Söluferli fasteigna félagsins TF KEF á Ásbrú lauk án þess að viðunandi tilboð bærust. Félagið er í eigu Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, en hann setti eignirnar á sölu í byrjun nóvember.
Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, staðfestir í samtali við Markaðinn að formlegu söluferli sé lokið þar sem fresturinn til að skila tilboðum sé liðinn. „Að svo stöddu höfum við ekki fengið tilboð sem er í takti við okkar verðhugmyndir,“ segir Svanhvít. Hún bætir við að mögulega verði aftur opnað fyrir tilboð en engin ákvörðun þess efnis hafi verið tekin.
„Allar eignirnar eru í fullri notkun og Base hotel, sem er rekið í tveimur fasteignum, gengur mjög vel.“
Eignirnar sem um ræðir eru flugvallarhótelið að Valhallarbraut 756 til 757, og starfsmannaíbúðirnar að Keilisbraut 747 og Lindarbraut 63. Þær spanna samtals tíu þúsund fermetra.
Í frétt mbl.is um áform Skúla í nóvember kom fram að búist væri við því að söluverðið næmi þremur milljörðum íslenskra króna og að fjármagnið yrði notað til þess að fjármagna nýjar höfuðstöðvar WOW air.
Tekið var fram að herbergjanýting hótela á Suðurnesjum hefði verið best á landinu, eða 89,5%. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir maí er nýtingin enn best á Suðurnesjum en hún hefur þó lækkað niður í 74,2% í takt við almenna þróun.
Tekur eignir á Suðurnesjum af sölu
Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Mest lesið


Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent



„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent

VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
Viðskipti innlent

Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent

Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Viðskipti innlent