Hestamenn fylla Víðidalinn um helgina Tinni Sveinsson skrifar 6. júlí 2018 12:30 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurbjörn Bárðarson knapi og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/Bjarni Formleg setning 23. Landsmóts hestamanna fór fram í gærkvöldi í Víðidal í Reykjavík. Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri mótsins, sagði í samtali við Vísi að á bilinu fimm til sex þúsund manns hafi verið viðstaddir setninguna. Rjóminn af íslenska hrossastofninum er samankominn á landsmótinu þar sem um þúsund hross taka þátt. Keppt hefur i verið í flestum greinum frá því á sunnudaginn síðasta og lýkur mótinu á sunnudag klukkan 16. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setti mótið í blíðskaparveðri. Hann sagði meðal annars að Reykjavík væri höfuðborg íslenska hestsins og hann væri stoltur af að vera Reykvíkingur þegar hann liti yfir hið glæsilega keppnissvæði í Víðidalnum.Til að fylgjast með úrslitum nota mótsgestir nýtt íslenskt app, LH Kappa, og er það búið að raða sér á toppinn yfir vinsælustu öpp landsins í bæði App Store og Google Play.Glæsileg dagskrá er í Víðidalnum alla helgina. Á föstudags – og laugardagskvöld er dansleikir þar sem fram koma Albatross með Sverri Bergmann, Röggu Gísla og Sölku Sól, Axel Ó & co., Helgi Björns og reiðmenn vindanna, Stebbi Jak og Andri, Sigvaldi Helgi, Grétar og Hebbi, Dísella Lár og Magni Ásgeirsson, sem jafnframt er tónlistarstjóri mótsins. Hægt er að kynna sér dagskrá mótsins á vefnum landsmot.is.Sunnudaginn 1. júlí verður frítt inn á svæðið og áhersla verður lögð á fjölskylduna. Þá fer fram keppni í barna- og unglingaflokki og einnig munu Jói P. og Króli og Leikhópurinn Lotta koma fram. Alla mótsdagana verður sérstakt leiksvæði fyrir börn opið.Boðið verður upp á fræðslu um allt sem tengist íslenska hestinum á vegum verkefnisins Horses of Iceland. Meðal þess sem verður kynnt er; knapamerkjakerfið, líkamlegar mælingar á knöpum, járningar, ýmsar sýnikennslur frá knöpum Hrímnis, hestamiðstöðinni Sólvangi og Félags tamningamanna, rætt um fóðrun, fyrirlestur um val á hnökkum, greint frá meistararitgerð um skeiðgenið og sagt frá áhrifum skeiðgensins á ganghæfni íslenskra hrossa.Kvöldfréttir Stöðvar 2 voru í beinni útsendingu frá Víðidalnum í gærkvöldi þar sem rætt var við Þórdísi Gylfadóttur mótsstjóra, Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra og Magna Ásgeirsson skemmtanastjóra.Hér fyrir neðan er hægt að fletta myndasafni með fleiri myndum sem Bjarni Þór Sigurðsson tók fyrir Vísi.Hjörtur Bergstað, formaður Fáks, Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/BjarniDoug Smith, varaforseti FEIF og Gunnar Sturluson, forseti FEIFVísir/BjarniFulltrúar ungu kynslóðarinnar í félagi tamningamanna voru fánaberar við setningu mótsins.Vísir/BjarniDísella Lárusdóttir óperusöngkona söng þjóðsönginn og fleira fyrir mótsgesti.Vísir/BjarniTalið er að á bilinu fimm til sex þúsund manns hafi verið í Víðidal í gærkvöld.Vísir/BjarniÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fór fyrir hópreið við setningu mótsins.Vísir/BjarniTelma Tómasson tók þátt í töltkeppni á Baron frá Bala.Vísir/BjarniSigurður Vignir Matthíasson tók þátt í elsta flokki stóðhesta á Tindi frá Eylandi.Vísir/Bjarni Hestar Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira
Formleg setning 23. Landsmóts hestamanna fór fram í gærkvöldi í Víðidal í Reykjavík. Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri mótsins, sagði í samtali við Vísi að á bilinu fimm til sex þúsund manns hafi verið viðstaddir setninguna. Rjóminn af íslenska hrossastofninum er samankominn á landsmótinu þar sem um þúsund hross taka þátt. Keppt hefur i verið í flestum greinum frá því á sunnudaginn síðasta og lýkur mótinu á sunnudag klukkan 16. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setti mótið í blíðskaparveðri. Hann sagði meðal annars að Reykjavík væri höfuðborg íslenska hestsins og hann væri stoltur af að vera Reykvíkingur þegar hann liti yfir hið glæsilega keppnissvæði í Víðidalnum.Til að fylgjast með úrslitum nota mótsgestir nýtt íslenskt app, LH Kappa, og er það búið að raða sér á toppinn yfir vinsælustu öpp landsins í bæði App Store og Google Play.Glæsileg dagskrá er í Víðidalnum alla helgina. Á föstudags – og laugardagskvöld er dansleikir þar sem fram koma Albatross með Sverri Bergmann, Röggu Gísla og Sölku Sól, Axel Ó & co., Helgi Björns og reiðmenn vindanna, Stebbi Jak og Andri, Sigvaldi Helgi, Grétar og Hebbi, Dísella Lár og Magni Ásgeirsson, sem jafnframt er tónlistarstjóri mótsins. Hægt er að kynna sér dagskrá mótsins á vefnum landsmot.is.Sunnudaginn 1. júlí verður frítt inn á svæðið og áhersla verður lögð á fjölskylduna. Þá fer fram keppni í barna- og unglingaflokki og einnig munu Jói P. og Króli og Leikhópurinn Lotta koma fram. Alla mótsdagana verður sérstakt leiksvæði fyrir börn opið.Boðið verður upp á fræðslu um allt sem tengist íslenska hestinum á vegum verkefnisins Horses of Iceland. Meðal þess sem verður kynnt er; knapamerkjakerfið, líkamlegar mælingar á knöpum, járningar, ýmsar sýnikennslur frá knöpum Hrímnis, hestamiðstöðinni Sólvangi og Félags tamningamanna, rætt um fóðrun, fyrirlestur um val á hnökkum, greint frá meistararitgerð um skeiðgenið og sagt frá áhrifum skeiðgensins á ganghæfni íslenskra hrossa.Kvöldfréttir Stöðvar 2 voru í beinni útsendingu frá Víðidalnum í gærkvöldi þar sem rætt var við Þórdísi Gylfadóttur mótsstjóra, Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra og Magna Ásgeirsson skemmtanastjóra.Hér fyrir neðan er hægt að fletta myndasafni með fleiri myndum sem Bjarni Þór Sigurðsson tók fyrir Vísi.Hjörtur Bergstað, formaður Fáks, Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/BjarniDoug Smith, varaforseti FEIF og Gunnar Sturluson, forseti FEIFVísir/BjarniFulltrúar ungu kynslóðarinnar í félagi tamningamanna voru fánaberar við setningu mótsins.Vísir/BjarniDísella Lárusdóttir óperusöngkona söng þjóðsönginn og fleira fyrir mótsgesti.Vísir/BjarniTalið er að á bilinu fimm til sex þúsund manns hafi verið í Víðidal í gærkvöld.Vísir/BjarniÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fór fyrir hópreið við setningu mótsins.Vísir/BjarniTelma Tómasson tók þátt í töltkeppni á Baron frá Bala.Vísir/BjarniSigurður Vignir Matthíasson tók þátt í elsta flokki stóðhesta á Tindi frá Eylandi.Vísir/Bjarni
Hestar Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira