Veðurbarin hamingja Lára G. Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2018 07:00 Það rignir svo mikið að fólk á Suðvesturlandi stillir vekjaraklukkuna eftir veðurspánni til að geta slegið grasið. Og við sjáum ekki fram á að geta borið á pallinn þetta sumarið því ekkert útlit er fyrir tvo samfellda þurra sólarhringa. Ef hægt er að vera óþreyjufullur af sólarskorti þá er tíminn núna. Maður mundi ætla að veðurfar hefði mikil áhrif á hugarástand – að fólkið á Spáni hefði það betra en við í grámyglunni og vætunni. Því lagðist ég yfir rannsóknir til að komast að því hvaða áhrif veðurfar hefur á geðheilsu okkar. Ólíkt því sem ég bjóst við þá virðumst við búa við eðalaðstæður. Eini veðurþátturinn sem virðist hafa áhrif á sálarlíf okkar er hitastig (en ekki rok, rigning, raki, úrkoma eða sólskin). Vellíðan mælist hæst við 13,9°C og minnkar marktækt með hækkandi hitastigi. Þegar hiti hækkar yfir 21°C minnkar lífsgleði fólks ásamt því sem streita, reiði og þreyta eykst. Fjandsamlegar hugsanir, sambandsslit, glæpir, ofbeldi og andfélagsleg hegðun eykst sömuleiðis með hækkandi hitastigi. Þó svo að þeir sem búa við rok og rigningu kvarti meira undan veðrinu eru þeir jafnlífsglaðir og þeir sem búa í sólarlandi. Þegar á heildina er litið hefur veðurfar lítil áhrif á lundarfar okkar enda sýna niðurstöður Alþjóðahamingjurannsóknarinnar (World Happiness Report) að Íslendingar eru meðal fimm hamingjusömustu þjóða heims. Ef þið sjáið í hillingum að flytja til Spánar í sólina skuluð þið hugsa ykkur tvisvar um – því við virðumst skapa okkar eigið sólskin. Ef þið viljið auka lífsgleði ykkar skuluð þið borða vel af grænmeti og ávöxtum, sofa vel og hreyfa ykkur úti – veðurbarin en með sól í hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Veður Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Það rignir svo mikið að fólk á Suðvesturlandi stillir vekjaraklukkuna eftir veðurspánni til að geta slegið grasið. Og við sjáum ekki fram á að geta borið á pallinn þetta sumarið því ekkert útlit er fyrir tvo samfellda þurra sólarhringa. Ef hægt er að vera óþreyjufullur af sólarskorti þá er tíminn núna. Maður mundi ætla að veðurfar hefði mikil áhrif á hugarástand – að fólkið á Spáni hefði það betra en við í grámyglunni og vætunni. Því lagðist ég yfir rannsóknir til að komast að því hvaða áhrif veðurfar hefur á geðheilsu okkar. Ólíkt því sem ég bjóst við þá virðumst við búa við eðalaðstæður. Eini veðurþátturinn sem virðist hafa áhrif á sálarlíf okkar er hitastig (en ekki rok, rigning, raki, úrkoma eða sólskin). Vellíðan mælist hæst við 13,9°C og minnkar marktækt með hækkandi hitastigi. Þegar hiti hækkar yfir 21°C minnkar lífsgleði fólks ásamt því sem streita, reiði og þreyta eykst. Fjandsamlegar hugsanir, sambandsslit, glæpir, ofbeldi og andfélagsleg hegðun eykst sömuleiðis með hækkandi hitastigi. Þó svo að þeir sem búa við rok og rigningu kvarti meira undan veðrinu eru þeir jafnlífsglaðir og þeir sem búa í sólarlandi. Þegar á heildina er litið hefur veðurfar lítil áhrif á lundarfar okkar enda sýna niðurstöður Alþjóðahamingjurannsóknarinnar (World Happiness Report) að Íslendingar eru meðal fimm hamingjusömustu þjóða heims. Ef þið sjáið í hillingum að flytja til Spánar í sólina skuluð þið hugsa ykkur tvisvar um – því við virðumst skapa okkar eigið sólskin. Ef þið viljið auka lífsgleði ykkar skuluð þið borða vel af grænmeti og ávöxtum, sofa vel og hreyfa ykkur úti – veðurbarin en með sól í hjarta.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar