Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júlí 2018 23:15 Allt að þúsund manna fjölþjóðlegt lið kemur að björgunaraðgerðunum. Vísir/Getty Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar.Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun New York Times þar sem rætt er við fjölmarga kafara sem koma að björgunaraðgerðunum í Chiang Rai héraði Taílands. Það tekur hina afar reyndu kafara sem starfa við björgunina sex tíma að komast til strákanna í hellinum, þar sem afar mikið regnvatn hefur safnast saman. Til þess að bjarga þeim sem sitja fastir er helst horft til þess að hægt verði að kafa með drengina og þjálfarann til baka sömu leið, um fimm kílómetra.Sjá einnig:Heimtir úr helju úr fjölmiðlafári Ekki er þó svo að um samfellda fimm kílómetra köfun sé um að ræða. Á löngum köflum nær vatnið ekki að fylla hellinn en hins vegar eru víða kaflar, allt að 400 metra langir, þar sem hellakerfið er fullt af vatni og engir loftgöt að finna til þess að ná andanum.Ljóst er því að það verður mjög vandasamt verk að koma drengjunum og þjálfurunum þá leið til baka. Segir í umfjöllun New York Times að jafn vel fyrir reyndustu kafara heims sé ferðin mjög erfið, hvað þá fyrir tólf stráka og þjálfara þeirra sem dvalið hafa í hellinum í að verða tvær vikur.Sumir af strákunum eru orðnir veikburða og reyna skipuleggjendur björgunaraðgerðanna nú að finna út hvernig hægt sé að halda drengjunum sem heilsuhraustustum, á sama tíma og verið er að kenna þeim undirstöðuatriðin í köfun.Hér má sjá myndband AFP þar sem farið er yfir hvernig reiknað er með að staðið verði að því að koma drengjunum út.Yfirleitt myndi enginn kafa við þessar aðstæður Ben Reymenants, reyndur belgískur hellakafari var meðal þeirra kafara sem fundu drengina. Í viðtali við New York Times lýsir hann aðstæðum í hellinum þar sem þarf að kafa.„Maður togar sig áfram með höndunum og skyggnið er ekkert. Það er ekki hægt að lesa á dýptarmælinn, það er ekki hægt að líta á úrið. Maður er því í raun að kafa blindandi án þess að vita í hvaða átt maður er að fara,“ segir Reymenants.Hann líkir strauminum í vatninu í hellakerfinu sem beið honum við fyrstu köfun við strauminn í Colorado-ánni, einni lengstu og vatnsmestu á Bandaríkjanna.Í viðtalinu segir Reymenants að hann og aðrir reyndir kafarar hafi talið í fyrstu að óhugsandi væri að finna drengina. Þeir hafi þó haldið áfram eftir að yfirvöld í Taílandi hafi ákveðið að ekki yrði hætt að senda inn kafara frá sérsveit sjóhersins.„Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég bara snúa við,“ segir Reymenants. „En undir venjulegum kringumstæðum eru ekki tólf strákar og líf þeirra í húfi“Tíu sinnum erfiðara að undirbúa og framkvæma allt Alls koma um þúsund manns að björgunaraðgerðum, þar af 140 kafarar og eru 110 þeirra úr sérsveit taílenska sjóhersins. Bandaríkjaher hefur einnig boðið fram aðstoð sína og í umfjöllun New York Times er rætt við sérfræðing í björgunaraðgerðum úr bandaríska flughernum sem vildi ekki láta nafns síns getið af öryggisástæðum.Í viðtalinu segir hann að það sem geri björgunaraðgerðir og köfunina sérstaklega erfiða sé að hellakerfið er afar flókið, hafi aldrei verið kortlagt að fullu og landslagið í hellinum sé afar mismunandi eftir því hvar kafararnir séu staddir.Sums staðar sé sandur á hellisbotninum, annars staðar séu risastórir hnullungar. Þá sé ljóst að vatnið sem streymir um hellakerfið komi ekki allt frá sama stað, né sé um samtengdan vatnsflaum að ræða. Það skýri af hverju illa gangi að dæla vatninu burtu.Sjá einnig:Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu jafnan íÞá sé tíu sinnum erfiðara að samhæfa björgunaraðgerðir, leysa flókin vandamál sem komi upp eða jafnvel hreyfa sig, þar sem svo stór hluti leiðinnar sé í vatni.Drengirnir báru sig vel þegar þeir fundust loksins.Vísir/GettyÞað er til marks um hversu köfunin er vandasöm að afar reyndur taílænskur kafari lést í fyrrinótt við undirbúning björgunaraðgerðanna. Var hann að koma fyrir súrefniskútum á leiðinni er hann varð sjálfur súrefnislaus. Ekki er víst hvenær reynt verður að koma drengjunum og þjálfaranum út. Fregnir bárust í dag að það yrði reynt í kvöld en á blaðamannafundi fyrr í kvöld var það þó útilokað þar sem drengirnir væru of veikburða til þess að geta farið af stað. Veðurspá gerir ráð fyrir mikilli úrkomu um helgina og óttast er að það muni enn frekar þrengja stöðu drengjanna og þjálfarans. Eru björgunaraðilar því í kapphlaupi við tímann, finnist engin önnur leið að drengjunum.Umfjöllun New York Times má lesa hér. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Elon Musk býður fram aðstoð við björgun fótboltastrákanna Fulltrúar á vegum Elon Musk eru í viðræðum við yfirvöld í Taílandi um hvernig fyrirtæki í eigu frumkvöðulsins geti aðstoðað við björgun fótboltastrákanna sem dvalið hafa í helli í tólf daga. 5. júlí 2018 23:18 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar.Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun New York Times þar sem rætt er við fjölmarga kafara sem koma að björgunaraðgerðunum í Chiang Rai héraði Taílands. Það tekur hina afar reyndu kafara sem starfa við björgunina sex tíma að komast til strákanna í hellinum, þar sem afar mikið regnvatn hefur safnast saman. Til þess að bjarga þeim sem sitja fastir er helst horft til þess að hægt verði að kafa með drengina og þjálfarann til baka sömu leið, um fimm kílómetra.Sjá einnig:Heimtir úr helju úr fjölmiðlafári Ekki er þó svo að um samfellda fimm kílómetra köfun sé um að ræða. Á löngum köflum nær vatnið ekki að fylla hellinn en hins vegar eru víða kaflar, allt að 400 metra langir, þar sem hellakerfið er fullt af vatni og engir loftgöt að finna til þess að ná andanum.Ljóst er því að það verður mjög vandasamt verk að koma drengjunum og þjálfurunum þá leið til baka. Segir í umfjöllun New York Times að jafn vel fyrir reyndustu kafara heims sé ferðin mjög erfið, hvað þá fyrir tólf stráka og þjálfara þeirra sem dvalið hafa í hellinum í að verða tvær vikur.Sumir af strákunum eru orðnir veikburða og reyna skipuleggjendur björgunaraðgerðanna nú að finna út hvernig hægt sé að halda drengjunum sem heilsuhraustustum, á sama tíma og verið er að kenna þeim undirstöðuatriðin í köfun.Hér má sjá myndband AFP þar sem farið er yfir hvernig reiknað er með að staðið verði að því að koma drengjunum út.Yfirleitt myndi enginn kafa við þessar aðstæður Ben Reymenants, reyndur belgískur hellakafari var meðal þeirra kafara sem fundu drengina. Í viðtali við New York Times lýsir hann aðstæðum í hellinum þar sem þarf að kafa.„Maður togar sig áfram með höndunum og skyggnið er ekkert. Það er ekki hægt að lesa á dýptarmælinn, það er ekki hægt að líta á úrið. Maður er því í raun að kafa blindandi án þess að vita í hvaða átt maður er að fara,“ segir Reymenants.Hann líkir strauminum í vatninu í hellakerfinu sem beið honum við fyrstu köfun við strauminn í Colorado-ánni, einni lengstu og vatnsmestu á Bandaríkjanna.Í viðtalinu segir Reymenants að hann og aðrir reyndir kafarar hafi talið í fyrstu að óhugsandi væri að finna drengina. Þeir hafi þó haldið áfram eftir að yfirvöld í Taílandi hafi ákveðið að ekki yrði hætt að senda inn kafara frá sérsveit sjóhersins.„Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég bara snúa við,“ segir Reymenants. „En undir venjulegum kringumstæðum eru ekki tólf strákar og líf þeirra í húfi“Tíu sinnum erfiðara að undirbúa og framkvæma allt Alls koma um þúsund manns að björgunaraðgerðum, þar af 140 kafarar og eru 110 þeirra úr sérsveit taílenska sjóhersins. Bandaríkjaher hefur einnig boðið fram aðstoð sína og í umfjöllun New York Times er rætt við sérfræðing í björgunaraðgerðum úr bandaríska flughernum sem vildi ekki láta nafns síns getið af öryggisástæðum.Í viðtalinu segir hann að það sem geri björgunaraðgerðir og köfunina sérstaklega erfiða sé að hellakerfið er afar flókið, hafi aldrei verið kortlagt að fullu og landslagið í hellinum sé afar mismunandi eftir því hvar kafararnir séu staddir.Sums staðar sé sandur á hellisbotninum, annars staðar séu risastórir hnullungar. Þá sé ljóst að vatnið sem streymir um hellakerfið komi ekki allt frá sama stað, né sé um samtengdan vatnsflaum að ræða. Það skýri af hverju illa gangi að dæla vatninu burtu.Sjá einnig:Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu jafnan íÞá sé tíu sinnum erfiðara að samhæfa björgunaraðgerðir, leysa flókin vandamál sem komi upp eða jafnvel hreyfa sig, þar sem svo stór hluti leiðinnar sé í vatni.Drengirnir báru sig vel þegar þeir fundust loksins.Vísir/GettyÞað er til marks um hversu köfunin er vandasöm að afar reyndur taílænskur kafari lést í fyrrinótt við undirbúning björgunaraðgerðanna. Var hann að koma fyrir súrefniskútum á leiðinni er hann varð sjálfur súrefnislaus. Ekki er víst hvenær reynt verður að koma drengjunum og þjálfaranum út. Fregnir bárust í dag að það yrði reynt í kvöld en á blaðamannafundi fyrr í kvöld var það þó útilokað þar sem drengirnir væru of veikburða til þess að geta farið af stað. Veðurspá gerir ráð fyrir mikilli úrkomu um helgina og óttast er að það muni enn frekar þrengja stöðu drengjanna og þjálfarans. Eru björgunaraðilar því í kapphlaupi við tímann, finnist engin önnur leið að drengjunum.Umfjöllun New York Times má lesa hér.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Elon Musk býður fram aðstoð við björgun fótboltastrákanna Fulltrúar á vegum Elon Musk eru í viðræðum við yfirvöld í Taílandi um hvernig fyrirtæki í eigu frumkvöðulsins geti aðstoðað við björgun fótboltastrákanna sem dvalið hafa í helli í tólf daga. 5. júlí 2018 23:18 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30
Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38
Elon Musk býður fram aðstoð við björgun fótboltastrákanna Fulltrúar á vegum Elon Musk eru í viðræðum við yfirvöld í Taílandi um hvernig fyrirtæki í eigu frumkvöðulsins geti aðstoðað við björgun fótboltastrákanna sem dvalið hafa í helli í tólf daga. 5. júlí 2018 23:18