Að senda náttúrunni reikning fyrir skaðanum Bubbi Morthens skrifar 4. júlí 2018 07:00 Lúsafaraldur í fiskeldi er það versta sem hugsast getur fyrir alla á þeim vettvangi, þig, mig og þá. Stofnunin sem fer með eftirlitið með laxeldisfyrirtækjum, Matvælastofnun, notar orðið „meðhöndlun“ þegar hún gefur laxeldisfyrirtækjum hér á landi heimild til að nota eitur til að stöðva það sem verður ekki stöðvað. Eina leiðin til þess að meðhöndla laxalús í eldi er að nota eitur og það helling af því. Hvert halda menn svo að þetta eitur berist? Svarið er: Í allt lífríkið. Svo einfalt er það. Hvað sögðu talsmenn Norðmanna hér á landi? Að það væri engin hætta á að laxalús yrði til vandræða en annað hefur komið í ljós. Nú nýlega fór fram uppboð á laxeldiskvóta í Noregi. Þar fór laxeldisleyfið fyrir tonnið á tæpar 2,6 miljónir króna. Samkvæmt því kostar þá leyfi fyrir 6.000 tonna laxeldi fyrir Laxa ehf. í Reyðarfirði 15,4 miljarða. Það sama á við um önnur fyrirtæki í laxeldi hér á landi. Út af hverju halda menn að Norðmenn hafi komið hingað og séu að gleypa firðina og hafi alls konar fólk á launum til þess að verja þessa mengandi stóriðju? Jú, hér sjá þeir gróða og marklaust eftirlit og ráðamenn sem sjá atkvæði í því að vera ekki með neitt vesen. Það hefur verið sannað að laxeldi hefur vond og óafturkræf áhrif á villta laxastofna. Laxeldi í opnum kvíum er skaðlegt lífríkinu við strendur Íslands. Laxeldi á landi eða í lokuðum kvíum er eina umhverfisvæna leiðin til þess að vernda lífríkið við strendur landsins en það kostar peninga og Norðmennirnir sem hingað eru komnir og talsmenn þeirra hafa engan áhuga á því að borga það gjald. Þeir hafa áhuga á að ryksuga upp gullið úr lífríkinu við strendur Íslands og senda náttúrunni reikninginn fyrir skaðanum. Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Bubbi Morthens Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Lúsafaraldur í fiskeldi er það versta sem hugsast getur fyrir alla á þeim vettvangi, þig, mig og þá. Stofnunin sem fer með eftirlitið með laxeldisfyrirtækjum, Matvælastofnun, notar orðið „meðhöndlun“ þegar hún gefur laxeldisfyrirtækjum hér á landi heimild til að nota eitur til að stöðva það sem verður ekki stöðvað. Eina leiðin til þess að meðhöndla laxalús í eldi er að nota eitur og það helling af því. Hvert halda menn svo að þetta eitur berist? Svarið er: Í allt lífríkið. Svo einfalt er það. Hvað sögðu talsmenn Norðmanna hér á landi? Að það væri engin hætta á að laxalús yrði til vandræða en annað hefur komið í ljós. Nú nýlega fór fram uppboð á laxeldiskvóta í Noregi. Þar fór laxeldisleyfið fyrir tonnið á tæpar 2,6 miljónir króna. Samkvæmt því kostar þá leyfi fyrir 6.000 tonna laxeldi fyrir Laxa ehf. í Reyðarfirði 15,4 miljarða. Það sama á við um önnur fyrirtæki í laxeldi hér á landi. Út af hverju halda menn að Norðmenn hafi komið hingað og séu að gleypa firðina og hafi alls konar fólk á launum til þess að verja þessa mengandi stóriðju? Jú, hér sjá þeir gróða og marklaust eftirlit og ráðamenn sem sjá atkvæði í því að vera ekki með neitt vesen. Það hefur verið sannað að laxeldi hefur vond og óafturkræf áhrif á villta laxastofna. Laxeldi í opnum kvíum er skaðlegt lífríkinu við strendur Íslands. Laxeldi á landi eða í lokuðum kvíum er eina umhverfisvæna leiðin til þess að vernda lífríkið við strendur landsins en það kostar peninga og Norðmennirnir sem hingað eru komnir og talsmenn þeirra hafa engan áhuga á því að borga það gjald. Þeir hafa áhuga á að ryksuga upp gullið úr lífríkinu við strendur Íslands og senda náttúrunni reikninginn fyrir skaðanum. Höfundur er tónlistarmaður
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar