Bilun hefur komið upp í fjarskiptabúnaði Mílu í Borgarnesi, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Þar segir að bilunin hafi áhrif á fjarskipti í Borgarnesi, Borgarfirði að Bifröst og á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Viðgerð stendur yfir, en ekki er tekið fram hvað áætlað sé að hún standi lengi.
Uppfært 13:18:
Í tilkynningu frá Mílu segir að viðgerð sé lokið á fjarskiptabúnaði Mílu í Borgarnesi.
Bilun í kerfi Mílu í Borgarfirði
Atli Ísleifsson skrifar
