Erlent

Flugslys á flugsýningu

Andri Eysteinsson skrifar
Vélin var af gerðinni MiG-21 og var 33 ára hið minnsta.
Vélin var af gerðinni MiG-21 og var 33 ára hið minnsta. Vísir/EPA
Rúmenskur orrustuflugmaður lét lífið þegar flugvél hans hrapaði á meðan að á sýningu rúmeska flughersins stóð. Flugmanninnum tókst þó að afstýra enn meiri harmleik.

Rúmenska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í yfirlýsingu að orrustuflugvél af gerðinni MiG-21 Lancer hafi hrapað til jarðar á meðan að á sýningunni stóð.

Reuters greinir frá því að flugmaðurinn, hinn 36 ári gamli Florin Rotaru hafi náð að breyta stefnu flugvélarinnar og beina henni frá áhorfendaskaranum sem taldi um 4000 manns og stýrði vélinni á nærliggjandi akur. Vitni lýstu því að vélin hafi sprungið við snertingu við jörðu og sjónvarpsútsendingar sýndu greinilegan svartan reyk koma frá slysstaðnum.

Ráðuneytið segir að rannsókn á tildrögum slyssins sem dró Rotaru til dauða sé hafin.

Framleiðslu á MiG-21 vélunum lauk í Sovétríkjunum sálugu árið 1985 og er því ljóst að vélin var 33 ára hið minnsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×