Hryðjuverkasamtök banna einnota plastpoka í Sómalíu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júlí 2018 11:14 Al Kaída samtökin hafa kennt sig við umhverfisvernd nánast frá upphafi Vísir/Getty Hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem eru hluti af hryðjuverkaneti al Kaída, hafa bannað einnota plastpoka á yfirráðasvæði sínu í Sómalíu. Í tilkynningu, sem var lesin í útvarpi, sagði talsmaður al Shabab að plastpokar gætu verið hættulegir bæði fólki og dýrum, þeir geti jafnvel orðið þeim að fjörtjóni. Þessar áhyggjur vekja ekki síst athygli í ljósi þess að al Shabab eru mannskæðustu hryðjuverkasamtök Afríku. Á fimmta þúsund fórust í árásum al Shabab samtakanna árið 2016.Í sömu tilkynningu kom fram að al Shabab myndu beita sér í auknum mæli gegn ólöglegu skógarhöggi. Þeir sem stundi slíkt, eða brjóti gegn plastpokabanninu, eigi yfir höfði sér harða refsingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem al Kaída opinberar framsækna umhverfisstefnu sína. Aðeins rúmu ári eftir að samtökin urðu alræmd um allan heim vegna árásanna í New York og Washington, sendi Osama bin Laden frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Bandaríkin fyrir að neita að skrifa undir Kyoto loftslagssamninginn.Fimm árum síðar ávarpaði bin Laden heimsbyggðina á myndbandsupptöku þar sem hann ítrekaði áhyggjur sínar af afdrifum Kyoto samningsins. Sagði bin Laden að einföld tölfræði og allar staðreyndir sýndu að loftslagsbreytingar væru raunverulegt vandamál sem kostaði milljónir mannslífa. Þessar skoðanir ítrekaði bin Laden síðan í löngu bréfi árið 2009. Þar lýsir hryðjuverkaleiðtoginn meðal annars áhyggjum af því að efnahagskreppan, sem þá skók heimsbyggðina, myndi trufla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum. Hvatti bin Laden heimsbyggðina til að minnast þessa þegar tíu ár væru liðin frá árásunum sem kenndar eru við ellefta september, með því að hleypa af stað nýju átaki gegn loftslagsbreytingum. Í því myndi felast skuldbinding til að draga úr útblæstri skaðlegra lofttegunda um helming. Það verður þó að segjast eins og er að kaldrifjað morðæði bin Ladens skyggði alltaf nokkuð á metnað hans í umhverfismálum. Þess má geta að Talíbanar í Afganistan hófu nýlega átak í skógrækt. Sómalía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Fólk safnaðist saman nærri Safari hótelinu í höfuðborg Sómalíu í gær til að leita að ástvinum. Mannskæðasta árás í tíu ár gerð á laugardaginn. Forsetinn hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir óvininn einskis svífast. 16. október 2017 06:00 Talíbanar lýsa yfir vopnahléi í Afganistan Talíbanar í Afganistan hafa fylgt fordæmi ríkisstjórnarinnar og hafa lýst yfir vopnahlé á meðan að hátíðarhöld vegna Ramadan standa yfir. 9. júní 2018 17:32 Drápu leiðtoga Al Shabab Bandarísk hernaðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu. 6. september 2014 08:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem eru hluti af hryðjuverkaneti al Kaída, hafa bannað einnota plastpoka á yfirráðasvæði sínu í Sómalíu. Í tilkynningu, sem var lesin í útvarpi, sagði talsmaður al Shabab að plastpokar gætu verið hættulegir bæði fólki og dýrum, þeir geti jafnvel orðið þeim að fjörtjóni. Þessar áhyggjur vekja ekki síst athygli í ljósi þess að al Shabab eru mannskæðustu hryðjuverkasamtök Afríku. Á fimmta þúsund fórust í árásum al Shabab samtakanna árið 2016.Í sömu tilkynningu kom fram að al Shabab myndu beita sér í auknum mæli gegn ólöglegu skógarhöggi. Þeir sem stundi slíkt, eða brjóti gegn plastpokabanninu, eigi yfir höfði sér harða refsingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem al Kaída opinberar framsækna umhverfisstefnu sína. Aðeins rúmu ári eftir að samtökin urðu alræmd um allan heim vegna árásanna í New York og Washington, sendi Osama bin Laden frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Bandaríkin fyrir að neita að skrifa undir Kyoto loftslagssamninginn.Fimm árum síðar ávarpaði bin Laden heimsbyggðina á myndbandsupptöku þar sem hann ítrekaði áhyggjur sínar af afdrifum Kyoto samningsins. Sagði bin Laden að einföld tölfræði og allar staðreyndir sýndu að loftslagsbreytingar væru raunverulegt vandamál sem kostaði milljónir mannslífa. Þessar skoðanir ítrekaði bin Laden síðan í löngu bréfi árið 2009. Þar lýsir hryðjuverkaleiðtoginn meðal annars áhyggjum af því að efnahagskreppan, sem þá skók heimsbyggðina, myndi trufla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum. Hvatti bin Laden heimsbyggðina til að minnast þessa þegar tíu ár væru liðin frá árásunum sem kenndar eru við ellefta september, með því að hleypa af stað nýju átaki gegn loftslagsbreytingum. Í því myndi felast skuldbinding til að draga úr útblæstri skaðlegra lofttegunda um helming. Það verður þó að segjast eins og er að kaldrifjað morðæði bin Ladens skyggði alltaf nokkuð á metnað hans í umhverfismálum. Þess má geta að Talíbanar í Afganistan hófu nýlega átak í skógrækt.
Sómalía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Fólk safnaðist saman nærri Safari hótelinu í höfuðborg Sómalíu í gær til að leita að ástvinum. Mannskæðasta árás í tíu ár gerð á laugardaginn. Forsetinn hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir óvininn einskis svífast. 16. október 2017 06:00 Talíbanar lýsa yfir vopnahléi í Afganistan Talíbanar í Afganistan hafa fylgt fordæmi ríkisstjórnarinnar og hafa lýst yfir vopnahlé á meðan að hátíðarhöld vegna Ramadan standa yfir. 9. júní 2018 17:32 Drápu leiðtoga Al Shabab Bandarísk hernaðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu. 6. september 2014 08:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Fólk safnaðist saman nærri Safari hótelinu í höfuðborg Sómalíu í gær til að leita að ástvinum. Mannskæðasta árás í tíu ár gerð á laugardaginn. Forsetinn hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir óvininn einskis svífast. 16. október 2017 06:00
Talíbanar lýsa yfir vopnahléi í Afganistan Talíbanar í Afganistan hafa fylgt fordæmi ríkisstjórnarinnar og hafa lýst yfir vopnahlé á meðan að hátíðarhöld vegna Ramadan standa yfir. 9. júní 2018 17:32
Drápu leiðtoga Al Shabab Bandarísk hernaðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu. 6. september 2014 08:00