Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2018 06:18 Drengirnir heilsa myndavélinni að tælenskum sið. Vísir/afp Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, kynna drengirnir sig með nafni. Þá segjast þeir vera við hestaheilsu, þrátt fyrir skrámur, og ef marka má hlátur þeirra og bros eru þeir líka nokkuð brattir miðað við aðstæður. Á myndbandi sjóhersins má sjá drengina heilsa myndavélinni að tælenskum sið. Þá má einnig sjá hvernig þeir hafa skrifað nafn fótboltaliðs síns á grjót í hellinum, sem og nafn köfunardeildarinnar sem kom fyrst að þeim. Tveir meðlimir sérsveitarinnar munu framvegis veita drengjunum félagsskap öllum stundum. Sérsveitarmennirnir munu jafnframt nýta tímann ofan í hellinum til að þétta sprungur svo að tryggja megi að vatnshæðin í hvelfingunni, þar sem drengirnir dvelja, hækki ekki of mikið. Strákarnir komu í leitirnir á mánudag eftir um 9 daga leit. Búið er að flytja vistir niður til drengjanna, sem gætu þurft að hírast eitthvað áfram í hellinum. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvernig þeim verður að endingu bjargað en leiðin aftur upp á yfirborðið er erfið yfirferðar.Sjá einnig: Vill „pakka“ fótboltadrengjunum innHér má sjá hluta fótboltaliðsins, sem og þjálfara þess.FacebookÁ blaðamannafundi í morgun sögðu talsmenn björgunarsveitanna að ekki verði reynt að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Engu að síður væru aðstæður fullkomnar fyrir æfingar og mun heilbrigðisstarfsfólk því nýta daginn til að teikna upp hvernig tekið verður á móti strákunum, ef og þegar þeim verður bjargað úr hellinum. Þá verður vatni áfram dælt úr hellinum og eru björgunarsveitirnar vongóðar um að þeim muni takast að minnka vatnsmagnið. Engu að síður gera veðurspár ráð fyrir hellidembu í lok vikunnar sem gæti gert dælingartilraunir dagsins að engu. Þar að auki óttast björgunarsveitirnir að rigningin muni torvelda flutning á vistum ofan í hellinn. Áfram verður reynt að koma símasnúru til drengjanna svo þeir geti rætt við foreldra sína, en tilraunir til þess að leggja snúruna í gær mistókust. Umrætt myndband má sjá hér að neðan. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Taka enga áhættu við björgun fótboltastrákanna úr hellinum Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga 3. júlí 2018 23:30 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, kynna drengirnir sig með nafni. Þá segjast þeir vera við hestaheilsu, þrátt fyrir skrámur, og ef marka má hlátur þeirra og bros eru þeir líka nokkuð brattir miðað við aðstæður. Á myndbandi sjóhersins má sjá drengina heilsa myndavélinni að tælenskum sið. Þá má einnig sjá hvernig þeir hafa skrifað nafn fótboltaliðs síns á grjót í hellinum, sem og nafn köfunardeildarinnar sem kom fyrst að þeim. Tveir meðlimir sérsveitarinnar munu framvegis veita drengjunum félagsskap öllum stundum. Sérsveitarmennirnir munu jafnframt nýta tímann ofan í hellinum til að þétta sprungur svo að tryggja megi að vatnshæðin í hvelfingunni, þar sem drengirnir dvelja, hækki ekki of mikið. Strákarnir komu í leitirnir á mánudag eftir um 9 daga leit. Búið er að flytja vistir niður til drengjanna, sem gætu þurft að hírast eitthvað áfram í hellinum. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvernig þeim verður að endingu bjargað en leiðin aftur upp á yfirborðið er erfið yfirferðar.Sjá einnig: Vill „pakka“ fótboltadrengjunum innHér má sjá hluta fótboltaliðsins, sem og þjálfara þess.FacebookÁ blaðamannafundi í morgun sögðu talsmenn björgunarsveitanna að ekki verði reynt að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Engu að síður væru aðstæður fullkomnar fyrir æfingar og mun heilbrigðisstarfsfólk því nýta daginn til að teikna upp hvernig tekið verður á móti strákunum, ef og þegar þeim verður bjargað úr hellinum. Þá verður vatni áfram dælt úr hellinum og eru björgunarsveitirnar vongóðar um að þeim muni takast að minnka vatnsmagnið. Engu að síður gera veðurspár ráð fyrir hellidembu í lok vikunnar sem gæti gert dælingartilraunir dagsins að engu. Þar að auki óttast björgunarsveitirnir að rigningin muni torvelda flutning á vistum ofan í hellinn. Áfram verður reynt að koma símasnúru til drengjanna svo þeir geti rætt við foreldra sína, en tilraunir til þess að leggja snúruna í gær mistókust. Umrætt myndband má sjá hér að neðan.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Taka enga áhættu við björgun fótboltastrákanna úr hellinum Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga 3. júlí 2018 23:30 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02
Taka enga áhættu við björgun fótboltastrákanna úr hellinum Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga 3. júlí 2018 23:30
Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23