir sendu myndina sín á milli Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki refsivert á Íslandi. Frumvarp þess efnis var lagt fram á síðasta þingi og fór í gegnum fyrstu umræðu en var svæft í nefnd. Áður höfðu þingmenn Bjartrar framtíðar lagt fram frumvarp um að svokallað „hrelliklám“ eða „hefndarklám“, hugtök sem þykja þó ekki lýsandi fyrir verknaðinn, yrði gert refsivert en það var aldrei samþykkt. Í núgildandi lögum er því aðeins í gildi bann við „dreifingu kláms“ og refsivert er að dreifa efni sem inniheldur kynlífsathafnir án leyfis þeirra sem fram í því koma.Helga hóf nám við Menntaskólann við Sund haustið 2013. Um það leyti dúkkaði myndin aftur upp og enn var hún sögð vera af Helgu.Vísir/VilhelmEkkert af ofangreindu, hvorki í núgildandi lögum né í frumvarpi um stafrænt kynferðisofbeldi, nær þó utan um ofbeldið sem Helga var beitt, þar sem umrædd mynd er ekki af henni. Að sögn Helgu gat lögregla því ekkert aðhafst í málinu fyrir hennar hönd. „Það fer ferli í gang innan lögreglunnar milli stelpunnar sem var á myndinni og fyrrverandi kærasta hennar. Þetta kom mér í rauninni ekki við en samt var ég sú sem varð mest fyrir barðinu á þessari mynd.“Sjá einnig: Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“Skömmu síðar hafi fólk þó misst áhugann á myndinni og málið virtist falla í gleymsku, þangað til Helga hóf nám við Menntaskólann við Sund haustið 2013. Um það leyti dúkkaði myndin aftur upp og enn var hún sögð vera af Helgu. „Sumarið áður en þú byrjar í menntaskóla færðu að vita hverjum þú verður með í bekk og ég man að ég frétti af því í byrjun skólans að strákarnir í árgangnum hefðu verið að senda myndina sín á milli um sumarið. Strákarnir í nýja bekknum mínum voru að tala um að þetta væri „flotta bekkjarsystirin sem er að byrja með okkur í bekk“.“ Vinabeiðni send á alla í partíinu Helga segir þó myndina aldrei hafa orðið að stórmáli fyrstu árin í MS og að bekkjarfélagar hafi almennt ekki vitað af henni. Árið 2015, tveimur árum eftir að Helgu hafði síðast verið gert viðvart um tilvist myndarinnar, varð hún fyrir stærsta áfallinu. „Þá kemur hún eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég var búin að gleyma þessu, þetta var ekki búið að kom upp í tvö ár og ég var bara búin að komast yfir þetta. Ég man að ég var nýbyrjuð að deita strák og nýbyrjuð að vinna á veitingastað með nýja yfirmenn og samstarfsfélaga,“ segir Helga. „Þá er ég í partíi á laugardegi, ég er edrú, og fæ allt í einu tilkynningu í símann minn. „Helga Sigrún tottmynd sent you a friend request“. Það var nafnið á Facebook-síðunni. Ég opna síðuna þar sem ég sit þarna í sakleysi mínu í partíinu og sé að prófælmyndin er þessi sama mynd, af þessari stelpu sem allir halda að sé ég. Svo lít ég upp og þá höfðu allir í partíinu fengið nákvæmlega sömu vinabeiðni og ég. Ég hugsaði að þetta gæti bara ekki mögulega verið að gerast.“ Helga segist hafa brotnað strax niður og leitað skjóls inni á klósetti ásamt vinkonum sínum. Þær hafi svo beðið alla viðstadda að tilkynna Facebook-síðuna. En skaðinn var skeður. Allur vinalisti Helgu hafði fengið vinabeiðni frá síðunni, þar á meðal fjölskylda hennar og vinir auk nýrra yfirmanna og samstarfsfélaga.Sjá einnig: BA-ritgerðin Syndir holdsins: „Þetta er ekki klám heldur ofbeldi“ Helga segir að síðunni hafi ekki verið lokað fyrr en á sunnudeginum og var hún því opin í nær heilan dag. Helga hafði auk þess samband við lögreglu sem gat ekki rakið síðuna vegna þess að búið var að leggja hana niður á þeim tímapunkti. „Það eina sem við gátum gert var að tilkynna þessa síðu og það gerist ekkert eins og að smella fingri. Það tekur tíma þannig að þetta hékk uppi og ég man að ég „refresh-aði“ síðunni aftur og aftur til að sjá hvenær hún yrði tekin niður. Og ég man að mamma mín sat grátandi við hliðina á mér því þetta hafði ekki bara áhrif á mig. Mamma var líka í molum yfir því að einhver myndi vilja vera svona vondur. Þetta er bara illska og ekkert annað.“Helga segir breytt viðhorf til kynferðisofbeldis og málefnum því tengdu hafa hjálpað sér að takast á við ofbeldið sem hún var beitt.Vísir/vilhelmSagði frá öllu á Snapchat Vinabeiðnirnar voru sendar út á miklum umrótatímum í samfélaginu. #FreeTheNipple-bylgjan hafði farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla fyrr á árinu og Druslugangan var orðin að einum stærsta viðburði sumarsins í Reykjavík. Helga ákvað því að gera málinu skil á Snapchat-reikningi sínum sem henni hefði ekki komið til hugar tveimur árum áður. „Það ödduðu mér 700 manns á einu kvöldi og ég er þarna grátandi inni á Snapchat að segja frá því sem gerðist í alvörunni. Að þetta hefði fylgt mér síðan ég var í 9. bekk og dúkkað reglulega upp, farið inn á Chansluts og að menn hefðu verið að biðja um myndir af mér á netinu. Að þessi mynd hafi alltaf komið aftur fram og að enginn trúi mér, að allir haldi að þetta sé ég.“ Helga segir breytt viðhorf til kynferðisofbeldis og málefnum því tengdu hafa hjálpað sér að takast á við ofbeldið sem hún var beitt. Hún ræði þessi mál af töluvert meira hispursleysi og frelsi en áður, bæði á netinu og í raunheimum. Þá hefur Helga tekið þátt í Druslugöngunni á hverju ári síðan Facebook-síðan var stofnuð. „Þú ert aldrei einn í liði. Það er fullt af fólki sem þarf að ganga í gegnum þetta. En einhvern veginn er athyglin samt aldrei á strákunum. Þegar þessi mynd fór í dreifingu árið 2015 var ég að deita strák og hann fann ekki fyrir neinu aðkasti, fólk var ekkert að pæla í því hvort þetta væri nokkuð hann. Fókusinn var bara á mér. Og skömmin lendir alltaf á stelpunni.“ „Maður er svo ótrúlega máttlaus“ Þó að enn beri mjög á drusluskömm í ofbeldismálum sem þessu ítrekar Helga að viðbrögð annarra í sinn garð hafi alltaf einkennst af jákvæðni, ást og stuðningi. Fjölskylda, vinir og nýir vinnuveitendur hafi öll verið boðin og búin til að styðja við bakið á henni og rétta fram hjálparhönd. Fjölmargir hafa auk þess sett sig í samband við hana eftir að hún tjáði sig um málið á Snapchat og segir Helga ómetanlegt að finna fyrir því að hún sé ekki ein í liði.Sjá einnig: Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið „Af því að þetta er mannskemmandi. Það er ógeðslegt að lenda í einhverju svona. Þetta er meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa. Þér líður eins og allir séu að dæma þig og þú situr fyrir framan tölvuna þína og veltir því fyrir þér hvernig einhver getur mögulega hatað þig svona mikið og niðurlægt þig þar sem allir sjá. Það var erfiðast, ekki „slut shame“-ið, heldur að standa frammi fyrir því að einhver hataði mig svona. Maður er svo ótrúlega máttlaus,“ segir Helga. Ákvað að segja frá fyrir hinar stelpurnar Helga hefur aldrei komist að því hver það var sem birti myndina á Facebook. Þá hefur viðkomandi ekki látið á sér kræla síðan vinabeiðnirnar voru sendar út og myndin hefur heldur ekki farið aftur í umferð síðan þá. Helga segist hafa vonað að málinu væri þar með lokið og óttaðist því að ýfa upp gömul sár þegar blaðamaður hafði samband með beiðni um viðtal. „Ég hugsaði að mesta sprengjan væri búin og að ég ætlaði að reyna að gleyma þessu. Svo þegar þú hafðir samband þá var ég hrædd um að allir færu að tala um þetta aftur og byrja að deila þessari mynd á milli sín. En svo áttaði ég mig á því, þegar ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að gera þetta eða ekki, að það er svo ótrúlega mikið af litlum stelpum sem verða fyrir þessu,“ segir Helga. „Stelpur sem eru enn í grunnskóla eins og ég var, sem þurfa í fyrsta lagi að heyra að þetta er ekkert sem er óeðlilegt. Það sofa allir hjá, það stunda allir kynlíf og það á ekki að skammast sín fyrir það. Og í öðru lagi, ef einhver er að nota það gegn þér þá segir það miklu meira um hann heldur en þig. Það á enginn að horfa niður á þig fyrir að taka myndir með kærastanum þínum ef þú vilt gera það, en það á að horfa niður á viðkomandi ef hann ákveður að dreifa myndunum án þíns samþykkis.“Oj hvað það var erfitt að lesa þetta. Var að finna gamla dagbókarfærslu síðan 2015, man ég var í öngum mínum grenjandi að skrifa þetta. Neteinelti og hefndarklám at its finest. pic.twitter.com/TD1xpB4JKo— Helga Sigrún (@heilooog) July 1, 2018 Að eilífu á Internetinu Helga deildi nýverið myndum af dagbókarfærslum sem hún skrifaði eftir helgina örlagaríku árið 2015 en tíst Helgu þess efnis má sjá hér að ofan. Helga segist varla muna eftir því að hafa skrifað færsluna, hún hafi verið í svo miklu uppnámi þegar á þessu stóð, og þá hafi verið afar erfitt að rifja málið upp nú, þremur árum síðar. „Ég las í gegnum þessa dagbókarfærslu um daginn og ég brotnaði niður. Ég grét í svona tvo tíma því ég hafði einhvern veginn ákveðið að leyfa þessu að deyja út, þannig að allir myndu gleyma myndinni, en svo er þetta náttúrulega á Internetinu. Myndin er alltaf þar inni, hún fer aldrei út, og ég get alveg eins tekist á við þetta og reynt að hjálpa öðrum stelpum.“ Þá ítrekar Helga að þolendur stafræns kynferðisofbeldis þurfi ekki að takast á við ofbeldið einir, sérstaklega nú þegar mikill árangur hefur náðst í stríðinu gegn þöggun í málaflokknum. „Mig langar líka að segja við alla þarna úti, ef það er einhver að taka svona mynd af þér og er að nota hana í slæmum tilgangi þá vil ég að þú vitir að það eru allir með þér í liði, og ég er með þér í liði. Það er svo mikilvægt að vita að maður sé ekki einn,“ segir Helga. „Og til manneskjunnar sem gerði mér þetta: Ég vann.“ MeToo Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Áhyggjuefni ef ekki má refsa fyrir brot Formaður Félags framhaldsskólakennara segir áhyggjuefni ef skólastjórnendur eru úrræðalausir til að takast á við alvarleg brot eftir álit umboðsmanns Alþingis. Brottvísun pilts fyrir stafrænt kynferðisofbeldi og vopnaburð var ólögmæt. Ráðherra boðar skoðun á verklagi. 26. mars 2018 06:00 Myndin af mér í heild sinni: Þegar nektarmyndir komast í dreifingu á netinu Erna Mist Pétursdóttir leikur aðalhlutverk í myndinni en hún er er sjálf þolandi stafræns kynferðisofbeldis. 22. janúar 2018 16:00 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Helga Sigrún Hermannsdóttir, nemi í efnaverkfræði við Háskóla Íslands, varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. Hápunkti ofbeldisins var náð þegar allir gestir í partíi, sem Helga var stödd í, fengu myndina senda á sama tíma. Helga hefur aldrei komist að því hver stóð að dreifingu myndarinnar en þakkar samfélagsmiðlabyltingum síðustu ára, og kærkomnum stuðningi vina og fjölskyldu, fyrir kjarkinn sem þurfti til að stíga fram.„Við vorum ótrúlega líkar“ Helga Sigrún, sem verður 21 árs í lok júlí, var í áttunda bekk þegar myndin fór fyrst í dreifingu. Myndin var óskýr en á henni mátti sjá stelpu, sem Helga kannaðist sjálf við úr hverfinu, veita þáverandi kærasta sínum munnmök. „Þetta var ótrúlega venjuleg stelpa sem varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi af hálfu fyrrverandi kærasta síns, við bjuggum í sama bæjarfélagi og þetta var slúður innan hverfisins þarna á þessum tíma,“ segir Helga. Þegar myndin hóf fyrst að ganga manna á milli var Helga ljóshærð og hin stúlkan dökkhærð. Í níunda bekk, um ári síðar, litaði Helga hárið á sér dökkt og í kjölfarið komst sá kvittur á kreik að stúlkan á myndinni væri Helga sjálf. Helga segir þær stúlkurnar vissulega hafa verið afar líkar á þessum tíma. „Mamma mín var meira að segja bara: „Helga mín, þú þarft ekki að ljúga að mér, ef þetta ert þú þá skiptir það engu máli.“ Við vorum ótrúlega líkar, það er fáránlegt.“ Mætti ekki á æfingar í tvær vikur Fljótlega var myndinni hlaðið inn á Chansluts, vefsíðu sem hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna dreifingar á sambærilegum myndum af íslenskum stúlkum, og þá ræddi fólk myndina á Formspring, samfélagsmiðli sem naut mikilli vinsælda meðal unglinga skömmu eftir 2010. Þar var hið sama uppi á teningnum – því var slegið föstu að Helga væri stúlkan á myndinni. „Ég var alltaf frekar vinsæll unglingur þegar ég var í grunnskóla og það vissu margir hver ég var. Þetta fór eins og eldur í sinu um hverfið. Ég man að ég mætti ekki á æfingar í tvær vikur vegna þess að allir sem voru að æfa með mér voru með þessa mynd. Það var engin leið fyrir mig að segja að þetta væri ekki ég, og ekki að það sé það sem skipti máli, en ég hafði bara einhvern veginn engan vettvang til að svara fyrir mig.“ Bekkjarbræðurnir sendu myndina sín á milli Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki refsivert á Íslandi. Frumvarp þess efnis var lagt fram á síðasta þingi og fór í gegnum fyrstu umræðu en var svæft í nefnd. Áður höfðu þingmenn Bjartrar framtíðar lagt fram frumvarp um að svokallað „hrelliklám“ eða „hefndarklám“, hugtök sem þykja þó ekki lýsandi fyrir verknaðinn, yrði gert refsivert en það var aldrei samþykkt. Í núgildandi lögum er því aðeins í gildi bann við „dreifingu kláms“ og refsivert er að dreifa efni sem inniheldur kynlífsathafnir án leyfis þeirra sem fram í því koma.Helga hóf nám við Menntaskólann við Sund haustið 2013. Um það leyti dúkkaði myndin aftur upp og enn var hún sögð vera af Helgu.Vísir/VilhelmEkkert af ofangreindu, hvorki í núgildandi lögum né í frumvarpi um stafrænt kynferðisofbeldi, nær þó utan um ofbeldið sem Helga var beitt, þar sem umrædd mynd er ekki af henni. Að sögn Helgu gat lögregla því ekkert aðhafst í málinu fyrir hennar hönd. „Það fer ferli í gang innan lögreglunnar milli stelpunnar sem var á myndinni og fyrrverandi kærasta hennar. Þetta kom mér í rauninni ekki við en samt var ég sú sem varð mest fyrir barðinu á þessari mynd.“Sjá einnig: Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“Skömmu síðar hafi fólk þó misst áhugann á myndinni og málið virtist falla í gleymsku, þangað til Helga hóf nám við Menntaskólann við Sund haustið 2013. Um það leyti dúkkaði myndin aftur upp og enn var hún sögð vera af Helgu. „Sumarið áður en þú byrjar í menntaskóla færðu að vita hverjum þú verður með í bekk og ég man að ég frétti af því í byrjun skólans að strákarnir í árgangnum hefðu verið að senda myndina sín á milli um sumarið. Strákarnir í nýja bekknum mínum voru að tala um að þetta væri „flotta bekkjarsystirin sem er að byrja með okkur í bekk“.“ Vinabeiðni send á alla í partíinu Helga segir þó myndina aldrei hafa orðið að stórmáli fyrstu árin í MS og að bekkjarfélagar hafi almennt ekki vitað af henni. Árið 2015, tveimur árum eftir að Helgu hafði síðast verið gert viðvart um tilvist myndarinnar, varð hún fyrir stærsta áfallinu. „Þá kemur hún eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég var búin að gleyma þessu, þetta var ekki búið að kom upp í tvö ár og ég var bara búin að komast yfir þetta. Ég man að ég var nýbyrjuð að deita strák og nýbyrjuð að vinna á veitingastað með nýja yfirmenn og samstarfsfélaga,“ segir Helga. „Þá er ég í partíi á laugardegi, ég er edrú, og fæ allt í einu tilkynningu í símann minn. „Helga Sigrún tottmynd sent you a friend request“. Það var nafnið á Facebook-síðunni. Ég opna síðuna þar sem ég sit þarna í sakleysi mínu í partíinu og sé að prófælmyndin er þessi sama mynd, af þessari stelpu sem allir halda að sé ég. Svo lít ég upp og þá höfðu allir í partíinu fengið nákvæmlega sömu vinabeiðni og ég. Ég hugsaði að þetta gæti bara ekki mögulega verið að gerast.“ Helga segist hafa brotnað strax niður og leitað skjóls inni á klósetti ásamt vinkonum sínum. Þær hafi svo beðið alla viðstadda að tilkynna Facebook-síðuna. En skaðinn var skeður. Allur vinalisti Helgu hafði fengið vinabeiðni frá síðunni, þar á meðal fjölskylda hennar og vinir auk nýrra yfirmanna og samstarfsfélaga.Sjá einnig: BA-ritgerðin Syndir holdsins: „Þetta er ekki klám heldur ofbeldi“ Helga segir að síðunni hafi ekki verið lokað fyrr en á sunnudeginum og var hún því opin í nær heilan dag. Helga hafði auk þess samband við lögreglu sem gat ekki rakið síðuna vegna þess að búið var að leggja hana niður á þeim tímapunkti. „Það eina sem við gátum gert var að tilkynna þessa síðu og það gerist ekkert eins og að smella fingri. Það tekur tíma þannig að þetta hékk uppi og ég man að ég „refresh-aði“ síðunni aftur og aftur til að sjá hvenær hún yrði tekin niður. Og ég man að mamma mín sat grátandi við hliðina á mér því þetta hafði ekki bara áhrif á mig. Mamma var líka í molum yfir því að einhver myndi vilja vera svona vondur. Þetta er bara illska og ekkert annað.“Helga segir breytt viðhorf til kynferðisofbeldis og málefnum því tengdu hafa hjálpað sér að takast á við ofbeldið sem hún var beitt.Vísir/vilhelmSagði frá öllu á Snapchat Vinabeiðnirnar voru sendar út á miklum umrótatímum í samfélaginu. #FreeTheNipple-bylgjan hafði farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla fyrr á árinu og Druslugangan var orðin að einum stærsta viðburði sumarsins í Reykjavík. Helga ákvað því að gera málinu skil á Snapchat-reikningi sínum sem henni hefði ekki komið til hugar tveimur árum áður. „Það ödduðu mér 700 manns á einu kvöldi og ég er þarna grátandi inni á Snapchat að segja frá því sem gerðist í alvörunni. Að þetta hefði fylgt mér síðan ég var í 9. bekk og dúkkað reglulega upp, farið inn á Chansluts og að menn hefðu verið að biðja um myndir af mér á netinu. Að þessi mynd hafi alltaf komið aftur fram og að enginn trúi mér, að allir haldi að þetta sé ég.“ Helga segir breytt viðhorf til kynferðisofbeldis og málefnum því tengdu hafa hjálpað sér að takast á við ofbeldið sem hún var beitt. Hún ræði þessi mál af töluvert meira hispursleysi og frelsi en áður, bæði á netinu og í raunheimum. Þá hefur Helga tekið þátt í Druslugöngunni á hverju ári síðan Facebook-síðan var stofnuð. „Þú ert aldrei einn í liði. Það er fullt af fólki sem þarf að ganga í gegnum þetta. En einhvern veginn er athyglin samt aldrei á strákunum. Þegar þessi mynd fór í dreifingu árið 2015 var ég að deita strák og hann fann ekki fyrir neinu aðkasti, fólk var ekkert að pæla í því hvort þetta væri nokkuð hann. Fókusinn var bara á mér. Og skömmin lendir alltaf á stelpunni.“ „Maður er svo ótrúlega máttlaus“ Þó að enn beri mjög á drusluskömm í ofbeldismálum sem þessu ítrekar Helga að viðbrögð annarra í sinn garð hafi alltaf einkennst af jákvæðni, ást og stuðningi. Fjölskylda, vinir og nýir vinnuveitendur hafi öll verið boðin og búin til að styðja við bakið á henni og rétta fram hjálparhönd. Fjölmargir hafa auk þess sett sig í samband við hana eftir að hún tjáði sig um málið á Snapchat og segir Helga ómetanlegt að finna fyrir því að hún sé ekki ein í liði.Sjá einnig: Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið „Af því að þetta er mannskemmandi. Það er ógeðslegt að lenda í einhverju svona. Þetta er meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa. Þér líður eins og allir séu að dæma þig og þú situr fyrir framan tölvuna þína og veltir því fyrir þér hvernig einhver getur mögulega hatað þig svona mikið og niðurlægt þig þar sem allir sjá. Það var erfiðast, ekki „slut shame“-ið, heldur að standa frammi fyrir því að einhver hataði mig svona. Maður er svo ótrúlega máttlaus,“ segir Helga. Ákvað að segja frá fyrir hinar stelpurnar Helga hefur aldrei komist að því hver það var sem birti myndina á Facebook. Þá hefur viðkomandi ekki látið á sér kræla síðan vinabeiðnirnar voru sendar út og myndin hefur heldur ekki farið aftur í umferð síðan þá. Helga segist hafa vonað að málinu væri þar með lokið og óttaðist því að ýfa upp gömul sár þegar blaðamaður hafði samband með beiðni um viðtal. „Ég hugsaði að mesta sprengjan væri búin og að ég ætlaði að reyna að gleyma þessu. Svo þegar þú hafðir samband þá var ég hrædd um að allir færu að tala um þetta aftur og byrja að deila þessari mynd á milli sín. En svo áttaði ég mig á því, þegar ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að gera þetta eða ekki, að það er svo ótrúlega mikið af litlum stelpum sem verða fyrir þessu,“ segir Helga. „Stelpur sem eru enn í grunnskóla eins og ég var, sem þurfa í fyrsta lagi að heyra að þetta er ekkert sem er óeðlilegt. Það sofa allir hjá, það stunda allir kynlíf og það á ekki að skammast sín fyrir það. Og í öðru lagi, ef einhver er að nota það gegn þér þá segir það miklu meira um hann heldur en þig. Það á enginn að horfa niður á þig fyrir að taka myndir með kærastanum þínum ef þú vilt gera það, en það á að horfa niður á viðkomandi ef hann ákveður að dreifa myndunum án þíns samþykkis.“Oj hvað það var erfitt að lesa þetta. Var að finna gamla dagbókarfærslu síðan 2015, man ég var í öngum mínum grenjandi að skrifa þetta. Neteinelti og hefndarklám at its finest. pic.twitter.com/TD1xpB4JKo— Helga Sigrún (@heilooog) July 1, 2018 Að eilífu á Internetinu Helga deildi nýverið myndum af dagbókarfærslum sem hún skrifaði eftir helgina örlagaríku árið 2015 en tíst Helgu þess efnis má sjá hér að ofan. Helga segist varla muna eftir því að hafa skrifað færsluna, hún hafi verið í svo miklu uppnámi þegar á þessu stóð, og þá hafi verið afar erfitt að rifja málið upp nú, þremur árum síðar. „Ég las í gegnum þessa dagbókarfærslu um daginn og ég brotnaði niður. Ég grét í svona tvo tíma því ég hafði einhvern veginn ákveðið að leyfa þessu að deyja út, þannig að allir myndu gleyma myndinni, en svo er þetta náttúrulega á Internetinu. Myndin er alltaf þar inni, hún fer aldrei út, og ég get alveg eins tekist á við þetta og reynt að hjálpa öðrum stelpum.“ Þá ítrekar Helga að þolendur stafræns kynferðisofbeldis þurfi ekki að takast á við ofbeldið einir, sérstaklega nú þegar mikill árangur hefur náðst í stríðinu gegn þöggun í málaflokknum. „Mig langar líka að segja við alla þarna úti, ef það er einhver að taka svona mynd af þér og er að nota hana í slæmum tilgangi þá vil ég að þú vitir að það eru allir með þér í liði, og ég er með þér í liði. Það er svo mikilvægt að vita að maður sé ekki einn,“ segir Helga. „Og til manneskjunnar sem gerði mér þetta: Ég vann.“
MeToo Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Áhyggjuefni ef ekki má refsa fyrir brot Formaður Félags framhaldsskólakennara segir áhyggjuefni ef skólastjórnendur eru úrræðalausir til að takast á við alvarleg brot eftir álit umboðsmanns Alþingis. Brottvísun pilts fyrir stafrænt kynferðisofbeldi og vopnaburð var ólögmæt. Ráðherra boðar skoðun á verklagi. 26. mars 2018 06:00 Myndin af mér í heild sinni: Þegar nektarmyndir komast í dreifingu á netinu Erna Mist Pétursdóttir leikur aðalhlutverk í myndinni en hún er er sjálf þolandi stafræns kynferðisofbeldis. 22. janúar 2018 16:00 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Áhyggjuefni ef ekki má refsa fyrir brot Formaður Félags framhaldsskólakennara segir áhyggjuefni ef skólastjórnendur eru úrræðalausir til að takast á við alvarleg brot eftir álit umboðsmanns Alþingis. Brottvísun pilts fyrir stafrænt kynferðisofbeldi og vopnaburð var ólögmæt. Ráðherra boðar skoðun á verklagi. 26. mars 2018 06:00
Myndin af mér í heild sinni: Þegar nektarmyndir komast í dreifingu á netinu Erna Mist Pétursdóttir leikur aðalhlutverk í myndinni en hún er er sjálf þolandi stafræns kynferðisofbeldis. 22. janúar 2018 16:00
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22
Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent