Vegrið kom í veg fyrir stórslys Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2018 07:13 Ætla má að vegriðið hafi bjargað mannslífum í þessu tilfelli. Skjáskot Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins, í samanburði við sama tímabil 10 ár þar á undan. Í tilkynningu frá Samgöngustofu er greint frá því að fimm hafi látist af völdum framanákeyrslna það sem af er ári - samanborið við þrjá allt árið í fyrra. Samgöngustofa birti í morgun myndband af árekstri sem varð á Hellisheiði á Suðurlandsvegi. „Ljóst er að ef ekki hefði verið búið að setja vegrið þarna á milli hefðu afleiðingar þessa óhapps orðið mjög alvarlegt slys. Það hefði ekki verið hjá því komist að bifreiðarnar hefðu lent í framanákeyrslu á u.þ.b. 90 km hraða. Almennt gildir það viðmið að öryggisbúnaður, a.m.k. nýrra bifreiða, er ætlað að koma í veg fyrir banaslys á hraða sem er allt að 70km/klst,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að þær ráðstafanir sem hafa verið gerðar til aðskilnaðar akstursstefna og uppsetning vegriða á Íslandi á undanförnum árum, eins og sjá má í myndbandinu, hafi bjargað fjölda mannslífa og komið í veg fyrir mjög alvarleg slys. „Enn er þó eftir að vinna slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir mjög víða á vegakerfinu en ljóst er að því fjármagni sem varið er til slíkra verkefna er vel varið,“ segir Samgöngustofa. Í tilkynningu segir jafnframt að þótt Íslendingar séu stærsti hluti slasaðra og látinna, vegna framanákeyrslna, þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. Slösuðu erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 138% á milli ára á meðan fjöldi Íslendinga hækkaði um 49%. Það er því hlutfallslega mun meiri aukning erlendra ferðamanna í þessari tegund slysa. Heildarfjöldi slasaðra og látinna í framanákeyrslum fyrstu fjóra mánuði ársins 2018 hækkaði um 64% frá sama tímabili ársins 2017. Myndbandið má sjá hér að neðan.Uppfært klukkan 14:30Áreksturinn varð á Hellisheiði, ekki í Svínahrauni eins og sagði í fyrstu tilkynningu frá Samgöngustofu. Samgöngur Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins, í samanburði við sama tímabil 10 ár þar á undan. Í tilkynningu frá Samgöngustofu er greint frá því að fimm hafi látist af völdum framanákeyrslna það sem af er ári - samanborið við þrjá allt árið í fyrra. Samgöngustofa birti í morgun myndband af árekstri sem varð á Hellisheiði á Suðurlandsvegi. „Ljóst er að ef ekki hefði verið búið að setja vegrið þarna á milli hefðu afleiðingar þessa óhapps orðið mjög alvarlegt slys. Það hefði ekki verið hjá því komist að bifreiðarnar hefðu lent í framanákeyrslu á u.þ.b. 90 km hraða. Almennt gildir það viðmið að öryggisbúnaður, a.m.k. nýrra bifreiða, er ætlað að koma í veg fyrir banaslys á hraða sem er allt að 70km/klst,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að þær ráðstafanir sem hafa verið gerðar til aðskilnaðar akstursstefna og uppsetning vegriða á Íslandi á undanförnum árum, eins og sjá má í myndbandinu, hafi bjargað fjölda mannslífa og komið í veg fyrir mjög alvarleg slys. „Enn er þó eftir að vinna slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir mjög víða á vegakerfinu en ljóst er að því fjármagni sem varið er til slíkra verkefna er vel varið,“ segir Samgöngustofa. Í tilkynningu segir jafnframt að þótt Íslendingar séu stærsti hluti slasaðra og látinna, vegna framanákeyrslna, þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. Slösuðu erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 138% á milli ára á meðan fjöldi Íslendinga hækkaði um 49%. Það er því hlutfallslega mun meiri aukning erlendra ferðamanna í þessari tegund slysa. Heildarfjöldi slasaðra og látinna í framanákeyrslum fyrstu fjóra mánuði ársins 2018 hækkaði um 64% frá sama tímabili ársins 2017. Myndbandið má sjá hér að neðan.Uppfært klukkan 14:30Áreksturinn varð á Hellisheiði, ekki í Svínahrauni eins og sagði í fyrstu tilkynningu frá Samgöngustofu.
Samgöngur Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira