Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Atli Ísleifsson skrifar 4. júlí 2018 11:47 Drengirnir fundust á mánudag eftir níu daga leit. Vísir/EPA Umfangsmiklar aðgerðir sem miða að því að ná fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra sem fastir eru í hellakerfinu í norðurhluta Taílands standa nú yfir. Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs segir að nú búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. Jákvæðar fréttir bárust af liðinu í gær þar sem sérsveit taílenska hersins sendi frá sér nýtt myndband af drengjunum. Þar kynntu þeir sér með nafni, heilsuðu að taílenskum sið, sögðust vera við hestaheilsu og virtust nokkuð brattir þrátt fyrir allt.Governor of Chiang Rai province says the rescue of the 12 boys trapped in a flood cave complex in Thailand will depend on their physical condition and says a new cave discovered is suspected to be connected to Tham Luang Nang Non where the survivors are— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) July 4, 2018 Drengirnir komu í leitirnar á mánudaginn eftir níu daga leit. Vistum hefur verið komið til drengjanna sem sjá þó fram á að þurfa að dvelja í hellinum eitthvað áfram. Tveir liðsmenn sérsveitarinnar munu þó veita drengjunum og þjálfara þeirra félagsskap öllum stundum þar til að þeim verður bjargað. Leiðin upp á yfirborðið er mjög erfið yfirferðar og vegna mikilla rigninga hefur mikið vatn torveldað leiðina enn frekar. Drengirnir eru ekki syndir og þurfa þeir mögulega að hírast í hellinum þar til regntímabilið er á enda eða þá að boruð verði leið að skotinu þar sem þeir dvelja. Sé það rétt að ný leið hafi fundist kann það að auðvelda björgunarstörf, þó að það eigi eftir að koma almennilega í ljós. Drengirnir eru allir í sama fótboltaliði og heimsóttu hellakerfið að lokinni fótboltaæfingu. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Umfangsmiklar aðgerðir sem miða að því að ná fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra sem fastir eru í hellakerfinu í norðurhluta Taílands standa nú yfir. Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs segir að nú búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. Jákvæðar fréttir bárust af liðinu í gær þar sem sérsveit taílenska hersins sendi frá sér nýtt myndband af drengjunum. Þar kynntu þeir sér með nafni, heilsuðu að taílenskum sið, sögðust vera við hestaheilsu og virtust nokkuð brattir þrátt fyrir allt.Governor of Chiang Rai province says the rescue of the 12 boys trapped in a flood cave complex in Thailand will depend on their physical condition and says a new cave discovered is suspected to be connected to Tham Luang Nang Non where the survivors are— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) July 4, 2018 Drengirnir komu í leitirnar á mánudaginn eftir níu daga leit. Vistum hefur verið komið til drengjanna sem sjá þó fram á að þurfa að dvelja í hellinum eitthvað áfram. Tveir liðsmenn sérsveitarinnar munu þó veita drengjunum og þjálfara þeirra félagsskap öllum stundum þar til að þeim verður bjargað. Leiðin upp á yfirborðið er mjög erfið yfirferðar og vegna mikilla rigninga hefur mikið vatn torveldað leiðina enn frekar. Drengirnir eru ekki syndir og þurfa þeir mögulega að hírast í hellinum þar til regntímabilið er á enda eða þá að boruð verði leið að skotinu þar sem þeir dvelja. Sé það rétt að ný leið hafi fundist kann það að auðvelda björgunarstörf, þó að það eigi eftir að koma almennilega í ljós. Drengirnir eru allir í sama fótboltaliði og heimsóttu hellakerfið að lokinni fótboltaæfingu.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18